góðan og blessaðan föstudaginn. eitthvað lítur blogger.com öðruvísi út í dag en venjulega, en við skulum bara vona að það trufli engann og að allt komist til skila.
nema hvað. færsla dagsins er tileinkuð honum einari. hann kallar sig stundum einar, stundum einar j, ingó kallar hann einar umferðar og á bloggsíðu sinni er hann þekktur sem uppglenningur. þessi ungi maður á færslu dagsins vegna þess að hann giskaði rétt á þá kvikmynd sem ég lék í (sem fæstra minninga), og við sömdum um að verðlaun fyrir rétt svar yrðu í formi tileinkunar. reyndar kom ég sjálfri mér í þessa stöðu að vissu leyti því hann var alveg að gefast upp og ég gaf þetta líka rosalega ítarlega hint sem kom honum yfir endalínuna.
hafi einhver áhuga á að finna nafnið á myndinni skal því fólki bent á að skreppa í ratleik hér á síðunni.
þar sem ég er komin út úr skápnum með þessa bíómynd væri sosum ekkert úr vegi að fjalla aðeins um þá lífsreynslu.
ég var semsagt uþb 17 ára að pranga áfengi á glaumbar (lögin voru ekki eins ströng í gamladaga), þegar ég tók eftir því að tveir menn sem mér þóttu ansi fullorðnir miðað við sjálfa mig, voru eitthvað að fylgjast með mér. annar þeirra var dökkhærður og hinn var alltaf með höndina inni í jakkanum sínum. síðar komst ég að því að þessi dökkhærði hét jón sæmundur og þessi með höndina var kallaður jonni og hafði víst eitthvað verið viðriðinn kvikmyndagerð í bænum.
nema hvað, eitt gott veðurkvöld þar sem ég gekk á milli borða og bauð vín til sölu, kom þessi með höndina að máli við mig og spurði mig hreint út hvort ég hefði áhuga á því að leika í bíómynd. ég var 17 ára eins og áður sagði og á þeim aldri virkar heimurinn allt öðruvísi. og ég sagði já já (enda datt mér ekki annað í hug en að ég ætti eftir að sjá algerlega í gegn).
svo var mér sagt að mæta þarna og þarna, ég fékk handrit í hendurnar og gott ef karakterinn sem ég átti að lesa hét ekki kata. svo var ég sminkuð og fékk föt í hendurnar og uppstríluð hlýddi ég einfaldlega fyrirskipunum um það sem ég átti að gera á hverjum stað á hverjum tíma. ég hafði gersamlega enga tilfinningu fyrir neinu samhengi í neinu og hreyfði bara líkamann og andlitið eftir því sem leikstjórinn skipaði. nokkuð viss þó um að það myndi svo bara líta ansi vel út í bíó. mér fannst þetta allt í allt vera svakalega spennandi upplifun þó svo að ég hafi verið umkringd af prímadonnum sem voru of uppteknar af eigin tilveru til að taka eftir lummum eins og mér.
í þetta batterí fóru ófá kvöld, hálfar nætur og heilir dagar. ef ég man rétt birtist ég allt í allt í uþb 45 sekúntur í myndinni og segi um 30 orð.
á frumsýningardaginn fór ég í háskólabíó til að sjá sjálfa mig. mikið er sérkennilegt að sjá sjálfa sig á svona stóru tjaldi með svona mörgu fólki. og mikið fæ ég ennþá stóran kjánahroll þegar ég sé hulstrið úti á vídeóleigu. ég þyrfti kannski að fara að sjá hana aftur til að vinna mig útúr afneituninni. þetta hérna er þó fyrsta skrefið.
ég er þó ekki frá því að ef ég fengi annan séns yrði ég sennilega hin fínasta leikkona. anyone?!..
ps. gerðu svo vel einar minn og til hamingju með daginn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli