miðvikudagur, desember 31, 2008

þá eru endalok ársins að renna upp. af því tilefni hef ég ákveðið að rita hér lista yfir mitt eigið val á mínum eigin hápunktum míns eigins árs. þá get ég líka rifjað þetta upp seinna þegar ég man ekkert hvað gerðist eða hvenær.....en semsagt:

merkilegt ársins - við fluttum ekkert
afmæli ársins - ég og afmælissöngurinn með 4000 manns í beinni á rás tvö
ferð ársins - berlín og bjórdrykkjan
bar ársins - die kleine filharmonie
afrek ársins - santa maría
gleði ársins - að hafa byrjað á nýjum vinnustað sem er góður
stuð ársins - að hljóta þann heiður að fá að glamra á hristur með fm belfast
svekkelsi ársins - að tuskudúkkan addi er að missa andlitið
leiðindi ársins - fréttirnar síðan í september/október
lag ársins - fm belfast allt
bíómynd ársins - uuuu.... tja, það situr engin eftir
stuðbolti ársins - gunna
vandræðalegt ársins - þegar ég skallaði gluggakistu í miðri kennslustund og fékk kúlu
ánægja ársins - að safna kjólum
óþægilegt ársins - hálsinn á mér eftir áreksturinn í apríl
stolt ársins - útnefningin flottasti rassinn á kennarastofunni
uppgjöf ársins - að hafa hætt að nenna að synda eftir vinnu

og svo eru það óskir og vonir fyrir næsta ár: (sjáum til eftir ár hvað rætist úr þeim)
-að verða ráðin áfram á sama stað
-að eiga áfram góða vini
-að flytja ekki
-að eiga heilsu og hamingju
-að kafna ekki í verðbólgu og fjármálarugli
-að santa maría lifi kreppuna af og verði stór
-að fá áfram að nota hristuna mína

og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu...
en nú er ég að fara að hafa mig til. á eftir ætlum við að snæða með foreldrunum og sprengja svo peninga við hallgrímskirkju á miðnætti. þaðan verður þrammað á söntu máríá þar sem verður stöðð langt framundir morgun. ég verð dyravörður og er alveg komin í gír fyrir hlutverkið. gott ef ég er ekki komin með massa upphandleggi í tilefni dagsins.
það er nú svo og svo er nú það. og nú kemur ávarpið:
þér lesandi góður, þakka ég samfylgdina á árinu sem er að líða. vonandi megum við fylgjast að í gegnum sætt og súrt á komandi ári líka. ég óska þér gleði og heilsu jafnt í kvöld sem ætíð og megir þú vera full af lífi í iðrum þínum um ókomin ár.
bless á meðan.

Engin ummæli: