miðvikudagur, júlí 21, 2004

í dag samdi ég skilagreinalagið. það er nánar tiltekið texti við lagið óli skans en hann fjallar um þau plögg sem liggja fyrir framan mig á skrifborðinu einmitt núna. það væri ekki úr vegi fyrir aðra gleðipinna að taka nú undir og syngja hástöfum með:

fjarðabyggð, varmaland, bessastaðahreppur,
akranes, húsavík, reykhólar og kleppur.
grinda- grinda- grindavík,
siglufjörður, grafningshreppur, tálknafjarðarbrík.

við þetta má dansa polka.

í dag vaknaði ég svolítið eins og sverrir stormsker. ég veit reyndar ekkert hvernig hann vaknar, en ég á við að mér líður svolítið stormskerslega. með því á ég við að ég er illa haldin af óskaplega undarlegum bjánahúmor sem ég er ansi hrædd um að muni ekki skapa mér vinsældir á vinnustað ef ég tjái mig of mikið um málið.

já og við leiðina (by the way) vil ég geta þess að beggi dot com leiðrétti mig í gær með það að placido domingo væri tenór. annað hvort tek ég til baka að mér finnist tenórar leiðinlegir eða ég tek til baka að mér finnist sunnudagur vera sætur. (domingo = sunnudagur) (úff, ekki byrjar aulahúmorinn vel)...

 

Engin ummæli: