laugardagur, desember 27, 2008

mikið er ég svakalega leiðinleg þegar ég sef of lengi, borða of mikið og hef ekkert fyrir stafni.... úff...
best að hætta því þá. þetta er ekki hægt.
og kyrja möntru hinna óöruggu: það þurfa ekki allir í heiminum að vera ánægðir með mig.
hehe... en nú skal ég hætta að vera niðurdrepandi og þreytt.
á morgun er tuttugasti og áttundi. dagur hinna saklausu í mexíkó. það er svipað og okkar fyrsti apríl og þá má plata fólk.
einu sinni var ég skotin í söngvaranum paul young. það var árið 2002.
djók. ætli ég hafi ekki verið um tólf ára. hann söng ,,every time you go away, you take a piece of me with you... ú ú..." og þar sem ég er með væmin lög í æðum mér þessa dagana ætla ég að bæta því við lagalistann í heila vorum.
skoh, ég er strax að hressast. þetta er allt annað líf.....

Engin ummæli: