núna er tæknilega séð kominn laugardagur. samt er ég ekki enn farin að sofa. klukkan er rúmlega þrjú. ég var sko á veitingastað nokkrum við laugaveg þar sem ég neyddist til að sitja og bíða eftir eþíópíska krúttinu mínu á meðan hann kláraði að vaska upp og þrífa. á meðan hafði ég ekkert annað að gera en að sötra bjór. og svo sötraði ég og sötraði á meðan um þrír tímar liðu. hálf kjánaleg daman að sitja svona ein og vera alltaf að fylla rétt botnfylli í glasið svona rétt á meðan ég beið, en botnfylli í þrjá tíma er góður slatti skal ég segja ykkur. ó já.
og nú er svo komið að minn er fullur. einn.
og þar sem ég er ein á kojufylleríi er ég komin á einkatrúnó. trúnóið mitt er svona:
vissir þú að þegar ég var krakki og unglingur skammaðist ég mín svo mikið fyrir tærnar á mér að alltaf þegar ég fór í leikfimi eða sund í skólanum beyglaði ég þær undir mig þannig að það sást ekki í þær? nei, það vissir þú varla því ég hef ekkert talað um það.
vissir þú að uppáhalds bíómyndin mín var princess bride? nei, tæplega.
ókey ég er hætt. betra að hætta en að koma sér í vandræði þegar maður vaknar á morgun, á eftir.
það er erfitt að vera fullur einn og langa til að tala en geta ekkert talað um það sem maður vill tala. úff púff.
kannski væri bara best að ég tjái mig frekar eftir að bjórinn hverfur úr kerfinu.
jú ætli það ekki.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli