fimmtudagur, júlí 08, 2004

vinkona mín og samstarfskona á systur. þær eiga reyndar allar systur stúlkurnar sem vinna hérna, en það er allt önnur og óskyld ella.
nema hvað. þessi sem ég á við á semsagt systur. systirin þessi er 27 ára gömul yngismær búsett á höfuðborgarsvæðinu. hún er eitthvað farin að verða stressuð á því að kynnast engum efnilegum mönnum á sínum aldri og systirin eldri, sú sem vinnur með mér, hefur tekið að sér að stinga höfðum okkar hinna kvennanna í bleyti. þá datt mér í hug að teygja út arm boðorðsins og tékka á hræðunum mínum hjá hryssunni.
(úff, gaslykt frá tannsmiðunum.... ætla að skjótast og loka dyrunum...augnablik)

...já hvað var ég að segja.. jú, semsagt, hér með langar mig að heyra hvort einhvert ykkar kannast við unga menn á aldrinum 27-33 ára sem langar að vita meira um systur samstarfskonu stúlkunnar sem skrifaði bloggið. ég veit ekkert um hana sjálf. eða hvað... ég veit að hún hefur gaman af ferðalögum, lestri góðra bóka, kvikmyndum. vahú, ég er farin að hljóma eins og kynnir í fegurðarsamkeppni. en ætli það gerist ekki alltaf þegar fólk fer að telja upp áhugamálin sín. þau hljóma hálf kjánalega svona sem upptalning. tökum sem dæmi mig sjálfa. mín helstu áhugamál eru ferðalög, lestur góðra eða arfa-slæmra bóka, blogglestur og bloggskrif, garðaumhirða af og til, kvikmyndir og almennt nöldur (kannski gerði ég í því núna að vera ekki klisjukennd, svona til að hljóma aðeins meira spennandi en ég er...en well, what to do).
nema hvað. ég var að tala um þessa ungu stúlku. hún hefur víst ferðast töluvert. já. og svo man ég ekki meira.
ég get amk sagt að maki þessarar stúlku mun eignast mjög góða mágkonu, barnvæna og kvikmyndafróða.
áhugasamir vinsamlegast leggið inn skilaboð eftir að tónninn heyrist.....
bíp.

Engin ummæli: