þriðjudagur, desember 23, 2008

jæja, þá er slatti liðinn af þessum degi. seisei.
við mæðgur erum búnar að taka ikea og bónus í nefið og nú á ég rúmlega nógu marga diska fyrir alla sem koma til okkar á morgun. ég á líka rúmlega nógan mat. og ég notaði tækifærið og afsökunina og keypti mér nammi. fullt.
til að þreyta síðburðinn skrapp ég með henni í sund. svo eignaðist hún fullt af nýjum vinum og ég hitti fullt af skemmtilegu fólki og allt í einu var klukkan orðin þremur klukkutímum meira en hún var þegar ég kom oní. ég hef aldrei verið svona lengi í sundi í einu. gott ef ég hef ekki þyngst um 4 kíló frá því að ég klæddi mig úr þangað til ég klæddi mig í aftur, bara af vatni.
núna vill frumburðurinn athygli og ég ætla að rölta með honum niður í bæ. barninu sem aldrei þagnar líka til að þreyta hana enn meira. henni og vinkonu hennar sundlauginni tókst aldeilis að þreyta mig. en makinn á einkarétt á þreytu núna eftir langan og strangan vinnudag svo að ég er við það að reima á mig skóna, hneppa upp kápunni og fara út að labba - á átópælot. ég er búin að skella límbandi á mig til að halda augnalokunum uppi og svo tróð ég herðatrjám upp buxnaskálmarnar til að halda fótleggjunum uppréttum. ætli það sé ekki best að skella kústskafti upp eftir bakinu svo að ég líti ekki út fyrir að vera lömuð fyrir ofan mitti vegna þreytu.
og svo eru að koma jól. ég mun amk sofa vel í nótt í hreinu rúmi.
en það var gaman í sundi. gaman í sundi. gott í sundi.
sjáumst kannski á morgun. annars óska ég þér gleðilegra og góðra jóla.

Engin ummæli: