nú er ég í fríi. það er sko ekkert frí að vera í fríi. það þarf víst að gefa þessum krökkum að eta oftar ein einu sinni á dag, svo þarf víst að skipta bleyjunum á þeirri litlu oftar en mig minnti og í ofanálag þarf að sjá til þess að liðið deyi ekki úr leiðindum.
ef ekki væri fyrir veðrið liggur við að ég væri farin að hlakka til haustsins þegar blessuð rútínan leggst yfir. ég er að átta mig á því að ég er óttalegur rútínubolti. vil geta lesið tölvupóstinn minn að staðaldri, lesið blogg, borðað hádegismat klukkan eitthvað ákveðið og allt eitthvað svona skipulagt. ætli þetta séu ekki eftirköstin af því að hafa verið lengi í skóla þar sem stundaskráin sér um þetta allt fyrir mann. sjálfstæð tímaskipulagning óþörf. eins gott að ég er aftur að komast í skóla. spurning þó hvort að kennarar fái að lifa eftir stundaskránni líka...
en ég er semsagt núna ekki með internet heima og er í mínus. ég er sko með nettengingu en enga tölvu sem virkar. bara eina gamla druslu sem sagði bara bíp bíp í gærkvöldi þegar ég stakk henni í samband. eins gott að hún sprakk ekki hreinlega í andlitið á mér helvísk.
og ég var með fráhvarfseinkenni allan gærdaginn. lét mig meira að segja hafa það að hlaupa heim til mor og far í þeim tilgangi að sjá póstinn og svona..... og hér er ég... algjör fíkill og lúði.
en mikið líður mér samt betur....aaaaahhhhh.... ég er búin að blogga.
þá er best að taka nálina úr handleggnum, losa um teygjuna og slaaaaka.....
svo á eftir fer ég að hafa áhyggjur af því hvernig ég get reddað mér skammtinum á morgun.
(svo hef ég líka þessa fínu afsökun fyrir þá sem finnst ég skrýtin að ég VERÐ að geta skoðað fasteignavefinn því nú er ég að leita mér að íbúð)
sjáumst vonandi á morgun. ef ekki þá megið þið hugsa til mín sveittrar, fölrar, pirraðrar, dapurlegrar með stóra bauga undir augunum, slímkennt munnvatn og léttan skjálfta.
spurning um að kæra bill gates.... hmmm??!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli