miðvikudagur, desember 24, 2008

hana, er þá ekki aðfangadagurinn sjálfur runninn upp. litla fjölskyldan fór seint á fætur, sérstaklega ég þar sem ég var langt frameftir nóttu með kók, súkkulaði og kertaljós að pakka inn gjöfum frá öllum til allra.
en nú erum við komin á fætur. makinn ákvað að nota eldhús atvinnumannsins undir jólamatinn þannig að hann verður víst eitthvað frameftir degi á veitingahúsinu að subba það út. fegin er ég, þá þarf ég ekki að þrífa eftir hann og sprenginguna sem hann er við eldamennskuna. en í staðin fæ ég að ryksuga og flikka uppá úberhreingerninguna mína frá því um daginn. ef ég á að vera alveg hreinskilin er ég komin í drullugallann, búin að reyta á mér hárið og jólalegi geðveikisglampinn er þarna einhverstaðar í augum mínum. nú er ég að fara í gang. allir frá, fúsa liggur á...

Engin ummæli: