laugardagur, júlí 24, 2004

nú fór ekki betur en svo að færslan mín sem leiddi af sér þessar fínustu umræður um klambratúnið og önnur falleg nöfn sem við nostalgíufroskarnir höldum á lofti í hjörtum okkar er horfin. en umræðurnar voru samt skemmtilegar. ég skal reyna að lofa því að láta ekki fleira hverfa í framtíðinni.
nema hvað, nú er ég komin í frí. vúha! ég veit reyndar ekkert hvað ég á að gera við það, enda er makinn að hefja störf strax á mánudaginn (talking about timing!) og ég verð sennilega eitthvað að ræflast með barn í kerru og annað einhverstaðar úti að hjóla í rúma viku. sosum gerir maður leiðinlegri hluti... en það er nú samt hægt að fá leið á laugaveginum.

nú er eitthvað svo margt í gangi. bleikklæddu sólbrenndu mennirnir fengu sínu fram og núna er ég að fara að skipta um starf, skipta um hús, makinn að skipta um vinnustað, síðburðurinn að skipta um dagvistun, það þarf að skipta á henni oft á dag og muna að skipta reglulega um föt.
ef ég er strætó þegar ég fer út að keyra þá er ég stödd á einhverskonar gífulegum skiptimiðastað í lífinu einmitt núna. spurning um að koma sér í eitthvað skiptinemaprógramm.... eða kannski ekki. er sosum búin að því tvisvar. geri aðrir betur.

svo áður en ég dríf mig upp í rúm (sem þarfnast fljótlega skiptingar á rúmfötum) langar mig að segja ykkur frá því að ég er í agötu kristí rassíu þessa dagana. nú hef ég tekið einar 11 bækur á bókasafninu og kláraði loksins að lesa þær sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina og svei mér þá ef kerlingin er ekki hreinn og klár snillingur. tilgangurinn með þessari rassíu minni er sá að komast að því hversu margar bækur ég þarf að lesa til þess að geta loksins áttað mig á því fyrirfram hver morðinginn er. mér tókst það reyndar einu sinni en það var bara í einni lítilli smásögu svo að það telst eiginlega bara sem hálft stig. svo gæti nottlega verið að ég hafi lesið hana einhverntíman áður og þess vegna munað í undirmeðvitundinni að konan sem kom heim með manninum af ströndini hafi hreinlega ekki verið sú sama og hún þóttist vera, heldur var hún að þykjast vera konan sem drukknaði, til þess að koma sökinni af eiginmanninum.
mér er hreinlega farið að þykja vænt um þessar ofboðslega bresku týpur sem eru alltaf á sveimi í þessum bókum. og málfarið er ekkert annað en hreinræktuð konungleg bresk snilld síns tíma.
samt fúlt að geta ekki áttað sig á plottinu. vonandi segir það þó meira um snilld agötu en hitt...sem ég vil ekki einu sinni hugsa.... arg...
but for now I bid you farewell my distinguished guests as I retire myself from this gathering and turn to my chambers.
may all of you enjoy your festivities this weekend and be in the best of health among your loved ones.

Engin ummæli: