fimmtudagur, júlí 22, 2004

alveg kemur það mér í hin bestu sköp þegar ég kemst að því að einhver hefur gaman af röflinu í mér. slíkt kitlar alltaf egóið og veitir gleði.

fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég ekki alveg búin að gera upp á milli símanúmerana fimm fimm tveir fjórir sex átta núll og fimm fimm tveir þrír fjórir fimm tveir. en það voru þau sem mér sýndist hljóta flest atkvæði í skoðanakönnunni minni hér áður. ég sef á því þangað til við verðum búin að tosa símatenginguna á sinn stað og einhver í síma 800-7000 aulast til að svara símanum.
annars er ég með nokkrar pælingar í höfðinu sem mig langar til að skrásetja hér á hin stafrænu spjöld sögunnar. önnur þeirra er eftirfarandi:

ég er strætó.
ég er tólfan og hundraðogtólfan, nema leiðakerfinu hafi verið breytt eitthvað mikið undanfarin ár.  fyrir þá sem ekki kannast við sögu mína þá er ég alin upp í breiðholtinu, nánar tiltekið alveg efst í hólahverfi þar sem tólfan og hundraðogtólfan snúa við og leggja aftur af stað niður í bæ.
yðar einlæg er með áttavilltari einstaklingum sem fyrirfinnast og ég hef aldrei átt auðvelt með að finna út svona stutta ketti (shortkötts) eða átta mig almennt á áttum.
ég á eina bestu vinkonu og því miður er hún líka strætó.
eitt sinn fyrir einum 12 árum síðan, þegar við vorum tiltölulega nýkomnar með bílpróf áttum við eitthvað erindi í laugardalinn. ég man reyndar ekki hvor okkar var að keyra, en við lögðum galvaskar af stað og keyrðum eins og leið hundraðogtólfunnar lá (enda kunnum við fátt annað en strætóleiðir um bæinn).  ég hafði óljósa hugmynd um að þegar við yrðum komnar vel í átt að hlemmi/lækjartorgi myndum við sjálfkrafa sjá laugardalshöllina blasa við á hægri hönd og þá yrði eftirleikurinn kökusneið. 
þarna rúntuðum við svo miklubrautina fram og tilbaka alveg niður að sjó og aftur hálfa leið upp í árbæ en hvergi sást í hvítu kúluna. ég var alvarlega farin að halda að laugardalshöllin hefði verið færð eða að eitthvað alvarlegra hefði komið fyrir.
það var örlitlu seinna sem okkur datt í hug að ,,skipta um vagn" og skella okkur á grensásveginn. þar breyttumst við í tólfuna og vissum að hún beygði til vinstri niður suðurlandsbrautina. þá fóru málin að skýrast. við höfðum verið vitlaus strætó! 
síðan þá munum við báðar að vera tólfan þegar við þurfum að finna laugardalinn.
reyndar búum við nær því svæði í dag og ég hugsa að ég sé eiginlega frekar fimman þegar ég á leið þarna uppeftir, en ég er sko alls ekkert að rugla mig á flóknum hliðargötum og rugli.
okkur vinkonunum tókst líka einu sinni að týna heiðmörk, en það er önnur saga og lengri...


til ingó:
vettlingur = blautur breti
túristi = aðeins meira en femínisti

 

Engin ummæli: