laugardagur, desember 27, 2008

hér er ég eina ferðina enn að blogga um miðja nótt. og nei, ég var ekki að drekka...
í kvöld var ég eitthvað hálf blá. mér leiddist og ég var einmana inní mér. ég var að hugsa um að skella mér bara í háttinn en svo lét ég slag standa og hypjaði mig heim til systur minnar sem var að gera sig klára fyrir jólaball á nasa. makinn hafði farið með vinum sínum að bjórast og svo komu þeir með okkur á jólaballið. þegar ég kom þangað var hjaltalín að spila og síðasta lagið sem þau spiluðu var þú komst við hjartað í mér. það er flott lag og ég söng með hástöfum. þetta lag lætur mér líða vel.
svo spilaði retro stefson sem var líka gaman og að lokum fórum við á svið. ég vígði hristuna sem ég fékk í jólagjöf og spilaði á hana af lífi og sál. svo mikið spilaði ég að ég er núna aum í lúkunni og verð ábyggilega marin og blá á morgun. en það var gaman. svo gaman að ég fór beint í sturtu þegar ég kom heim rétt áðan.
og ég drakk vatn. mikið af því.
en núna er ýmislegt að velkjast um í höfðinu á mér. hugsanir sem laumuðu sér þangað vegna hluta sem ég heyrði í kvöld. sumt var sagt við mig. sumt ekki beint. og nú langar mig að fá fleiri sjónarhorn, skoðanir og hugmyndir svo að ég upplifi mig ekki svona mikinn palla einn í heiminum.
ég þarf að vita hvernig það er að vera par fyrir aðra. hvað felst í því og hvað á að felast í því. eru til pör sem eftir tíu til tuttugu ár og börn eru eins og í upphafi? hvað þarf að vera til staðar svo að fólk sé par? vinátta? traust? ástríða? kynferðisleg aðlöðun? skoðanaskipti? samvinna? virðing? stolt? hrifning?
hvað af þessu er absolútt nauðsynlegt og hvað má missa sín? hvað er eðlilegt að breytist með tímanum? gæti verið að hið fullkomna samband sé rétt handan við hornið þar sem allt þetta verður alltaf til staðar eða þróast þau öll í sömu átt með tímanum og hversdagslífinu? hvenær veit maður að eitthvað sé þess virði að berjast fyrir því og vinna í því eða hvenær er mál að sleppa, því allt gæti verið svo miklu betra alltaf en það er núna? hvenær veit maður að eitthvað sé í alvörunni að?
og nei, ég er ekki drukkin. bara full af vangaveltum....
en nú ætla ég að reyna að sofna. vinsamlegast tjáið ykkur kæra fólk. hjálp.

Engin ummæli: