föstudagur, júlí 02, 2004

eftir góðar viðtökur pistilsins frá í gær hef ég ákveðið að standa við ákvörðun mína. hananú.
nema hvað, fyrir utan það alltsaman þá er bara allt gott að frétta. ég er búin að útbúa forsendur nýrrar reiknivélar, þ.e.a.s. lista yfir þær forsendur sem þurfa að vera til staðar þegar tryggingastærðfræðingurinn tekur við, nýtt eyðublað sem var sameining tveggja eldri eyðublaða, úrdrátt úr samþykktum, ítarefni og góðan og fínan bunka af skilagreinum. næsta mál á dagskrá verður að skrá þær í réttindakerfið. hljómar líf mitt spennandi? mikið er ég hræddum að svo sé ekki.
ég fékk að vita í gær að gaurinn sem sjúkdómsgreindi bílinn minn hafi að öllum líkindum verið óttalegur kjáni. það er ekkert að kúplingunni. þetta er kertavandamál og kannski vantar smá vökva á kúplinguna.(eða í hana?). nema hvað, þar með hef ég sparað mér tugi þúsunda sem ég átti ekki til og er það mér mikið gleðiefni.
hér flæða spennandi málefni dagsins yfir allt og út úr hverju skúmaskoti. inni í eldhúsi lekur vatn úr krana (hér í vinnunni sko), en það er til þess að vatnið nái að kólna því þetta er óskaplega volgt lengi vel. svo set ég kalt vatnið í tvær 2ja lítra flöskur og geymi í ísskápnum, þaðan sem ég tek það svo aftur af og til í þeim tilgangi að fylla á glasið mitt sem ég hef hér fyrir framan mig, á milli mín og tölvuskjásins, án þess þó að það sé fyrir mér. hérna á ganginum fyrir aftan mig er vatnsdúnkur. svona kæli/hitaapparat með krönum og stórum vatnshlunki á hvolfi. það er vatn frá hafnarfirði. það eru ekki fordómar út í hafnfirðinga þegar ég segi það sem mér þykir, en mér finnst einfaldlega gamla góða gvendarbrunnar hreinlega betra. það er eitthvað bölvað járnbragð af hinu.
en jæja... þetta var semsagt gúrka dagsins.
góða helgi.

Engin ummæli: