mánudagur, desember 15, 2008

sagðirðu blogga? nú jæja þá....
ætli það hafi ekki verið almennt þjóðfélagsástand sem hefur dregið úr mér andagiftarlíftóruna undanfarið. mætti segja mér það.
en hvað hefur annars á daga mína drifið undanfarið spyrð þú þig væntanlega núna.
jú jú, það hefur ýmislegt gengið á. eyrað var bitið af mér á fylleríi um daginn, ég greindist með holdsveiki fyrir tveimur vikum síðan, húsið var tekið af okkur á nauðungaruppboði vegna vanskila og dekkjunum var stolið undan bílnum. núnú, svo missti ég heyrnina á hægra eftir sprenginguna sem varð þegar þvottavélin mín sprakk í tætlur en hún þoldi víst ekki kuldann úti. ég var sko að þvo þvott úti eftir að húsið var tekið á uppboðinu. stakk vélinni bara í samband við ljósastaur.
börnin mín eru farin að heiman, enda ekkert heimili til staðar, og síðast frétti ég af þeim í hjálpræðishernum. makinn flutti í eitt af rónabælum bæjarins en þar var rafmagnslaust og ég fer ekki fet án sléttujárnsins míns þannig að ég hef ákveðið að búa frekar hjá ljósastaurnum mínum. hann virkaði reyndar ekki í nokkra daga eftir þvottavélasprenginguna en núna er hann orðinn fínn og ég þar af leiðandi með slétt og fínt hár.
annars er svosem fátt að frétta. jól og svona bara.

Engin ummæli: