það gerðist eitthvað þessa daga sem ég var blaðakona á dé vaff. eitthvað slökknaði í mér og ég get varla fengið mig til þess að skrifa. hvað þá að ég viti hvað skal skrifa um. eigum við ekki bara að segja þetta gott í bili? í boði mannsins með hattinn.
kannski kemst ég í stuð aftur þegar ég byrja að kenna... kannski finn ég essið mitt og fer í það. kannski byrja spennandi hlutir að gerast og aðrir síður spennandi sem gaman er þó að skrifa um. kannski.
en þangað til ætla ég ekkert að vera að eyða tíma ykkar... þínum.
föstudagur, desember 28, 2007
þriðjudagur, desember 25, 2007
jasso. eftir mikla barninga málninga snúninga og bygginga erum við flutt. nú búum við opinberlega við skólavörðustíginn. þá fallegu götu. dagana fyrir jólin sungu kórar reglulega jólalög fyrir neðan gluggann okkar og þar var líka fólk að gefa kakó og mandarínur svo að við höfum ákveðið að halda okkur bara þarna. ég efast um að finnist jólalegri staður á landinu. fyrir utan að við getum horft inní jólabúðina allt árið.
en nú er semsagt næstum allt komið. vantar bara sturtu og efri hluta eldhúsinnréttingar og gardínur og höldur á skápa og vegg fyrir klósettið og vask á baðið og að setja innréttinguna á sinn stað þar og setja saman hjónarúmið og setja saman síðasta fataskápinn og kaupa mublu undir útiföt og mottu fyrir innganginn og ná í sófann. en það er ekki neitt miðað við allt sem við erum búin að gera nú þegar.
jólin eru búin að vera kósí. ég át á mig gat í gær og aftur í kaffi hjá ömmu áðan og sé framá að gera slíkt hið sama enn eina ferðina í hangiketi í sumarbústaðnum hjá lillý frænku á morgun. árlegur viðburður og ómissandi hefð.
svo ætla ég líka að eta góðan slatta á gamlárs en eftir það mun ég reyna að komast aftur á rétt ról.
ég er að bíða eftir sjónvarpskallinum sem ætlar að hleypa okkur í sjónvarpsgláp (reyndar hefur verið ósköp kósí að hafa ekki sjónvarp yfir jólin) og internet og símakallinum sem ætlar að leysa úr bölvuðu flækjunni sem leigjendurnir hérna á undan skildu eftir sig. þá loksins fæ ég net og kemst í alminnilegt samband við umheiminn.
en þangað til ætla ég að borða.
gleðileg jól.
en nú er semsagt næstum allt komið. vantar bara sturtu og efri hluta eldhúsinnréttingar og gardínur og höldur á skápa og vegg fyrir klósettið og vask á baðið og að setja innréttinguna á sinn stað þar og setja saman hjónarúmið og setja saman síðasta fataskápinn og kaupa mublu undir útiföt og mottu fyrir innganginn og ná í sófann. en það er ekki neitt miðað við allt sem við erum búin að gera nú þegar.
jólin eru búin að vera kósí. ég át á mig gat í gær og aftur í kaffi hjá ömmu áðan og sé framá að gera slíkt hið sama enn eina ferðina í hangiketi í sumarbústaðnum hjá lillý frænku á morgun. árlegur viðburður og ómissandi hefð.
svo ætla ég líka að eta góðan slatta á gamlárs en eftir það mun ég reyna að komast aftur á rétt ról.
ég er að bíða eftir sjónvarpskallinum sem ætlar að hleypa okkur í sjónvarpsgláp (reyndar hefur verið ósköp kósí að hafa ekki sjónvarp yfir jólin) og internet og símakallinum sem ætlar að leysa úr bölvuðu flækjunni sem leigjendurnir hérna á undan skildu eftir sig. þá loksins fæ ég net og kemst í alminnilegt samband við umheiminn.
en þangað til ætla ég að borða.
gleðileg jól.
miðvikudagur, desember 12, 2007
hana. þá er sex daga ferli mínum sem blaðakona lokið. ég fékk smá innsýn í veröld sem er nokkuð ólík því sem ég hafði gert mér í hugarlund, en samt lógísk ef ég hugsa málið nánar. það er allavega ekki það sama að skrifa fréttir og það sem ég hélt að væri að skrifa fréttir.
en ég ákvað semsagt eftir mikil heilabrot og vangaveltur að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og valdi starfið sem býður hentugri vinnutíma, minna álag og fleiri frí. svo losna ég líka við litla kalla með hatta sem yfirmenn.
ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þó svo að það sé ákveðið egókikk í því að birta texta undir nafni á opinberum vettvangi finnst mér skemmtilegra að kynnast fólki, vinna með því og eiga samskipti önnur en þau að reyna að kreista upplýsingar útúr fólki sem vill ekkert endilega tjá sig um ófarir sínar.
nema hvað. þetta var semsagt ákvörðun dagsins og ein af ákvörðunum lífsins.
í tilefni af henni ætla ég að eyða dögunum fram að jólum við að gera fínt í nýju íbúðinni og drífa mig svo hið fyrsta í að tengja internetið þangað svo að ég geti haldið áfram að skrifa. en þá ætla ég líka bara að skrifa það sem ég vil. gleðifréttir.
sem minnir mig á það. helsta fréttin í gær, að mínu mati, er sú að sem betur fer var ekkert að gerast á lögreglustöðvum landsins. Ég fékk bara ekki að birta það.
Heimurinn er ekkert eins slæmur og hann hljómar þegar allt það sem birtist er um erfiðleika og ósætti.
en ég ákvað semsagt eftir mikil heilabrot og vangaveltur að setja fjölskylduna í fyrsta sætið og valdi starfið sem býður hentugri vinnutíma, minna álag og fleiri frí. svo losna ég líka við litla kalla með hatta sem yfirmenn.
ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þó svo að það sé ákveðið egókikk í því að birta texta undir nafni á opinberum vettvangi finnst mér skemmtilegra að kynnast fólki, vinna með því og eiga samskipti önnur en þau að reyna að kreista upplýsingar útúr fólki sem vill ekkert endilega tjá sig um ófarir sínar.
nema hvað. þetta var semsagt ákvörðun dagsins og ein af ákvörðunum lífsins.
í tilefni af henni ætla ég að eyða dögunum fram að jólum við að gera fínt í nýju íbúðinni og drífa mig svo hið fyrsta í að tengja internetið þangað svo að ég geti haldið áfram að skrifa. en þá ætla ég líka bara að skrifa það sem ég vil. gleðifréttir.
sem minnir mig á það. helsta fréttin í gær, að mínu mati, er sú að sem betur fer var ekkert að gerast á lögreglustöðvum landsins. Ég fékk bara ekki að birta það.
Heimurinn er ekkert eins slæmur og hann hljómar þegar allt það sem birtist er um erfiðleika og ósætti.
þriðjudagur, desember 11, 2007
sunnudagur, desember 09, 2007
það er svooo mikið að gera við að laga nýju íbúðina og fylgjast með fréttunum að ég var næstum því búin að gleyma síðunni minni blessaðri. hún á bráðum fjögurra ára afmæli. mikið líður tíminn hratt og það er eiginlega svolítið fyndið að lesa afturábak og skoða hvað margt hefur gengið á. ég hef búið víðsvegar og unnið hingað og þangað og þetta fer greinilega upp og niður. aðallega upp samt sem betur fer.
núna líður mér eiginlega frekar út og suður.... þetta ætti þó allt að skýrast eftir áramótin.
núna líður mér eiginlega frekar út og suður.... þetta ætti þó allt að skýrast eftir áramótin.
miðvikudagur, desember 05, 2007
mánudagur, desember 03, 2007
hananú. þá er skólinn bara búinn. einn tveir og bingó. ég tók nú lokasprettinn ekki með neinu trompi. eyddi sunnudeginum, semsagt gærdeginum, uppí skóla við lestur og spjall um lesefnið en á heimleiðinni fann ég hvernig að ég varð klessukenndari með hverju skrefinu. þegar ég loksins kom heim fékk ég kulda og hita og verk í augun og hausinn og verstan í hálsinn. og svo las ég bara ekki meir.
í morgun krumpaðist ég í gegnum prófið, sem var sem betur fer sanngjarnt mjög og fór svo bara heim þar sem ég skreið uppí sófa og sofnaði. ég sem ætlaði svo mikið að halda uppá að vera búin... en nú þarf ég á öllum mínum kröftum að halda þar sem nýja vinnan bíður mín í fyrramálið og ekki smart að byrja ferilinn á því að hringja sig inn veika. ónei. ekki minn stíll.
til þess að fagna því að ég get hætt að lesa um heimspekinga og uppeldisfræðinga er ég að hugsa um að verða mér úti um síðustu harry potter bókina. þessa sem systir mín á. djöfull ætla ég að lesa hana í klessu... þegar ég verð orðin hress.
í morgun krumpaðist ég í gegnum prófið, sem var sem betur fer sanngjarnt mjög og fór svo bara heim þar sem ég skreið uppí sófa og sofnaði. ég sem ætlaði svo mikið að halda uppá að vera búin... en nú þarf ég á öllum mínum kröftum að halda þar sem nýja vinnan bíður mín í fyrramálið og ekki smart að byrja ferilinn á því að hringja sig inn veika. ónei. ekki minn stíll.
til þess að fagna því að ég get hætt að lesa um heimspekinga og uppeldisfræðinga er ég að hugsa um að verða mér úti um síðustu harry potter bókina. þessa sem systir mín á. djöfull ætla ég að lesa hana í klessu... þegar ég verð orðin hress.
laugardagur, desember 01, 2007
fimmtudagur, nóvember 29, 2007
ég fór í atvinnuviðtal í dag. það var nokkuð spennandi verð ég að segja, en sökum lúðagangs og vantrausts á eigin getu þykist ég ekkert sérstaklega viss um að fá starfið. en það kemur bara í ljós á næstunni. spennandi samt.
mig langar samt alveg aftur í gömlu vinnuna mína. er ekki alveg komin yfir fráhvarfseinkennin og söknuðinn.
en fyrir utan það er allt spennandi. bráðum fáum við afhenta íbúðina okkar á skólavörðustíg sem er næstum því með útsýni yfir kirkju hallgríms. það er á spennandilistanum aldeilis. makinn á afmæli á morgun, líka spennandi. algjör atvinnuóvissa, spennandi nokk. jól og áramót, alltaf spennandi. próf á mánudaginn og þar með lok fjarnámsins, svaka spennandi.
allt að gerast. spennandilistinn langur.
ég er líka að hugsa um að hefja byltingu. það þarf alveg að taka til í samfélaginu og heiminum almennt. og þar sem enginn virðist hafa tök á að breyta hlutunum til betri vegar er ég að hugsa um að taka það bara að mér sjálf. það gerist aldrei neitt nema kona geri það sjálf. fyrst þarf ég bara að skipuleggja hvar ég ætla að byrja. svo þarf ég að gera plan yfir aðferðir sem þarf til að gera það sem þarf að gera. eftir það fara hlutirnir að breytast og batna.
ég er að hugsa um að byrja á því að þjálfa samlanda mína í að láta ekki vaða yfir okkur og vera samtaka í að mótmæla og kvarta og bojkötta. svo þegar þeim hluta lýkur lækka verðin sjálfkrafa, laugavegurinn verður ekki rifinn og gerður að verslanamiðstöð og heilbrigðiskerfið verður ekki einkavætt. svo verður líka hætt að virkja og umönnunar- og uppeldisstarfsfólk verður svaka vel launað.
einhver með í uppreisnarherinn? áhugasamir skrái sig í athugasemdakerfið og byltingarnefndin mun hafa samband eftir próf.
sem minnir mig á það.... margt spennandi að skoða á www.freedocumentaries.org
mig langar samt alveg aftur í gömlu vinnuna mína. er ekki alveg komin yfir fráhvarfseinkennin og söknuðinn.
en fyrir utan það er allt spennandi. bráðum fáum við afhenta íbúðina okkar á skólavörðustíg sem er næstum því með útsýni yfir kirkju hallgríms. það er á spennandilistanum aldeilis. makinn á afmæli á morgun, líka spennandi. algjör atvinnuóvissa, spennandi nokk. jól og áramót, alltaf spennandi. próf á mánudaginn og þar með lok fjarnámsins, svaka spennandi.
allt að gerast. spennandilistinn langur.
ég er líka að hugsa um að hefja byltingu. það þarf alveg að taka til í samfélaginu og heiminum almennt. og þar sem enginn virðist hafa tök á að breyta hlutunum til betri vegar er ég að hugsa um að taka það bara að mér sjálf. það gerist aldrei neitt nema kona geri það sjálf. fyrst þarf ég bara að skipuleggja hvar ég ætla að byrja. svo þarf ég að gera plan yfir aðferðir sem þarf til að gera það sem þarf að gera. eftir það fara hlutirnir að breytast og batna.
ég er að hugsa um að byrja á því að þjálfa samlanda mína í að láta ekki vaða yfir okkur og vera samtaka í að mótmæla og kvarta og bojkötta. svo þegar þeim hluta lýkur lækka verðin sjálfkrafa, laugavegurinn verður ekki rifinn og gerður að verslanamiðstöð og heilbrigðiskerfið verður ekki einkavætt. svo verður líka hætt að virkja og umönnunar- og uppeldisstarfsfólk verður svaka vel launað.
einhver með í uppreisnarherinn? áhugasamir skrái sig í athugasemdakerfið og byltingarnefndin mun hafa samband eftir próf.
sem minnir mig á það.... margt spennandi að skoða á www.freedocumentaries.org
mánudagur, nóvember 26, 2007
og nú er það próflestur.
ég skil reyndar ekki hvað það er við próflestur, en alveg síðan ég man eftir mér við slíka iðju hefur sami kvillinn hrjáð mig. ég verð syfjuð. því meira sem ég einbeiti mér við lesturinn, því syfjaðri verð ég og oftar en ekki ranka ég svo við mér með kramda kinn á útslefaðri bók.
bókasöfn eru verstu staðirnir fyrir próflestur þar sem í þögninni leggst syfjan enn kröftuglegar yfir mig en ella. en ef efnið er óspennandi sef ég hreinlega hvar sem er.
núna er ég að reyna að lesa fyrir próf um sögu menntunar. mér tekst ómögulega að komast í gegnum fyrsta kaflann, hvað þá alla hina, og ég er á mörkunum að örvænta. ég keypti helling af kóki (kaffi er vont), til að reyna að vinna gegn syfjunni, en allt kemur fyrir ekkert.
þegar ég les hinsvegar annarskonar efni, eða jafnvel þetta sama efni, án þess að tilgangur lestursins sé próf, get ég vakað og vakað og vakað og vakað sleflaust.
ég skil reyndar ekki hvað það er við próflestur, en alveg síðan ég man eftir mér við slíka iðju hefur sami kvillinn hrjáð mig. ég verð syfjuð. því meira sem ég einbeiti mér við lesturinn, því syfjaðri verð ég og oftar en ekki ranka ég svo við mér með kramda kinn á útslefaðri bók.
bókasöfn eru verstu staðirnir fyrir próflestur þar sem í þögninni leggst syfjan enn kröftuglegar yfir mig en ella. en ef efnið er óspennandi sef ég hreinlega hvar sem er.
núna er ég að reyna að lesa fyrir próf um sögu menntunar. mér tekst ómögulega að komast í gegnum fyrsta kaflann, hvað þá alla hina, og ég er á mörkunum að örvænta. ég keypti helling af kóki (kaffi er vont), til að reyna að vinna gegn syfjunni, en allt kemur fyrir ekkert.
þegar ég les hinsvegar annarskonar efni, eða jafnvel þetta sama efni, án þess að tilgangur lestursins sé próf, get ég vakað og vakað og vakað og vakað sleflaust.
fimmtudagur, nóvember 22, 2007
í heiladoða mínum eftir heilan dag við ferilmöppugerð og ritgerðarskrif fór ég á klósettið. sem er svosem ekki í frásögur færandi.
nema hvað... þar sem ég sat þarna með dofið augnaráð, hárið úfið og buxurnar á hælunum datt mér í hug glænýtt orð. ég vona svo sannarlega að það nái fótfestu í orðaforða íslendinga og komist að í orðabókum, enda fallegt orð.
það gerðist þannig að ég byrjaði að undirbúa mig undir skeiningu og greip í endann á neðsta blaði klósettrúllunnar. en það rifnaði af. ég greip í næsta blað, en það rifnaði af líka. og svona hélt þetta áfram, pappírinn rifnaði bleðil fyrir bleðil og ég náði bara litlum bunka í staðin fyrir upprúllu eins og ég er vön. og þá sló það mig. klósettpappírinn var rifnæmur. rifnæmur...finnst ykkur það ekki fallegt orð? ég sé ekki hvað nýyrðanefnd gæti mögulega sett útá það. og svo getur fólk farið að venjast notkun þess. til dæmis næst þegar þið farið út í búð að kaupa klósettpappír getið þið sagt stundarhátt ,,ég ætla sko ekki að kaupa þennan rifnæma pappír. láttu mig heldur fá þennan sterka og þykka" og þannig mun orðið breiðast út þar til allir nota það.
úff hvað ég er hrifnæm í dag.
nema hvað... þar sem ég sat þarna með dofið augnaráð, hárið úfið og buxurnar á hælunum datt mér í hug glænýtt orð. ég vona svo sannarlega að það nái fótfestu í orðaforða íslendinga og komist að í orðabókum, enda fallegt orð.
það gerðist þannig að ég byrjaði að undirbúa mig undir skeiningu og greip í endann á neðsta blaði klósettrúllunnar. en það rifnaði af. ég greip í næsta blað, en það rifnaði af líka. og svona hélt þetta áfram, pappírinn rifnaði bleðil fyrir bleðil og ég náði bara litlum bunka í staðin fyrir upprúllu eins og ég er vön. og þá sló það mig. klósettpappírinn var rifnæmur. rifnæmur...finnst ykkur það ekki fallegt orð? ég sé ekki hvað nýyrðanefnd gæti mögulega sett útá það. og svo getur fólk farið að venjast notkun þess. til dæmis næst þegar þið farið út í búð að kaupa klósettpappír getið þið sagt stundarhátt ,,ég ætla sko ekki að kaupa þennan rifnæma pappír. láttu mig heldur fá þennan sterka og þykka" og þannig mun orðið breiðast út þar til allir nota það.
úff hvað ég er hrifnæm í dag.
miðvikudagur, nóvember 21, 2007
það var einu sinni ritgerð og hún hét pálína pálínanana pála pála pálína
það eina sem hún átti var bull og vitleysa vitleysasasa vittavittavitleysa.
en ég er alveg alveg næstumþví að verða búin að gera allt sem ég þarf að gera til að geta titlað mig kennara. loksins þegar ég er hætt að kenna. ekki seinna vænna.
mig langar voða mikið að skrifa allskonar nöldur og pælingar. tildæmis um stöðu kennara og einkavæðingu alls og nauðganir og okurverð í búðum og svefntíma krakka og náttúruvernd og tískusnobb og allskonar fleiri hluti. ég er bara með heilastíflu.
það eina sem hún átti var bull og vitleysa vitleysasasa vittavittavitleysa.
en ég er alveg alveg næstumþví að verða búin að gera allt sem ég þarf að gera til að geta titlað mig kennara. loksins þegar ég er hætt að kenna. ekki seinna vænna.
mig langar voða mikið að skrifa allskonar nöldur og pælingar. tildæmis um stöðu kennara og einkavæðingu alls og nauðganir og okurverð í búðum og svefntíma krakka og náttúruvernd og tískusnobb og allskonar fleiri hluti. ég er bara með heilastíflu.
laugardagur, nóvember 17, 2007
í gær fór ég í æfingakennslu og íha eins og kúrekarnir myndu segja. það var svitavaldandi reynsla. ég hafði verið voða dugleg að útbúa kennsluáætlun uppfulla af fjölbreyttum kennsluaðferðum í samræmi við fjölgreindakenningu gardners og fleira svona fansí pansí dót. til að gera langa sögu stutta get ég sagt að ég hefði alveg eins bara punktað hjá mér tveggja tíma bardagaplan. skóli án aðgreiningar er ekkert grín. ég var í mestu vandræðum með að velja hvort ég ætti að eyða kröftum mínum í stelpurnar og þá fáu stráka sem voru að vinna og vantaði hjálp eða í hina strákana sem voru hlaupandi út og inn, hoppandi upp og niður og látandi hreinlega eins og bavíanar. ég reyndi svosem að dreifa orkunni á báða hópa en það er sannarlega hægara sagt en gert. sem veldur áhyggjum mínum af stöðu rosalega kláru krakkanna sem þegja og gera það sem þau eiga að gera.
ég var mjög þreytt þegar ég kom heim eftir tveggja tíma törn í gær. ég dáist eftir gærdaginn að grunnskólakennurum sem eru á vígvellinum alla daga fyrir skít og kanel.
pant ekki vera ein af þeim.
ég var mjög þreytt þegar ég kom heim eftir tveggja tíma törn í gær. ég dáist eftir gærdaginn að grunnskólakennurum sem eru á vígvellinum alla daga fyrir skít og kanel.
pant ekki vera ein af þeim.
fimmtudagur, nóvember 15, 2007
ég á afmæli í dag og er í nýjum kjól og kjólar eru frábær föt og það er gleðilegt að eiga afmæli og það er hægt að lesa aldurinn minn afturábak og áfram í fyrsta sinn síðan ég var tuttuguogtveggja og það væri kannski ekkert vitlaust að skreppa í bæinn og kaupa mér bjór og mér er alveg sama að bjór sé ekki til í bónus því það er hollt að labba þó að ég eigi núna bíl sem sigldi yfir sjóinn og er kominn með íslenskan ríkisborgararétt sem er ekkert líkur hamborgararéttum þó að hamborgarar séu stundum góðir er pizzan á eldsmiðjunni samt best en ég ætla samt ekki að fara þangað að borða í kvöld þó að ég eigi afmæli því ég ætla bara að fara eitthvað annað í staðin til að halda uppá daginn minn sem er skemmtilegasti dagur ársins fyrir utan alla hina bara af því að ég á hann sjálf eins og hinir sem eiga afmæli sama dag og ég en hann er samt oggulítið meira minn finnst mér svona eins og nafnið mitt en þó að ég eigi margar nöfnur grunar mig að ég sé eina alnafna mín í heiminum þó að ég eigi frænkur sem heiti svipað en það skiptir heldur ekki máli því þær eiga ekki afmæli í dag eins og ég.
ligga ligga lái.
ligga ligga lái.
þriðjudagur, nóvember 13, 2007
mánudagur, nóvember 12, 2007
þetta er allt að koma. dótið okkar á leið í hús og engin kvörtun enn komin frá tollinum um bílinn. okkur vantar bara internet...
ég er búin að átta mig á því að til þess að fá góða og fljótlega þjónustu á opinberum skrifstofum og svona bjúrókrasíu og því, er best að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. það getur t.d. verið gagnlegt að leitast við að verða afgreiddur af karlmönnum (að því gefnu að ég sé kvenkyns auðvitað). mikilvægt er að hætta ekki að brosa á meðan sést til þín. smá klaufaskapur og stór undrunaraugu hjálpa til við að fá extra góða afgreiðslu. svo þegar hlutirnir eru alveg að verða tilbúnir og vantar bara lokahnykkinn skemmir ekki að fá örlítinn daðurglampa í augun, bara svona til þess að menn leggi sig alla fram við að gera þig glaða.
kvenkynsafgreiðslufólk afgreiði ég með öðrum hætti. brosið breytist ekki, en í stað klaufans/daðrarans set ég upp vinkonuna sem skilur svo vel hvað hún er að ganga í gegnum við að standa í þessu öllu saman. gvuð, já...alveg magnað hvað þessi tollur gerir manni erfitt fyrir...haaa....kannast viððetta vinkona....
ef konurnar eru þessi þurra týpa sem finnst maður ekkert krúttlegur er best að vera bara hreinn og beinn, ekkert of mikið að reyna að vera fyndin en lauma þó inn stöku brosi þegar hún lítur upp og segir eitthvað gagnlegt. mikið þakklæti mýkir oft upp samskiptin.
þegar fara þarf með bílinn í skoðun mæli ég með kvenlega klaufadaðraranum. ef bíllinn flýgur ekki í gegnum skoðunina er amk hægt þannig að fá bestu mögulegar upplýsingar um ódýrustu og einföldustu leiðina til að redda málunum. einn bauð mér meira að segja heim til sín þar sem hann lagaði bremsuljósin fyrir skít og kanil.
jamm... ég er að verða ansi góð í fólki...
ég er búin að átta mig á því að til þess að fá góða og fljótlega þjónustu á opinberum skrifstofum og svona bjúrókrasíu og því, er best að hafa nokkur atriði í huga áður en farið er af stað. það getur t.d. verið gagnlegt að leitast við að verða afgreiddur af karlmönnum (að því gefnu að ég sé kvenkyns auðvitað). mikilvægt er að hætta ekki að brosa á meðan sést til þín. smá klaufaskapur og stór undrunaraugu hjálpa til við að fá extra góða afgreiðslu. svo þegar hlutirnir eru alveg að verða tilbúnir og vantar bara lokahnykkinn skemmir ekki að fá örlítinn daðurglampa í augun, bara svona til þess að menn leggi sig alla fram við að gera þig glaða.
kvenkynsafgreiðslufólk afgreiði ég með öðrum hætti. brosið breytist ekki, en í stað klaufans/daðrarans set ég upp vinkonuna sem skilur svo vel hvað hún er að ganga í gegnum við að standa í þessu öllu saman. gvuð, já...alveg magnað hvað þessi tollur gerir manni erfitt fyrir...haaa....kannast viððetta vinkona....
ef konurnar eru þessi þurra týpa sem finnst maður ekkert krúttlegur er best að vera bara hreinn og beinn, ekkert of mikið að reyna að vera fyndin en lauma þó inn stöku brosi þegar hún lítur upp og segir eitthvað gagnlegt. mikið þakklæti mýkir oft upp samskiptin.
þegar fara þarf með bílinn í skoðun mæli ég með kvenlega klaufadaðraranum. ef bíllinn flýgur ekki í gegnum skoðunina er amk hægt þannig að fá bestu mögulegar upplýsingar um ódýrustu og einföldustu leiðina til að redda málunum. einn bauð mér meira að segja heim til sín þar sem hann lagaði bremsuljósin fyrir skít og kanil.
jamm... ég er að verða ansi góð í fólki...
miðvikudagur, nóvember 07, 2007
nú fara dagarnir í að strunsa á milli tvg-zimsen, tollstjóra, tollafgreiðslu og umferðarstofu. einn sendir mig á hinn og hinn sendir mit enn annað áður en ég er send aftur á upphafsstað. en allt strunsið hefur að lokum leitt til þess að ég fékk nýtt bílnúmer í sms skeyti frá umferðarstjóra og hlutirnir eru loksins komnir á hreyfingu. mér datt í hug að fá mér bílnúmerið efibfm sem væri skammstöfun fyrir ekki flytja inn bíl frá mexíkó, en svo hætti ég við af því að svo fáir, eða bara ég og eiríkur hjá umferðarstofu myndum skilja djókið. svo er einkanúmer dýrara en hitt. nóg þarf þó að borga fyrir hamaganginn.
en þetta er að gerast. sem betur fer. þökk sé góðhjörtuðu fólki á hinum ýmsu skrifstofum bæjarins.
en við búum núna í lítilli leiguíbúð þar sem internetið er ekkert og ég neyðist til að laumast heim til foreldra minna til að geta fylgst með umheiminum. af þeim sökum verð ég hálf gloppótt þessa dagana. en það mun lagast.
bless á meðan.
en þetta er að gerast. sem betur fer. þökk sé góðhjörtuðu fólki á hinum ýmsu skrifstofum bæjarins.
en við búum núna í lítilli leiguíbúð þar sem internetið er ekkert og ég neyðist til að laumast heim til foreldra minna til að geta fylgst með umheiminum. af þeim sökum verð ég hálf gloppótt þessa dagana. en það mun lagast.
bless á meðan.
sunnudagur, nóvember 04, 2007
áðan langaði mig í malt. af þeim sökum ákvað ég að rölta uppí dreka og splæsa á mig einni slíkri. sem er svosem ekki í frásögur færandi...
inni í drekanum voru tveir ungir menn að borga, tveir ungir menn að afgreiða og ein ung stúlka, tja...um 15-16 ára myndi ég giska á, sem sat á háum stól við hátt borð. sú var að ræða í símann og var greinilega annt um að viðmælandi hennar heyrði skýrt og greinilega það sem hún hafði að segja. amk heyrðum við sem í sjoppunni vorum það mjög vel. núnú, ég snéri mér bara að kælinum og fór að skima eftir maltinu en þar sem ég get ekki að forvitni minni gert stundum þegar fólk talar af ákafa í símann, sperrti ég eyrun og einbeitti mér við að hlusta á þá freknóttu.
,,ég veit að þú verður ekkert ánægð með það sem ég er að segja þér"
,,ég verð samt að segja þér það"
,,já, nei, sko...bíddu"
,,bebbi (náði nafninu ekki alveg, enda var það óskýrt borið fram), hann sagðist aldrei hafa riðið ástu"
,,nei, sko, hann var alveg bara, þú veist, sagði það bara við strákana alveg bara, ég reið henni ekkert"
,,já pældíðí, hann sagði eitthvað svona æi hérna, það er bara bullshit, en svo vitum við auðvitað að það er ekkert satt"
,,hann reið henni alveg, hún segir það"
,,ok bæ"
annar ungi maðurinn, sá er nær stóð mér í röðinni leit á mig og ég sá það alveg í augunum á honum. hann vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa. og ég sömuleiðis. svo kímdum við bæði.
nú og ég borgaði auðvitað fyrir maltið, kímin, og fauk svo heim, kímin.
jafnvel glottandi.
inni í drekanum voru tveir ungir menn að borga, tveir ungir menn að afgreiða og ein ung stúlka, tja...um 15-16 ára myndi ég giska á, sem sat á háum stól við hátt borð. sú var að ræða í símann og var greinilega annt um að viðmælandi hennar heyrði skýrt og greinilega það sem hún hafði að segja. amk heyrðum við sem í sjoppunni vorum það mjög vel. núnú, ég snéri mér bara að kælinum og fór að skima eftir maltinu en þar sem ég get ekki að forvitni minni gert stundum þegar fólk talar af ákafa í símann, sperrti ég eyrun og einbeitti mér við að hlusta á þá freknóttu.
,,ég veit að þú verður ekkert ánægð með það sem ég er að segja þér"
,,ég verð samt að segja þér það"
,,já, nei, sko...bíddu"
,,bebbi (náði nafninu ekki alveg, enda var það óskýrt borið fram), hann sagðist aldrei hafa riðið ástu"
,,nei, sko, hann var alveg bara, þú veist, sagði það bara við strákana alveg bara, ég reið henni ekkert"
,,já pældíðí, hann sagði eitthvað svona æi hérna, það er bara bullshit, en svo vitum við auðvitað að það er ekkert satt"
,,hann reið henni alveg, hún segir það"
,,ok bæ"
annar ungi maðurinn, sá er nær stóð mér í röðinni leit á mig og ég sá það alveg í augunum á honum. hann vissi nákvæmlega hvað ég var að hugsa. og ég sömuleiðis. svo kímdum við bæði.
nú og ég borgaði auðvitað fyrir maltið, kímin, og fauk svo heim, kímin.
jafnvel glottandi.
fimmtudagur, nóvember 01, 2007
nú vérð ég áð skrífá méð kómmúm tíl áð háldá úppá áð ég ér búín áð fá kómmúrnár mínár áftúr. mágnáð hváð ég héf sáknáð þéssárá lítlú skráttá. óg hváð þær skíptá míklú málí. gótt éf ég ér ékkí bárá fárín áð lésá þéttá méð rússnéskúm hréím...hé hé hé...
áf hvérjú géríst þáð áð ég vákná méð núll prósént þólínmæðí gágnvárt börnúm þégár ég sófná úm éftírmíðdágínn? kánníst þíð víð þéttá vándámál? ég vákná úrrándí óg bítándí óg nénní éngán végínn áð éígá sámskíptí víð úngvíðíð. ófsálégá pírrúð mámmá.
mákínn kémúr á láúgárdágsmórgúnínn.
mámmá mín prúmpáðí rétt í þéssú óg svó fór hún áð hlæjá.
áðán dóttáðí ég í míðjúm sámræðúm víð són mínn. míg býrjáðí áð dréýmá éítthváð óg svó fór ég áð svárá hónúm í sámræmí víð dráúmínn én þáð vár ékkért téngt því sém hánn vár áð tálá úm. svó hrökk ég úpp óg hló vóðá míkíð, éndá fýndíð áð svárá bárá éíntómú búllí.
búllúmrúgl.
áf hvérjú géríst þáð áð ég vákná méð núll prósént þólínmæðí gágnvárt börnúm þégár ég sófná úm éftírmíðdágínn? kánníst þíð víð þéttá vándámál? ég vákná úrrándí óg bítándí óg nénní éngán végínn áð éígá sámskíptí víð úngvíðíð. ófsálégá pírrúð mámmá.
mákínn kémúr á láúgárdágsmórgúnínn.
mámmá mín prúmpáðí rétt í þéssú óg svó fór hún áð hlæjá.
áðán dóttáðí ég í míðjúm sámræðúm víð són mínn. míg býrjáðí áð dréýmá éítthváð óg svó fór ég áð svárá hónúm í sámræmí víð dráúmínn én þáð vár ékkért téngt því sém hánn vár áð tálá úm. svó hrökk ég úpp óg hló vóðá míkíð, éndá fýndíð áð svárá bárá éíntómú búllí.
búllúmrúgl.
þriðjudagur, október 30, 2007
svo virðist sem maður komist ekki að þar sem maður vill vinna... vissi það svosem nokkurnvegin. svekkjandi samt. en það verður bara að koma með kalda vatninu. svona gerist þegar drullað er upp bakhliðina, eins og þar stendur.
það er ekki margt að gerast þessa dagana. bara þvo þvott og skoða fönnina og dreyma um skemmtileg verkefni. reyndar væri ekkert vitlaust að reyna að grafa upp kuldagallana og það innanum kassana sem eru staðsettir innan farartækjakofa ömmu minnar. ætli það verði ekki verkefni vikunnar. maður verður að fara að komast yfir höfuðfat.
hey, svo er frumburðurinn skotinn. það þykir oss spennandi og skemmtilegt. margskonar pælingar farnar að gerjast þar, enda að verða unglingur innan skamms. jeminn eini.
eruð þið ekki annars bara glöð?
það er ekki margt að gerast þessa dagana. bara þvo þvott og skoða fönnina og dreyma um skemmtileg verkefni. reyndar væri ekkert vitlaust að reyna að grafa upp kuldagallana og það innanum kassana sem eru staðsettir innan farartækjakofa ömmu minnar. ætli það verði ekki verkefni vikunnar. maður verður að fara að komast yfir höfuðfat.
hey, svo er frumburðurinn skotinn. það þykir oss spennandi og skemmtilegt. margskonar pælingar farnar að gerjast þar, enda að verða unglingur innan skamms. jeminn eini.
eruð þið ekki annars bara glöð?
sunnudagur, október 28, 2007
amma gefur alltaf gott að borða. deginum var eytt við ömmuborð að borða kræsingar miklar og spjalla við frændur og frænkur. það var gaman.
gærkveldinu var eytt innanum skemmtilegt lið sem eldaði fyrir mig. það var mjög gaman. fyrst borðuðum við humar sem var með miklum garlic, eins og það kallast sumstaðar erlendis... og munnur minn lyktar illa eins og er...hehe...en það var þess virði samt enda gott bragðið. svo fengum við læri sem hafði verið nokkrum klukkustundum of lengi grillað og var eiginlega meira kol en læri. en það var allaveganna skemmtilegasta læri sem við höfðum fengið. við urðum hvort eð er södd af meðlætinu og humrinum svo að lærisbruninn skemmdi ekkert fyrir, skemmti bara fyrir ef eitthvað var. þetta er svo allt einhvernvegin fyndnara þegar maður veit að það var stærðfræðikennarinn sem misreiknaði sig við grillið...hehe
en þetta var mjög gaman. seisei.
svo er bara að byrja að redda hinu og þessu til að auðvelda heimkomuna og aðlögunina.
plan morgundagsins er m.a. að reyna að finna tölvugaur sem kann að laga kommuvandræðin svo að maður fari ekki yfirum. svo þarf að sækja um vinnu hingað og þangað og byrja að skipuleggja sig aftur.
gærkveldinu var eytt innanum skemmtilegt lið sem eldaði fyrir mig. það var mjög gaman. fyrst borðuðum við humar sem var með miklum garlic, eins og það kallast sumstaðar erlendis... og munnur minn lyktar illa eins og er...hehe...en það var þess virði samt enda gott bragðið. svo fengum við læri sem hafði verið nokkrum klukkustundum of lengi grillað og var eiginlega meira kol en læri. en það var allaveganna skemmtilegasta læri sem við höfðum fengið. við urðum hvort eð er södd af meðlætinu og humrinum svo að lærisbruninn skemmdi ekkert fyrir, skemmti bara fyrir ef eitthvað var. þetta er svo allt einhvernvegin fyndnara þegar maður veit að það var stærðfræðikennarinn sem misreiknaði sig við grillið...hehe
en þetta var mjög gaman. seisei.
svo er bara að byrja að redda hinu og þessu til að auðvelda heimkomuna og aðlögunina.
plan morgundagsins er m.a. að reyna að finna tölvugaur sem kann að laga kommuvandræðin svo að maður fari ekki yfirum. svo þarf að sækja um vinnu hingað og þangað og byrja að skipuleggja sig aftur.
föstudagur, október 26, 2007
núna er ég í kennaraháskólanum og þar eru kommur á lyklaborðunum í lagi mér til mikillar gleði.
en ég er semsagt komin heim. ferðin var skemmtileg, stundum erfið, en alltaf skemmtileg. við flugum til njúv jork þar sem brother louie sótti okkur á flugvöllinn og við þurftum að bíða lengi í röð eftir leigubíl útaf því að einmitt þennan dag var verkfall leigubílstjóra. gífurleg heppni þar á ferð. svo fórum við til lóu og geymdum dótið okkar. tókum lest í bæinn einhvert á suðurhluta manhattan held ég, þar sem við átum, skoðuðum japanska dótabúð og borðuðum ís í eftirrétt. svo fórum við aftur ,,heim" til brooklyn og sváfum.
daginn eftir fórum við fyrst að kaupa körfuboltaskó handa frumburðinum svo að hann hætti að stressa sig, en það gerðum við á times square. dunduðum okkur eitthvað smá og skoðuðum ripley´s believe it or not safnið sem var fínt og flott og fullt af skrýtnu dóti. svo fórum við í kínahverfið og litlu ítalíu, sem ber nafn með rentu því hún er orðin mjög lítil, og þar átum við ítalskan mat og spjölluðum við nett uppáþrengjandi ítalskan þjón. en hann var fyndinn samt...
núnú, eftir gott rölt ákváðum við að taka lestina heim til að komast á réttum tíma á flugvöllinn. þegar undir jörðina var komið stoppaði svo lestin og við vorum föst neðanjarðar í góða stund innanum þreytt og mis-pirraða farþega sem síðburðurinn gladdi með hoppi sínu og hamagangi. upp komumst við í dagsljósið seint og síðarmeir og rukum heim til lóu að sækja dótið okkar og fengum svo mjög óhefðbundinn og ógulan leigubíl sem brunaði útá völl. svo biðum við í smá stund áður en við fórum inn til að komast á réttum tíma í vélina. seinna sá ég eftir að hafa flýtt mér svona mikið og kvatt lóu svona snemma því að bilun hafði orðið í einum hreyfli og vélardruslunni seinkaði um 4 klst. einhverra hluta vegna höfðu samgöngumál ekki verið mér í hag þessa dagana. núnú, við lögðumst á gólfið eins og hinir farþegarnir til að reyna að hvíla okkur og ég neyddist til að svæfa trylltan síðburðinn með valdi svo að hún réðist ekki á nærstadda og biti þá í ökklana í reiði sinni, en henni fannst þetta semsagt ekki skemmtileg, enda ansi þreytt. að lokum komumst við í vélina, ég með sofandi barn á öxlinni og röð af flugvallarstarfsmönnum á eftir mér berandi farangurinn okkar, og hún svaf alla leið til íslands. annað en ég sem er enn að ná mér eftir næturskort og tímamismun. en ég er semsagt mætt í skólann þar sem ég set upp gáfulegan svip á meðan kennarar tala. einhvernvegin líður mér samt eins og ég eigi ekki eftir að muna mikið...
en frímínúturnar eru búnar. er farin í tíma.
ps. mikið djöfulli er kalt úti!
en ég er semsagt komin heim. ferðin var skemmtileg, stundum erfið, en alltaf skemmtileg. við flugum til njúv jork þar sem brother louie sótti okkur á flugvöllinn og við þurftum að bíða lengi í röð eftir leigubíl útaf því að einmitt þennan dag var verkfall leigubílstjóra. gífurleg heppni þar á ferð. svo fórum við til lóu og geymdum dótið okkar. tókum lest í bæinn einhvert á suðurhluta manhattan held ég, þar sem við átum, skoðuðum japanska dótabúð og borðuðum ís í eftirrétt. svo fórum við aftur ,,heim" til brooklyn og sváfum.
daginn eftir fórum við fyrst að kaupa körfuboltaskó handa frumburðinum svo að hann hætti að stressa sig, en það gerðum við á times square. dunduðum okkur eitthvað smá og skoðuðum ripley´s believe it or not safnið sem var fínt og flott og fullt af skrýtnu dóti. svo fórum við í kínahverfið og litlu ítalíu, sem ber nafn með rentu því hún er orðin mjög lítil, og þar átum við ítalskan mat og spjölluðum við nett uppáþrengjandi ítalskan þjón. en hann var fyndinn samt...
núnú, eftir gott rölt ákváðum við að taka lestina heim til að komast á réttum tíma á flugvöllinn. þegar undir jörðina var komið stoppaði svo lestin og við vorum föst neðanjarðar í góða stund innanum þreytt og mis-pirraða farþega sem síðburðurinn gladdi með hoppi sínu og hamagangi. upp komumst við í dagsljósið seint og síðarmeir og rukum heim til lóu að sækja dótið okkar og fengum svo mjög óhefðbundinn og ógulan leigubíl sem brunaði útá völl. svo biðum við í smá stund áður en við fórum inn til að komast á réttum tíma í vélina. seinna sá ég eftir að hafa flýtt mér svona mikið og kvatt lóu svona snemma því að bilun hafði orðið í einum hreyfli og vélardruslunni seinkaði um 4 klst. einhverra hluta vegna höfðu samgöngumál ekki verið mér í hag þessa dagana. núnú, við lögðumst á gólfið eins og hinir farþegarnir til að reyna að hvíla okkur og ég neyddist til að svæfa trylltan síðburðinn með valdi svo að hún réðist ekki á nærstadda og biti þá í ökklana í reiði sinni, en henni fannst þetta semsagt ekki skemmtileg, enda ansi þreytt. að lokum komumst við í vélina, ég með sofandi barn á öxlinni og röð af flugvallarstarfsmönnum á eftir mér berandi farangurinn okkar, og hún svaf alla leið til íslands. annað en ég sem er enn að ná mér eftir næturskort og tímamismun. en ég er semsagt mætt í skólann þar sem ég set upp gáfulegan svip á meðan kennarar tala. einhvernvegin líður mér samt eins og ég eigi ekki eftir að muna mikið...
en frímínúturnar eru búnar. er farin í tíma.
ps. mikið djöfulli er kalt úti!
laugardagur, október 20, 2007
heimferðin hefst daginn eftir morgundaginn. ferðatöskurnar eru að verða til og það er aðallega eftir að þvo föt og kveðja. það er alltaf leiðinlegt að kveðja. kveðjustundir eru ekki minn tebolli. en maður lifir það af eins og alltaf.
deginum var eytt við göngu og skoðun þar sem chopo markaðurinn er staðsettur. hann er bara laugardagsmarkaður. chopo er eldgamall og þekktur fyrir að vera samsafn af allskonar furðufuglum. þar er mikið um pönkara, lið með skrautlegt litað höfuðleður, undarlegar greiðslur, eyrnalokkahelling um allt höfuðið og þungarokkara. einnig er skemmtilega mikið af svokölluðu goth liði sem er svart kringum augun, með svartar varir og neglur og er klætt svörtu flaueli niður að ökklum og undarlegum risa leðurbomsum. hægt er að kaupa gaddabelti og allskonar frekar drungalega hluti, beinagrindarboli, beinagrindahringa og allskonar svona. það sem okkur fannst samt merkilegra en allt annað voru miðar um allt þar sem boðaður var fundur. sem er svosem ekki merkilegt ef ekki væri fyrir það að fundurinn var einungis ætlaður þeim sem telja sig vera þessir sem vaka um nætur, drekka rauða vökvann sem er innan æðakerfis okkar og nafnið hefst með vamp og endar með rur. þið vitið... það skemmtilegasta er að það er virkilega til lið sem telur sig tilheyra þeim. gott ef við börðum ekki nokkrar augum.
gærkveldinu var eytt við glaum og gleði innan heimilis frænku makans og maka hennar. þar var borðað margt gott og drukkið margt skemmtilegt og frændsystkinin og við hin dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. glatt lið eins og flestir samlandar þeirra.
munið þið eftir konunni sem sofnar þegar eitthvað er fyndið? konan atarna skilst okkur er hætt að hlæja og þessa dagana gerir greyið ekki annað en að væla, grenja... er ekki til fallegra kommulaust orð yfir þetta?
nema hvað... aumingja konan er orðin þung og leið, enda ekki auðvelt að eiga barn sem mun sennilega ekki verða mjög fullorðinn. það er örugglega það erfiðasta sem mannskepnan þarf að eiga við.
nema hvað... ef við heyrumst ekki fyrr en við leggjum af stað heyrumst við bara þegar heim er komið.
hasta la vista amigos!
deginum var eytt við göngu og skoðun þar sem chopo markaðurinn er staðsettur. hann er bara laugardagsmarkaður. chopo er eldgamall og þekktur fyrir að vera samsafn af allskonar furðufuglum. þar er mikið um pönkara, lið með skrautlegt litað höfuðleður, undarlegar greiðslur, eyrnalokkahelling um allt höfuðið og þungarokkara. einnig er skemmtilega mikið af svokölluðu goth liði sem er svart kringum augun, með svartar varir og neglur og er klætt svörtu flaueli niður að ökklum og undarlegum risa leðurbomsum. hægt er að kaupa gaddabelti og allskonar frekar drungalega hluti, beinagrindarboli, beinagrindahringa og allskonar svona. það sem okkur fannst samt merkilegra en allt annað voru miðar um allt þar sem boðaður var fundur. sem er svosem ekki merkilegt ef ekki væri fyrir það að fundurinn var einungis ætlaður þeim sem telja sig vera þessir sem vaka um nætur, drekka rauða vökvann sem er innan æðakerfis okkar og nafnið hefst með vamp og endar með rur. þið vitið... það skemmtilegasta er að það er virkilega til lið sem telur sig tilheyra þeim. gott ef við börðum ekki nokkrar augum.
gærkveldinu var eytt við glaum og gleði innan heimilis frænku makans og maka hennar. þar var borðað margt gott og drukkið margt skemmtilegt og frændsystkinin og við hin dönsuðum og skemmtum okkur konunglega. glatt lið eins og flestir samlandar þeirra.
munið þið eftir konunni sem sofnar þegar eitthvað er fyndið? konan atarna skilst okkur er hætt að hlæja og þessa dagana gerir greyið ekki annað en að væla, grenja... er ekki til fallegra kommulaust orð yfir þetta?
nema hvað... aumingja konan er orðin þung og leið, enda ekki auðvelt að eiga barn sem mun sennilega ekki verða mjög fullorðinn. það er örugglega það erfiðasta sem mannskepnan þarf að eiga við.
nema hvað... ef við heyrumst ekki fyrr en við leggjum af stað heyrumst við bara þegar heim er komið.
hasta la vista amigos!
föstudagur, október 19, 2007
beint fyrir framan tengdaforeldraheimilið þar sem við erum þessa dagana er gömul bygging, tveggja hæða. það var fallegt heimili fyrir löngu en hefur verið fullt af allskonar blönku liði eftir að eigendurnir hurfu yfir þokuna miklu og skildu ekki eftir sig erfðaskjöl. þarna bjuggu tvær gamlar systur lengi vel. um daginn var fullt af brunaliði og lögreglu fyrir utan. seinna fengum við að vita hvað hafði gerst. gömlu systurnar höfðu farið að sofa ekki vitandi af gasleka innan heimilisins. þær vöknuðu ekki aftur. greyin.
fyrir neðan þeirra hæð er rakarastofa rakarans sem ferðaðist einnig til himna um daginn. (þarna er kommuleysið að bögga mig)
semsagt, mikil sorg hinumegin við götuna.
einu sinni var við hlið heimilis tengdaforeldranna karl sem var kallaður el aleman, sem er einhver sem er samlandi nasistanna ef nafnið er yfirfært og aðlagað okkar tungu. hann hafði byggt kofa samsettan af allskonar drasli sem hann kallaði heimili sitt. synir hans bjuggu fyrir utan kofann og heimili þeirra var gamalt bilað farartæki. pabbinn settist stundum við götuna og seldi skran, gömul föt og fleira svoleiðis. synirnir keyptu svo eiturlyf fyrir peninginn. einn ekki slæman veðurdag bar einhver eld að farartækinu og eftir það veit enginn um ferðir feðganna. kofi karlsins er horfinn og staðnum hefur verið breytt svo að þar komist fyrir farartæki til geymslu. maður saknar þess gamla stundum...amk ef einhver spyr mig. er samt ekki viss um að tengdaforeldrarnir hafi sömu skoðun.
um daginn, fyrir um viku, fjölluðu fjölmiðlar landsins um mannætu sem var handtekin innan borgarinnar. hann drap ungar konur og skar þær svo niður til að borða. hann var hrifnastur af rassakjöti. þetta þykir mörgum sannarlega undarleg hegðun. megi hann rotna bak við hmmm.... nei. megi honum farnast mjög illa.
mikið er gott að það skuli ekki vera margir svona illa klikkaðir heima.
systir tengdapabbans sem heldur heimili sitt fyrir neðan okkur heitir tina. kölluð tia tina. tia er sama og frænka. tina talar rosalega mikið alltaf. svo mikið að við erum farin að reyna að læðast inn þegar kerla er heima svo að við verðum ekki veidd og þurfum þar af leiðandi ekki að eyða heilu klukkustundunum við spjall um allt og ekkert. aðallega um barnabörnin hennar og allt sem þeim viðkemur, hnerra, magaverki, mataræði og margt fleira spennandi. stundum grætur tina þegar rifjast upp fyrir henni sögur af syninum sem datt ofanaf fjalli og fannst frosinn. önnur sorgleg saga.
það getur stundum verið ofsalega þreytt að tala við manneskjur sem halda uppi einræðu um sitt og þeirra tilveru endalaust. orkusugur kallast þær. tia tina er orkusuga. en samt alveg besta skinn. seisei.
mosul er hin systirin sem lifir einnig þarna niðri. þetta eru nefnilega 3 heimili. mosul þykir mjög vænt um köttinn sinn og soninn sem er ungur læknir. mosul er ogguponku eins og amma. nema bara meira undarleg.
jamm og jæja. klukkan er orðin margt og það er best að fara að sofa. þið eruð að fara að vakna...hehe... klukkan er 7:30 heima.
gleðilegan föstudag!
fyrir neðan þeirra hæð er rakarastofa rakarans sem ferðaðist einnig til himna um daginn. (þarna er kommuleysið að bögga mig)
semsagt, mikil sorg hinumegin við götuna.
einu sinni var við hlið heimilis tengdaforeldranna karl sem var kallaður el aleman, sem er einhver sem er samlandi nasistanna ef nafnið er yfirfært og aðlagað okkar tungu. hann hafði byggt kofa samsettan af allskonar drasli sem hann kallaði heimili sitt. synir hans bjuggu fyrir utan kofann og heimili þeirra var gamalt bilað farartæki. pabbinn settist stundum við götuna og seldi skran, gömul föt og fleira svoleiðis. synirnir keyptu svo eiturlyf fyrir peninginn. einn ekki slæman veðurdag bar einhver eld að farartækinu og eftir það veit enginn um ferðir feðganna. kofi karlsins er horfinn og staðnum hefur verið breytt svo að þar komist fyrir farartæki til geymslu. maður saknar þess gamla stundum...amk ef einhver spyr mig. er samt ekki viss um að tengdaforeldrarnir hafi sömu skoðun.
um daginn, fyrir um viku, fjölluðu fjölmiðlar landsins um mannætu sem var handtekin innan borgarinnar. hann drap ungar konur og skar þær svo niður til að borða. hann var hrifnastur af rassakjöti. þetta þykir mörgum sannarlega undarleg hegðun. megi hann rotna bak við hmmm.... nei. megi honum farnast mjög illa.
mikið er gott að það skuli ekki vera margir svona illa klikkaðir heima.
systir tengdapabbans sem heldur heimili sitt fyrir neðan okkur heitir tina. kölluð tia tina. tia er sama og frænka. tina talar rosalega mikið alltaf. svo mikið að við erum farin að reyna að læðast inn þegar kerla er heima svo að við verðum ekki veidd og þurfum þar af leiðandi ekki að eyða heilu klukkustundunum við spjall um allt og ekkert. aðallega um barnabörnin hennar og allt sem þeim viðkemur, hnerra, magaverki, mataræði og margt fleira spennandi. stundum grætur tina þegar rifjast upp fyrir henni sögur af syninum sem datt ofanaf fjalli og fannst frosinn. önnur sorgleg saga.
það getur stundum verið ofsalega þreytt að tala við manneskjur sem halda uppi einræðu um sitt og þeirra tilveru endalaust. orkusugur kallast þær. tia tina er orkusuga. en samt alveg besta skinn. seisei.
mosul er hin systirin sem lifir einnig þarna niðri. þetta eru nefnilega 3 heimili. mosul þykir mjög vænt um köttinn sinn og soninn sem er ungur læknir. mosul er ogguponku eins og amma. nema bara meira undarleg.
jamm og jæja. klukkan er orðin margt og það er best að fara að sofa. þið eruð að fara að vakna...hehe... klukkan er 7:30 heima.
gleðilegan föstudag!
fimmtudagur, október 18, 2007
mikið er gaman hvað mörgum finnst gaman að við höfum sett stefnuna að ströndum klakans. við erum öll farin að hlakka til. eins gott að vera dugleg að reyna að rækta öll samböndin og hafa gaman af tilverunni hvort sem það er heitt veður eða ekki. gott ef það er ekki sniðugt að skreppa af landi brott af og til svo að maður finni fyrir væntumþykju allra sem við umgöngumst daglega og ekki jafn daglega. það er hollt fyrir hjartavöðvann. það vill oft gleymast þegar daglega amstrið yfirtekur mann að leyfa öllum að vita hvað maður hefur gaman af að þekkja þau.
þessum miðvikudegi eyddum við fjölskyldan mest megnis uppi þar sem þakið er við að hlaupa um næstum berrössuð og bleyta hvert annað með vatnsgusum. það var mikið hlegið og mikið gaman og við erum brennd. svo eyddum við peningum við að kaupa okkur föt sem kosta mikið minna en heima og okkur vantaði. það er gaman að kaupa föt. seisei.
það verður margt gert þangað til við höldum heimleiðis. matarboð og fleira skemmtilegt. það verður erfitt að kveðja.
en gaman að koma heim og heilsa kuldabola og vinum hans.
þessum miðvikudegi eyddum við fjölskyldan mest megnis uppi þar sem þakið er við að hlaupa um næstum berrössuð og bleyta hvert annað með vatnsgusum. það var mikið hlegið og mikið gaman og við erum brennd. svo eyddum við peningum við að kaupa okkur föt sem kosta mikið minna en heima og okkur vantaði. það er gaman að kaupa föt. seisei.
það verður margt gert þangað til við höldum heimleiðis. matarboð og fleira skemmtilegt. það verður erfitt að kveðja.
en gaman að koma heim og heilsa kuldabola og vinum hans.
þriðjudagur, október 16, 2007
um eftirmiðdaginn erum við að fara að borða með langafanum sem er 91 vetra gamall. það verður gaman. samt er erfitt að kaupa gjafir handa sumum sem eiga allt og nota sama og ekkert af hlutum. karlinn geymir sokka og sloppa og allskonar hluti sem honum hafa verið gefnir enn niðurpakkaða. þess vegna keyptum við lesefni fyrir hann, enda skilst okkur að hann lesi allt sem hann kemur höndum yfir.
miðbær höfuðborgarinnar hefur verið tæmdur. engir farandsölumenn mega setja upp tjöldin þar sem þeir hafa selt skran og eftirhermugeisladiska lengi vel. miðbærinn er allur annar, hægt er að skoða fallegu byggingarnar sem eru þar og einnig er auðveldara að ganga um göturnar. það er mikið af fallegum byggingum og sögulegum þarna sem vel er þess virði að skoða vel og vandlega.
merkilegt hvernig maður er alltaf öfugur. þegar við erum heima langar mig ekki að fara þaðan, en þegar nær dregur heimför langar mig alveg að vera lengur. ruglað.
frumburðurinn er samt hinn glaðasti, hlakkar til að fara að spila körfubolta og hitta vinina.
mig grunar að þetta muni vera spurning um að eiga heima þar sem hlutirnir eru einfaldir = heima, og ferðast svo bara eins mikið og hægt er þangað sem hitinn er og volg hafgolan. mig grunar það.
um daginn vann makinn einhverskonar happdrætti. vinningurinn var litun og klipping. gærdagurinn var þess vegna tileinkaður lubbalitun minni. það var aldeilis flott.
eftir nokkrar klukkustundir leggur systirin af stað heim til að syngja. leitt að missa af skemmtuninni. eftir tæpa viku munum við hittast þar sem systirin lærir. það verður gaman. við hlökkum mikið til.
það er erfiðara en það virðist að skrifa kommulaust.
en það venst...
miðbær höfuðborgarinnar hefur verið tæmdur. engir farandsölumenn mega setja upp tjöldin þar sem þeir hafa selt skran og eftirhermugeisladiska lengi vel. miðbærinn er allur annar, hægt er að skoða fallegu byggingarnar sem eru þar og einnig er auðveldara að ganga um göturnar. það er mikið af fallegum byggingum og sögulegum þarna sem vel er þess virði að skoða vel og vandlega.
merkilegt hvernig maður er alltaf öfugur. þegar við erum heima langar mig ekki að fara þaðan, en þegar nær dregur heimför langar mig alveg að vera lengur. ruglað.
frumburðurinn er samt hinn glaðasti, hlakkar til að fara að spila körfubolta og hitta vinina.
mig grunar að þetta muni vera spurning um að eiga heima þar sem hlutirnir eru einfaldir = heima, og ferðast svo bara eins mikið og hægt er þangað sem hitinn er og volg hafgolan. mig grunar það.
um daginn vann makinn einhverskonar happdrætti. vinningurinn var litun og klipping. gærdagurinn var þess vegna tileinkaður lubbalitun minni. það var aldeilis flott.
eftir nokkrar klukkustundir leggur systirin af stað heim til að syngja. leitt að missa af skemmtuninni. eftir tæpa viku munum við hittast þar sem systirin lærir. það verður gaman. við hlökkum mikið til.
það er erfiðara en það virðist að skrifa kommulaust.
en það venst...
mánudagur, október 15, 2007
ætli maður verði ekki bara að reyna að notast aðeins við orð sem innihalda ekki kommur yfir stafi. það ætti svo sem að vera hægt að redda hlutunum þannig einhvernvegin.
var að enda við kvikmynd sem heitir the great global warming swindle. það er heimildamynd. myndin varð þess valdandi að maður byrjar að efast. það er mikilvægt að vera hlutlaus þegar maður er fjölmiðill. hryssan er að vissu leyti einhverskonar fjölmiðill og þess vegna verður að gæta hlutleysis stundum, ef ekki oftast. vegna þess mælum við með að allir skoði samhliða kvikmynd al gores sem heitir the inconvenient truth og ofantalda mynd.
texti dagsins hefur verið ritaður algerlega laus við kommunotkun, enda eru þær enn bilaðar. enn hefur engum tekist að leysa hinn dularfulla lyklaborðsvanda. en það mun gerast. vissulega eru allir vissir um það. og vonum hið besta. annars verður allur texti eftir þennan dag frekar undarlegur þar sem endalaust verður leitast við að losna við kommur.
fjandakornið hvað þetta er mikið afrek. finnst ykkur það ekki?
var að enda við kvikmynd sem heitir the great global warming swindle. það er heimildamynd. myndin varð þess valdandi að maður byrjar að efast. það er mikilvægt að vera hlutlaus þegar maður er fjölmiðill. hryssan er að vissu leyti einhverskonar fjölmiðill og þess vegna verður að gæta hlutleysis stundum, ef ekki oftast. vegna þess mælum við með að allir skoði samhliða kvikmynd al gores sem heitir the inconvenient truth og ofantalda mynd.
texti dagsins hefur verið ritaður algerlega laus við kommunotkun, enda eru þær enn bilaðar. enn hefur engum tekist að leysa hinn dularfulla lyklaborðsvanda. en það mun gerast. vissulega eru allir vissir um það. og vonum hið besta. annars verður allur texti eftir þennan dag frekar undarlegur þar sem endalaust verður leitast við að losna við kommur.
fjandakornið hvað þetta er mikið afrek. finnst ykkur það ekki?
sunnudagur, október 14, 2007
það er eitthvað virkilega skr´´ytið ´´i gangi með kommutakkann minn. eins og s´´est koma tvær kommur ´´a undan stafnum en ekkert yfir hann, sama hvað ´´eg pikka. þetta var bara allt ´´i einu svona ´´i gær. ´´eg er b´´uin að pr´´ofa að skipta um tungum´´al en allt kemur fyrir ekkert. kommutakkinn gerir bara eina kommu þegar ´´eg hef lyklaborðið ´´a ensku, en ´´a ensku eru ekki kommur yfir stöfum svo að það virkar ekki. danska lyklaborðið er allt öðruv´´isi og þar koma tveir tv´´ipunktar ´´i staðin, en ekki ´´a sama takka. ´´a spænsku virkar þetta alveg eins og ´´a ´´islensku. en það sem er skr´´ytnast er að það kemur bara ein komma ´´a sama takka þegar lyklaborðið er ´´a ensku, nema bara ekki yfir stafinn. ´´eg er b´´uin að vera að djöflast ´´i control panel og öllu sem m´´er dettur ´´i hug til að laga þetta en er alveg orðin pass. og þetta er eins ´´i word. og ´´eg þarf að fara að skrifa ritgerðir og ´´i ritgerðir þarf kommur.
hj´´alp?
hj´´alp?
föstudagur, október 12, 2007
kommurnar m´´inar eru bilaðar... sj´´aðu. svo að ´´eg held að ´´eg skrifi h´´eðanaf bara kommulaust þangað til þetta lagast.
það er greinilega ymislegt að gerast i raðhusinu i tjörninni. ætti maður að skella ser i politik ef eg finn enga aðra vinnu? hmmm...alþingi og svona...
en fyrst er eg að hugsa um að skella mer i bæinn þvi þar er bokamarkaður og mer finnst svaka gaman að kaupa bækur.
er að dæla inn nokkrum myndum ur ferðinni.
það er greinilega ymislegt að gerast i raðhusinu i tjörninni. ætti maður að skella ser i politik ef eg finn enga aðra vinnu? hmmm...alþingi og svona...
en fyrst er eg að hugsa um að skella mer i bæinn þvi þar er bokamarkaður og mer finnst svaka gaman að kaupa bækur.
er að dæla inn nokkrum myndum ur ferðinni.
fimmtudagur, október 11, 2007
hananú
við erum komin í hús. og ferðalagið var svona:
þegar við keyrðum útúr borginni lentum við í því sem virtist endalaus röð af bílum sem voru stopp. þar eyddum við rúmum klukkutíma þangað til við komumst áfram. það reyndist hafa orðið slys þar sem vörubíll hafði runnið yfir allan veginn, misst tvo gáma sem hann flutti og þeir slengdu til nokkrum minni bílum sem voru allir í steik. dapurlegt. en svo loksins komumst við til tlacotalpan sem er lítið mjög fallegt þorp sem liggur við vatn. þar gistum við á eina hótelinu í bænum sem hafði sundlaug, en dóttirin heimtaði að komast í sund. daginn eftir fórum við í siglingu um vatnið og fengum okkur að borða áður en við keyrðum áfram til villahermosa. þar fundum við líka hótel með sundlaug og dóttirin synti. um kvöldið fórum við foreldrarnir niður á hótelbarinn þar sem við fengum okkur bjór. áður en leið á löngu vorum við komin í hörkusamræður við tvo karla og annar þeirra reyndist vera eigandi hótelsins. hann var voða ánægður með að hafa talað í fyrsta sinn á æfinni við íslending. sem er svosem alveg merkilegt, miðað við höfðatölu.
frá villahermosa keyrðum við til palenque. og fundum hótel með sundlaug. í palenque vorum við í tvær nætur. á degi tvö fórum við að skoða pýramídana sem eru mjög merkilegir og urðu enn merkilegri við að hlusta á frásögn hans victors sem er gamall leiðsögumaður á svæðinu. hann hefur stúderað hvert einasta grjót í palenque og hann útskýrði fyrir okkur kenningar sínar um að þarna hafi ekki bara verið maya indíánar heldur indverjar, arabar, gyðingar og kínverjar. og honum tókst að sannfæra okkur, enda mjög lærður og lesinn um efnið.
núnú, svo fórum við að synda í fossum sem voru svolítið kaldir, en það var bara þægilegt af því að okkur var orðið ansi heitt. í palenque sáum við risastóra tarantúlu rölta yfir veg og svo sáum við þrjá apa uppí tré. það sem ég sá ekki voru allar helv... moskítóflugurnar sem héldu veislu á kálfunum á mér. en ég fyrirgef þeim af því að ég skil þær. ég er svo góð á bragðið...hehe...
frá palenque ætluðum við svo til coatzacoalcos en þegar við nálguðumst sáum við að það er ljót iðnaðarborg og ekkert nema strompar og sullumall svo að við héldum áfram og alla leið til veracruz. þar fundum við hótel með sundlaug á þakinu. það var vinsælt. og dóttirin fór að synda. í veracruz skoðuðum við fiskadýragarðinn...eða hvað það nú heitir, svona acuario, þar sem við sáum hákarla, humar, risaskjaldbökur og allskonar stærðir og gerðir af fiskum. og svo keyrðum við heim.
núna erum við að þvo þvott og slaka á.
þetta var mikil keyrsla og við hefðum alveg getað hugsað okkur að vera lengur og fara lengra, en afkvæmin höfðu einhverra hluta vegna ekki þolinmæði í meira í bili. þrátt fyrir allar sundlaugarnar.
núna er ég of löt, en á morgun ætla ég að setja myndir á myndasíðuna mína.
hasta la vista baby
við erum komin í hús. og ferðalagið var svona:
þegar við keyrðum útúr borginni lentum við í því sem virtist endalaus röð af bílum sem voru stopp. þar eyddum við rúmum klukkutíma þangað til við komumst áfram. það reyndist hafa orðið slys þar sem vörubíll hafði runnið yfir allan veginn, misst tvo gáma sem hann flutti og þeir slengdu til nokkrum minni bílum sem voru allir í steik. dapurlegt. en svo loksins komumst við til tlacotalpan sem er lítið mjög fallegt þorp sem liggur við vatn. þar gistum við á eina hótelinu í bænum sem hafði sundlaug, en dóttirin heimtaði að komast í sund. daginn eftir fórum við í siglingu um vatnið og fengum okkur að borða áður en við keyrðum áfram til villahermosa. þar fundum við líka hótel með sundlaug og dóttirin synti. um kvöldið fórum við foreldrarnir niður á hótelbarinn þar sem við fengum okkur bjór. áður en leið á löngu vorum við komin í hörkusamræður við tvo karla og annar þeirra reyndist vera eigandi hótelsins. hann var voða ánægður með að hafa talað í fyrsta sinn á æfinni við íslending. sem er svosem alveg merkilegt, miðað við höfðatölu.
frá villahermosa keyrðum við til palenque. og fundum hótel með sundlaug. í palenque vorum við í tvær nætur. á degi tvö fórum við að skoða pýramídana sem eru mjög merkilegir og urðu enn merkilegri við að hlusta á frásögn hans victors sem er gamall leiðsögumaður á svæðinu. hann hefur stúderað hvert einasta grjót í palenque og hann útskýrði fyrir okkur kenningar sínar um að þarna hafi ekki bara verið maya indíánar heldur indverjar, arabar, gyðingar og kínverjar. og honum tókst að sannfæra okkur, enda mjög lærður og lesinn um efnið.
núnú, svo fórum við að synda í fossum sem voru svolítið kaldir, en það var bara þægilegt af því að okkur var orðið ansi heitt. í palenque sáum við risastóra tarantúlu rölta yfir veg og svo sáum við þrjá apa uppí tré. það sem ég sá ekki voru allar helv... moskítóflugurnar sem héldu veislu á kálfunum á mér. en ég fyrirgef þeim af því að ég skil þær. ég er svo góð á bragðið...hehe...
frá palenque ætluðum við svo til coatzacoalcos en þegar við nálguðumst sáum við að það er ljót iðnaðarborg og ekkert nema strompar og sullumall svo að við héldum áfram og alla leið til veracruz. þar fundum við hótel með sundlaug á þakinu. það var vinsælt. og dóttirin fór að synda. í veracruz skoðuðum við fiskadýragarðinn...eða hvað það nú heitir, svona acuario, þar sem við sáum hákarla, humar, risaskjaldbökur og allskonar stærðir og gerðir af fiskum. og svo keyrðum við heim.
núna erum við að þvo þvott og slaka á.
þetta var mikil keyrsla og við hefðum alveg getað hugsað okkur að vera lengur og fara lengra, en afkvæmin höfðu einhverra hluta vegna ekki þolinmæði í meira í bili. þrátt fyrir allar sundlaugarnar.
núna er ég of löt, en á morgun ætla ég að setja myndir á myndasíðuna mína.
hasta la vista baby
föstudagur, október 05, 2007
loksins er komið að því sem allir hafa beðið eftir.
við erum að leggja af stað í ferðalagið. í fyrramálið, á föstudagsmorgni, verður lagt af stað. við ætlum til Tlacotalpan, Catemaco, Palenque og á fleiri staði. heimkoma ekki ákveðin.
ég mun láta frá mér heyra þegar ég kemst í rafmagn, símalínur og nettengingu og leyfa þeim sem heyra vilja hvað á daga okkar drífur. dríf mig að því.
annars bið ég bara að heilsa þeim sem heilsu vilja og vona að þið hafið það gott í fjarveru minni.
nú og svo verða auðvitað myndir.
bless á meðan mitt kæra fólk.
við erum að leggja af stað í ferðalagið. í fyrramálið, á föstudagsmorgni, verður lagt af stað. við ætlum til Tlacotalpan, Catemaco, Palenque og á fleiri staði. heimkoma ekki ákveðin.
ég mun láta frá mér heyra þegar ég kemst í rafmagn, símalínur og nettengingu og leyfa þeim sem heyra vilja hvað á daga okkar drífur. dríf mig að því.
annars bið ég bara að heilsa þeim sem heilsu vilja og vona að þið hafið það gott í fjarveru minni.
nú og svo verða auðvitað myndir.
bless á meðan mitt kæra fólk.
fimmtudagur, október 04, 2007
í dag fórum við í dýragarðinn. um leið og við gengum inn í garðinn heyrðist hátt óp. það reyndist koma frá dóttur minni sem á óskiljanlegan hátt tókst að verða bitin af geitungi fremst í baugfingur hægri handar. eitthvað hefur hún verið að sveifla þeim blessunin. eftir mikil óp og gól róaðist stemmingin og dýragarðsheimsóknin gat haldið áfram. við sáum gíraffa, nashyrninga, fíla, hlébarða (ef það er ekki það sama og blettatígur þá sáum við blettatígur líka), tígrisdýr, ísbjörn, pandabirni, hinsegin birni, górillur, mörgæsir, órangútan, simpansa, flóðhesta, úlfalda, buffalóa (sem er líka gælunafn systur minnar þegar hún er reið..hehe), antílópur og allskonar önnur dýr sem ég man ekki hvað heita. jú lemúra, bavíana, flamengóa, strúta, úlfa og margt annað. ljónin földu sig svo að við sáum þau ekki.
þegar við komum heim var það eina sem mundum eftir lítill skitinn geitungur.
þegar við komum heim var það eina sem mundum eftir lítill skitinn geitungur.
þriðjudagur, október 02, 2007
veikindi frumburðarins urðu til ferðalagsfrestunar. sjáum til hvernig fer á næstu dögum.
í gær fórum við með frændfólki að horfa á fótboltaleik í estadio azteca. keppinautarnir voru el américa og cruz azul. við megum víst ekki halda með gula liðinu, el américa, af því að þeir eru erkifjendur los chivas sem eru liðið sem þessi fjölskylda heldur með. hálfgerður káerringakomplex einhver.
ég hef aldrei skilið vel þetta með fótboltabrjálæðisuppáhaldslið, en hélt samt með hinum bláu bara svona til að halda friðinn. frumburðurinn var yfir sig ánægður að horfa á leik á svona ,,alvöru" velli, en það komast víst um 120 þúsund manns í sæti á þessum velli...skilst mér. það er rúmlega nokkrum sinnum góður sautjándi júní. og allir í stuði. það er ákveðin stemming á svona dótaríi, ég verð að viðurkenna að ég smitaðist með og öskraði gooooooool þegar mínir skoruðu. leikurinn fór 2-2 svo að engin slagsmál urðu eða aðrir eftirmálar. sem er gott. svolítið heitt og sprengihætt blóðið í mexíkönum þegar þeir eru upptrekktir í fótboltagírnum.
nema hvað... tacosin og bjórinn bragðaðist vel, en nú er bara næst að passa frumburðinn.
í gær fórum við með frændfólki að horfa á fótboltaleik í estadio azteca. keppinautarnir voru el américa og cruz azul. við megum víst ekki halda með gula liðinu, el américa, af því að þeir eru erkifjendur los chivas sem eru liðið sem þessi fjölskylda heldur með. hálfgerður káerringakomplex einhver.
ég hef aldrei skilið vel þetta með fótboltabrjálæðisuppáhaldslið, en hélt samt með hinum bláu bara svona til að halda friðinn. frumburðurinn var yfir sig ánægður að horfa á leik á svona ,,alvöru" velli, en það komast víst um 120 þúsund manns í sæti á þessum velli...skilst mér. það er rúmlega nokkrum sinnum góður sautjándi júní. og allir í stuði. það er ákveðin stemming á svona dótaríi, ég verð að viðurkenna að ég smitaðist með og öskraði gooooooool þegar mínir skoruðu. leikurinn fór 2-2 svo að engin slagsmál urðu eða aðrir eftirmálar. sem er gott. svolítið heitt og sprengihætt blóðið í mexíkönum þegar þeir eru upptrekktir í fótboltagírnum.
nema hvað... tacosin og bjórinn bragðaðist vel, en nú er bara næst að passa frumburðinn.
föstudagur, september 28, 2007
fimmtudagur, september 27, 2007
miðvikudagur, september 26, 2007
einhver var að segja mér í dag að 17 gervihnettir hafi fallið af himnum ofan. geimverur eru grunaðar um verknaðinn.
ég veit ekki með ykkur en mexíkanar eru hrifnir af samsæriskenningum og eiga ekkert svo erfitt margir með að trúa á tilvist geimvera. mig grunar að þeir séu ekki eins skeptískir og t.d. ég af því að hér á bæ gerast oft hlutir sem hljóma ótrúlegri en besta skáldsaga. og stundum byrja ég að efast...hvað ef þeir hafa rétt fyrir sér en ekki ég? hvað ef bretadrottning lét drepa díönu, frímúrarar stjórna heiminum og geimverur séu komnar til jarðar?
ég veit ekki með ykkur en mexíkanar eru hrifnir af samsæriskenningum og eiga ekkert svo erfitt margir með að trúa á tilvist geimvera. mig grunar að þeir séu ekki eins skeptískir og t.d. ég af því að hér á bæ gerast oft hlutir sem hljóma ótrúlegri en besta skáldsaga. og stundum byrja ég að efast...hvað ef þeir hafa rétt fyrir sér en ekki ég? hvað ef bretadrottning lét drepa díönu, frímúrarar stjórna heiminum og geimverur séu komnar til jarðar?
þriðjudagur, september 25, 2007
ég vann verðlaun í grímuafmælinu. er bara að bíða eftir að fá góðu myndirnar til að geta montað mig, en mæ ó mæ hvað ég var fín... þó ég segi sjálf frá.
gærdagurinn (sunnudagur) fór í mikla endemis leti og almenna þreytu. og núna erum við að skoða hvernig við ætlum að eyða tímanum fram að íslandsför. spurning um að skreppa á ströndina...hmmm.... hljómar hreint ekki illa svona til að hita upp fyrir íslenska veturinn.
veit einhver um íbúð með húsgögnum sem ég gæti fengið leygða í nóvember?
bara að tékka.
og já, svo var ég að setja örfáar myndir hingað.
langar einhvern með í strandferð?
gærdagurinn (sunnudagur) fór í mikla endemis leti og almenna þreytu. og núna erum við að skoða hvernig við ætlum að eyða tímanum fram að íslandsför. spurning um að skreppa á ströndina...hmmm.... hljómar hreint ekki illa svona til að hita upp fyrir íslenska veturinn.
veit einhver um íbúð með húsgögnum sem ég gæti fengið leygða í nóvember?
bara að tékka.
og já, svo var ég að setja örfáar myndir hingað.
langar einhvern með í strandferð?
laugardagur, september 22, 2007
í gær var einn af lengri dögum ævi minnar. hann byrjaði klukkan 4 um morguninn eftir tæpra 4ra tíma svefn. þá var góssinu okkar staflað uppí flutningabíl og þegar húsið var tómt var keyrt af stað. fyrst keyrðum við til mexíkóborgar, en þá má bæta því við að deginum áður höfðum við keyrt til borgarinnar og aftur tilbaka um kvöldið. í borginni skildum við eitthvað af dóti og tvö börn eftir hjá tengdaforeldrunum (börnin höfðum við reyndar skilið eftir kveldinu áður). svo keyrðum við hinumegin útúr borginni og alla leið niðrað sjó, eða til hafnarborgarinnar veracruz. það tók okkur eina 4-5 tíma og ég var komin með góðan massívan nálasting í rassinn þegar á áfangastað var komið. í veracruz borðuðum við á hinum fræga stað la parroquia, sem þið ættuð að kannast við ef þið hafið komið til veracruz. veracruz er nokkuð karabísk í útliti, milljón manna bær, og þangað fara ameríkanar að taka upp bíómyndir sem eiga að gerast á kúbu. þetta er víst það næsta sem þeir komast og bærinn er mjög kúbulegur í útliti. líka svolítið puerto ricolegur en fólk er víst almennt betur að sér í kúbu.
nema hvað, eftir að hafa borðað mat með flutningaköllunum tveimur kom rafael, tengiliðurinn okkar og kunningi síðan við bjuggum í cancun (fyrir löööngu síðan), og tveir félagar hans sem eru tollarar og skipaeitthvað. þeir tóku við peningunum okkar og pappírum og hoppuðu svo uppí bíl með okkur og sögðu flutningagaurunum að fylgja sér. og svo keyrðum við af stað.
og við keyrðum
og keyrðum
og keyrðum
allt í einu komum við að litlu vatni þar sem nokkrum húsum hafði verið klambrað saman í einni götu. þar í gegn keyrðum við þangað til við komum að enda götunnar. þar stóð nokkuð stórt skýli. í skýlinu voru þrír ungir mjög sólarlitaðir og skítugir drengir sem hjálpuðu flutningagaurunum að raða dótinu okkar í eitt horn skýlisins. okkur var sagt að leggja bílnum við hliðina á dótinu og takk fyrir takk. svo máttum við bara fara. tollgaurinn bauðst til að skutla okkur á flugvöllinn og þar sem við keyrðum í burtu frá skýlinu horfðum við útum afturglugga litlu druslunnar á dótið okkar og bílinn. svo litum við á hvort annað og hvísluðum að vonandi myndum við sjá það aftur. þetta var allavega dúbíus staður til að skilja allt þitt hafurtask eftir, og svooo mikið af moskítóflugum. maður minn, ég er eins og gatasigti fyrir neðan hné.
nema hvað, þreyttum en upptrekktum var okkur skutlað á flugvöllinn þar sem við keyptum miða með næstu vél til mexíkóborgar. sveitt, skítug og rakaklístruð settumst við svo í kaffiteríuna þar sem við drukkum bjór í þrjár klukkustundir. svo þurftum við að bíða í aukaklukkutíma í troðfullum biðsal þangað til okkur var hleypt í vélina. það var svolítið kósí stund að labba yfir völlinn í hlýrri hafgolunni og horfa á stjörnurnar á leiðinni uppí vélina. langt síðan ég hef farið uppí flugvél öðruvísi en í gegnum ljót göng.
núnú, svo fékk ég mér annan bjór í vélinni og við lentum í mexíkóborg um tíuleytið. þegar út var komið af flugvellinum þar blasti við okkur kílómeters löng röð í leigubíla. þar sem við höfðum enga krafta til að standa þolinmóð tímunum saman ákváðum við að rölta út á götu. það gerðum við og veiddum leigubíl fljótlega. og hann keyrði okkur heim. um leið og ég lagði höfuðið á koddann féll ég í þann dýpsta svefn sem ég hef nokkurntíman sofið. mig dreymdi að ég væri fljótandi í sundlaug og það var svo afslappandi að ég hef sjaldan vitað annað eins.
svo vaknaði ég núna áðan klukkan hálf ellefu eins og nýsleginn túskildingur.
og í kveld erum við að fara í bíómyndaþemað grímuafmæli. ég er að hugsa um að vera litla stelpan í grinch myndinni.
hananú.
nema hvað, eftir að hafa borðað mat með flutningaköllunum tveimur kom rafael, tengiliðurinn okkar og kunningi síðan við bjuggum í cancun (fyrir löööngu síðan), og tveir félagar hans sem eru tollarar og skipaeitthvað. þeir tóku við peningunum okkar og pappírum og hoppuðu svo uppí bíl með okkur og sögðu flutningagaurunum að fylgja sér. og svo keyrðum við af stað.
og við keyrðum
og keyrðum
og keyrðum
allt í einu komum við að litlu vatni þar sem nokkrum húsum hafði verið klambrað saman í einni götu. þar í gegn keyrðum við þangað til við komum að enda götunnar. þar stóð nokkuð stórt skýli. í skýlinu voru þrír ungir mjög sólarlitaðir og skítugir drengir sem hjálpuðu flutningagaurunum að raða dótinu okkar í eitt horn skýlisins. okkur var sagt að leggja bílnum við hliðina á dótinu og takk fyrir takk. svo máttum við bara fara. tollgaurinn bauðst til að skutla okkur á flugvöllinn og þar sem við keyrðum í burtu frá skýlinu horfðum við útum afturglugga litlu druslunnar á dótið okkar og bílinn. svo litum við á hvort annað og hvísluðum að vonandi myndum við sjá það aftur. þetta var allavega dúbíus staður til að skilja allt þitt hafurtask eftir, og svooo mikið af moskítóflugum. maður minn, ég er eins og gatasigti fyrir neðan hné.
nema hvað, þreyttum en upptrekktum var okkur skutlað á flugvöllinn þar sem við keyptum miða með næstu vél til mexíkóborgar. sveitt, skítug og rakaklístruð settumst við svo í kaffiteríuna þar sem við drukkum bjór í þrjár klukkustundir. svo þurftum við að bíða í aukaklukkutíma í troðfullum biðsal þangað til okkur var hleypt í vélina. það var svolítið kósí stund að labba yfir völlinn í hlýrri hafgolunni og horfa á stjörnurnar á leiðinni uppí vélina. langt síðan ég hef farið uppí flugvél öðruvísi en í gegnum ljót göng.
núnú, svo fékk ég mér annan bjór í vélinni og við lentum í mexíkóborg um tíuleytið. þegar út var komið af flugvellinum þar blasti við okkur kílómeters löng röð í leigubíla. þar sem við höfðum enga krafta til að standa þolinmóð tímunum saman ákváðum við að rölta út á götu. það gerðum við og veiddum leigubíl fljótlega. og hann keyrði okkur heim. um leið og ég lagði höfuðið á koddann féll ég í þann dýpsta svefn sem ég hef nokkurntíman sofið. mig dreymdi að ég væri fljótandi í sundlaug og það var svo afslappandi að ég hef sjaldan vitað annað eins.
svo vaknaði ég núna áðan klukkan hálf ellefu eins og nýsleginn túskildingur.
og í kveld erum við að fara í bíómyndaþemað grímuafmæli. ég er að hugsa um að vera litla stelpan í grinch myndinni.
hananú.
miðvikudagur, september 19, 2007
maðurinn með hattinn stendur upp við staur. borgar ekki skattinn því hann á engan aur. hausinn oní maga. maginn oní skó. reima svo fyrir og hendonum útí sjó.
mexíkanar eru svolítið eins og kínverjar. þeir eru rosalega margir, þeir eru lang flestir svarthærðir og þeir eru duglegir við að búa til sjóræningjaeintök af öllum fjáranum.
einu sinni voru til íslenskir skór sem hétu x-18. mexíkani nokkur fór til íslands að heimsækja framleiðandann, fékk prufur af skónum til að skipuleggja sölu í mexíkó, fór með prufurnar í ódýra verksmiðju og hóf að selja alveg eins skó á flóamörkuðum. hér eru til ódýrar eftirhermur af dýrum úrum (ég gaf föður mínum til dæmis mjög lélegt rolex úr einusinni í jólagjöf), dýrum töskum, skartgripum, ilmvötnum og allskyns merkjavöru. á hverju götuhorni er hægt að kaupa ólöglegar útgáfur af geisladiskum og bíómyndum (reyndar oftar en ekki með hilarioso þýðingum sem koma myndinni nákvæmlega ekkert við), meira að segja ólöglegir tölvuleikir eru allstaðar til sölu. margir götusalar selja ólögleg eintök af bókum. maður verður bara að passa sig að tékka hvort þetta sé ekki örugglega réttur texti innan í kápunni. ef þú t.d. kaupir harry potter er ágætt að kíkja hvort það stendur einhverstaðar harry potter í textanum. svo eru líka veitingastaðir og barir sem nota nöfn sem hljóma eins og enska útgáfan þegar þau eru lesin á spænsku og lógóin eru næstum því alveg eins og frumútgáfan. hér eru t.d. jarro café (lesið harrocafé), taco beil, starbus café og ýmislegt fleira.
það sem mér þykir þó einna fyndnast er verslun sem er frekar nýleg, stór og vinsæl. hún heitir idea. í idea getur þú keypt nákvæmar eftirlíkingar af hinum ýmsustu vörum sem fást í ikea, nema bara aðeins dýrari. ikea þykir fínt hér á landi en sumir senda meira að segja eftir vörum þaðan frá bandaríkjunum því að í mexíkó er ekki til ikea. bara idea. ætli búðin sé ólögleg? það er alveg spurning...
svona sjóræningjastarfsemi er alveg ólögleg hérna í mexíkó. hún er bara svo algeng og svo orðin svo rótgróin að engum dettur í hug að það sé hægt að uppræta hana. af og til er stormað inní geisladiska og bíómyndaframleiðslur og tonn af diskum gerð upptæk. þrátt fyrir það er enginn skortur af vörum á markaðnum. þetta eru sterk öfl.
einu sinni gekk ég eftir svona ólöglegri markaðsgötu þegar gaur kom hlaupandi sem blístraði á alla að löggan væri að koma. á augnabliki hvarf markaðurinn eins og hendi væri veifað. um leið og hann hvarf kom lögreglubíll á hægagangi eftir götunni. salarnir hölluðu sér blístrandi uppað vegg og horfðu uppí loftið. jafnóðum og löggubíllin fór framhjá birtust básarnir aftur, eins og þeir vissu að löggurnar myndu ekkert vera að hafa fyrir því að líta aftur fyrir sig. um leið og bíllinn hvarf fyrir horn var götulífið komið í sama horf eins og ekkert hefði í skorist.
það versta og kaldhæðnasta er að kínverjarnir eru komnir og þeir eru víst að fara illa með mexíkanska sjóræningjamarkaðinn með því að bjóða skranið enn ódýrara.
mexíkanar eru svolítið eins og kínverjar. þeir eru rosalega margir, þeir eru lang flestir svarthærðir og þeir eru duglegir við að búa til sjóræningjaeintök af öllum fjáranum.
einu sinni voru til íslenskir skór sem hétu x-18. mexíkani nokkur fór til íslands að heimsækja framleiðandann, fékk prufur af skónum til að skipuleggja sölu í mexíkó, fór með prufurnar í ódýra verksmiðju og hóf að selja alveg eins skó á flóamörkuðum. hér eru til ódýrar eftirhermur af dýrum úrum (ég gaf föður mínum til dæmis mjög lélegt rolex úr einusinni í jólagjöf), dýrum töskum, skartgripum, ilmvötnum og allskyns merkjavöru. á hverju götuhorni er hægt að kaupa ólöglegar útgáfur af geisladiskum og bíómyndum (reyndar oftar en ekki með hilarioso þýðingum sem koma myndinni nákvæmlega ekkert við), meira að segja ólöglegir tölvuleikir eru allstaðar til sölu. margir götusalar selja ólögleg eintök af bókum. maður verður bara að passa sig að tékka hvort þetta sé ekki örugglega réttur texti innan í kápunni. ef þú t.d. kaupir harry potter er ágætt að kíkja hvort það stendur einhverstaðar harry potter í textanum. svo eru líka veitingastaðir og barir sem nota nöfn sem hljóma eins og enska útgáfan þegar þau eru lesin á spænsku og lógóin eru næstum því alveg eins og frumútgáfan. hér eru t.d. jarro café (lesið harrocafé), taco beil, starbus café og ýmislegt fleira.
það sem mér þykir þó einna fyndnast er verslun sem er frekar nýleg, stór og vinsæl. hún heitir idea. í idea getur þú keypt nákvæmar eftirlíkingar af hinum ýmsustu vörum sem fást í ikea, nema bara aðeins dýrari. ikea þykir fínt hér á landi en sumir senda meira að segja eftir vörum þaðan frá bandaríkjunum því að í mexíkó er ekki til ikea. bara idea. ætli búðin sé ólögleg? það er alveg spurning...
svona sjóræningjastarfsemi er alveg ólögleg hérna í mexíkó. hún er bara svo algeng og svo orðin svo rótgróin að engum dettur í hug að það sé hægt að uppræta hana. af og til er stormað inní geisladiska og bíómyndaframleiðslur og tonn af diskum gerð upptæk. þrátt fyrir það er enginn skortur af vörum á markaðnum. þetta eru sterk öfl.
einu sinni gekk ég eftir svona ólöglegri markaðsgötu þegar gaur kom hlaupandi sem blístraði á alla að löggan væri að koma. á augnabliki hvarf markaðurinn eins og hendi væri veifað. um leið og hann hvarf kom lögreglubíll á hægagangi eftir götunni. salarnir hölluðu sér blístrandi uppað vegg og horfðu uppí loftið. jafnóðum og löggubíllin fór framhjá birtust básarnir aftur, eins og þeir vissu að löggurnar myndu ekkert vera að hafa fyrir því að líta aftur fyrir sig. um leið og bíllinn hvarf fyrir horn var götulífið komið í sama horf eins og ekkert hefði í skorist.
það versta og kaldhæðnasta er að kínverjarnir eru komnir og þeir eru víst að fara illa með mexíkanska sjóræningjamarkaðinn með því að bjóða skranið enn ódýrara.
mánudagur, september 17, 2007
í gær fórum við í bæinn þar sem við fengum fánalitina málaða á kinnarnar, allskonar fánalitað skran og lentum í sápufroðustríði. það er nokkuð sem mexíkanar eru gjarnir á að gera þegar þeir eru glaðir á almannafæri. að sprauta froðu hver á annan.
svo drukkum við tequila og öskruðum viva mexico.
í morgun skröltum við uppá þak þar sem við sáum flota mexíkanska flughersins hringsóla yfir borginni. reyndar er hún svo stór að flugvélarnar og þyrlurnar sáust í smá stund, hurfu svo í nokkra stund og birtust svo aftur. svolítið svona... vááá.. dúmmdídúmm.............. vááá... dúmmdídúmm.......................... æi þú veist.
djöfull eru þættirnir um stúlkurnar í playboyhúsinu annars klikkaðir!
svo drukkum við tequila og öskruðum viva mexico.
í morgun skröltum við uppá þak þar sem við sáum flota mexíkanska flughersins hringsóla yfir borginni. reyndar er hún svo stór að flugvélarnar og þyrlurnar sáust í smá stund, hurfu svo í nokkra stund og birtust svo aftur. svolítið svona... vááá.. dúmmdídúmm.............. vááá... dúmmdídúmm.......................... æi þú veist.
djöfull eru þættirnir um stúlkurnar í playboyhúsinu annars klikkaðir!
laugardagur, september 15, 2007
í dag er sjálfstæðisdagur mexíkó. í kveld mun forsetinn góla ,,viva mexico!" af svölum stjórnarráðshússins á miðju zocalo-torginu. fyrst gólar hann viva hidalgo, viva morelos, viva la independencia og eitthvað svona fleira. í hvert sinn sem hann segir viva eitthvað hrópar mannhafið á móti viva! og þegar viva mexíkóið kemur í lokin hrópar lýðurinn þrisvar sinnum viva! svona svolítið eins og húrra húrra húrra.
við erum í borginni í dag. erum að hugsa um að skilja afkvæmin eftir hjá tengdaforeldrunum og skella okkur niðrí bæ að kíkja á herra calderón. hann er mis-vinsæll forseti. fylgjendur prd flokksins viðurkenna hann ekki sem forseta, segja hann hafa sigrað með svindli. og þau gera honum lífið leitt. ætli það verði ekki eitthvað baulað á hann í kvöld.
svo er rakarinn dáinn. hann var búinn að klippa og raka karlana hér í hverfi tengdaforeldranna í yfir hálfa öld. svo dó hann bara allt í einu. og nú vex hár tengdaföðurins og tengdamóðurafans villt og galið og þeir eru eins og villuráfandi loðin lítil börn sem vita ekki hvert þau eiga að snúa sér með allt þetta hár. rakarastofa dána rakarans er eins og tímavél. hérna uppi er mynd af henni og ef vel er að gáð má sjá glitta í rakarann sjálfan í felum í hvítu skyrtunni sinni.
fimmtudagur, september 13, 2007
miðvikudagur, september 12, 2007
rakst á þetta skemmtilega vídeó núna rétt í þessu. takið eftir litlu sætu konunni í rauða gallanum. hún er amma mín.
þriðjudagur, september 11, 2007
mánudagur, september 10, 2007
allt stefnir í að ég þurfi ekkert að vera mikið lengur hér á landi. best að hoppa barasta aftur yfir í fyrsta heiminn þar sem allt er einfaldara. vantar einhvern spænsku-/félagsfræði-/tjáningarkennara? vill einhver fá mig aftur heim? er einhverjum ekki nákvæmlega sama hvar ég held mig? ha? þykir nokkrum vænt um mig? á ég ekki bara að hverfa af yfirborði jarðar? ha? er það ekki það sem þið viljið? ha? eða hvað?
neeei.... ég segi svona.... djohók maður. ha!
neeei.... ég segi svona.... djohók maður. ha!
laugardagur, september 08, 2007
núna sit ég hér og get ekki annað. er í hermannafelustuttermabol. í spænsku er ekki hægt að búa til samsett orð. svona eins og sumarbústaðarborðstofuborðdúkur eða mannandskoti eða tölvuleikur eða skítalabbi eða táfýla eða sjálfstæðishetja.
það er líka ýmislegt hægt að segja á spænsku sem er ekki hægt að þýða almennilega yfir á íslensku. sérstaklega í blótdeildinni. blót hérna er mikið tengt móður fólks, kynlífi og kynfærum. stundum er öllu því blandað saman. eitt algengt blót væri til dæmis að biðja viðkomandi um að eiga kynlífsstund með móður sinni. óþekkt móðir sem starfar sem vændiskona er líka mikið ákölluð. en þegar ég er spurð hvernig við segjum það sama á íslensku er ég alveg pass. ég kann bara að ákalla andskotann og heimili hans. get í mesta lagi beðið fólk um að hoppa uppí rassgatið á sér, en það er samt líka einhvernvegin orðið asnalegt eftir að ég hætti að vera 10 ára.
það er nú svo og svo er nú það.
en ástæðan fyrir því að ég er í hermannafelustuttermabol er sú að við erum að fara í svona málningarslettubyssueltingarleik. sem er orð sem ég hefði t.d. aldrei getað sagt á spænsku. ég hefði þurft að segja (og það í öfugri röð), juego de atrapadas de pistolas de plastas de pintura. sem er samt asnalegt. enda er þetta bara kallað gotcha sem er ábyggilega komið af got´ya á ensku eða eitthvað svoleiðis.
og ég er að fá stressniðurgang - diarrea de estrés.
það er líka ýmislegt hægt að segja á spænsku sem er ekki hægt að þýða almennilega yfir á íslensku. sérstaklega í blótdeildinni. blót hérna er mikið tengt móður fólks, kynlífi og kynfærum. stundum er öllu því blandað saman. eitt algengt blót væri til dæmis að biðja viðkomandi um að eiga kynlífsstund með móður sinni. óþekkt móðir sem starfar sem vændiskona er líka mikið ákölluð. en þegar ég er spurð hvernig við segjum það sama á íslensku er ég alveg pass. ég kann bara að ákalla andskotann og heimili hans. get í mesta lagi beðið fólk um að hoppa uppí rassgatið á sér, en það er samt líka einhvernvegin orðið asnalegt eftir að ég hætti að vera 10 ára.
það er nú svo og svo er nú það.
en ástæðan fyrir því að ég er í hermannafelustuttermabol er sú að við erum að fara í svona málningarslettubyssueltingarleik. sem er orð sem ég hefði t.d. aldrei getað sagt á spænsku. ég hefði þurft að segja (og það í öfugri röð), juego de atrapadas de pistolas de plastas de pintura. sem er samt asnalegt. enda er þetta bara kallað gotcha sem er ábyggilega komið af got´ya á ensku eða eitthvað svoleiðis.
og ég er að fá stressniðurgang - diarrea de estrés.
fimmtudagur, september 06, 2007
fórum með börnin á flugdrekasafnið. það er safn tileinkað börnum þar sem á að snerta allt og fikta í öllu. við sáum uppruna jarðarinnar í risastóru hvelfingarbíói þar sem maður lá í sætinu og horfði upp í loftið. við sáum risaeðlur á risaskjá í þrívídd. við flugum yfir mexíkó í bíósætum sem hreyfðust í takt við flugið okkar. við bjuggum til risastórar sápukúlur. við skoðuðum dýr í krukkum. við fiktuðum í allskonar dótaríi og skemmtum okkur konunglega.
svo komum við hingað heim til tengdó þar sem við ætlum að eyða helginni. á laugardaginn ætlum við í paintball með frændfólki og fleirum í tilefni frumburðarafmælisins.
núna erum við að fara að borða rosalega flotta köku.
svo komum við hingað heim til tengdó þar sem við ætlum að eyða helginni. á laugardaginn ætlum við í paintball með frændfólki og fleirum í tilefni frumburðarafmælisins.
núna erum við að fara að borða rosalega flotta köku.
miðvikudagur, september 05, 2007
næsta afmæli á morgun. frumburðurinn tólf ára. sjís maður. eins gott að ég á nóg af flórsykri og kakói og svona fyrir allar þessar kökur.
núna er föðurlandsmánuðurinn hérna í mexíkó. þann 15. er þjóðhátíðardagurinn og allan september er verið að halda uppá hann. Hús eru skreytt með fánum, götusalar selja skran í fánalitunum, skólar halda hátíðir þar sem börn eru klædd í indíánaföt og í kringum þann 15. eru haldin partý.
Hér með legg ég til að júní verði allur lagður undir þann 17. heima á fróni. júní verði gleðimánuður ársins þar sem allir ramba um stútfullir af þjóðarstolti.
aðra mánuði mættu sumir læra meiri þjóðarhógværð. hógværð er góð sé henni ekki snúið uppí undirlægjuhátt. rembingur er eitt af því leiðinlegra sem ég veit.
en nú er ég að fara í bað að skola af mér body-combat svitann.
já berglind. ég fór í body-combat. aunque usted no lo crea.
núna er föðurlandsmánuðurinn hérna í mexíkó. þann 15. er þjóðhátíðardagurinn og allan september er verið að halda uppá hann. Hús eru skreytt með fánum, götusalar selja skran í fánalitunum, skólar halda hátíðir þar sem börn eru klædd í indíánaföt og í kringum þann 15. eru haldin partý.
Hér með legg ég til að júní verði allur lagður undir þann 17. heima á fróni. júní verði gleðimánuður ársins þar sem allir ramba um stútfullir af þjóðarstolti.
aðra mánuði mættu sumir læra meiri þjóðarhógværð. hógværð er góð sé henni ekki snúið uppí undirlægjuhátt. rembingur er eitt af því leiðinlegra sem ég veit.
en nú er ég að fara í bað að skola af mér body-combat svitann.
já berglind. ég fór í body-combat. aunque usted no lo crea.
mánudagur, september 03, 2007
fyrir sléttum 5 árum bjó ég á freyjugötu. þann 3.sept. 2002 sat ég í vínrauðum plusssófa að horfa á gamanmyndir og borða uppáhalds pizzuna mína úr eldsmiðjunni. á nokkra mínútna fresti setti ég á pásu á meðan andlitið á mér herptist saman vegna verkja.
þegar bíómyndirnar og pizzan voru búin kom pabbi og skutlaði mér og makanum yfir götuna á lansann þar sem ég fór í bað.
klukkan tuttugu mínútur fyrir miðnætti kom hún svo í heiminn. hún lotta. og í dag er hún búin með hálfan áratug af lífi.
þegar hún vaknaði í morgun leit hún niður eftir fótleggjunum á sér, horfði svo á handabökin á sér, snéri sér að mér og sagði: ,, sjáðu, ég er orðin stærri!". ég er svei mér ekki frá því að hún hafi rétt fyrir sér.
þegar bíómyndirnar og pizzan voru búin kom pabbi og skutlaði mér og makanum yfir götuna á lansann þar sem ég fór í bað.
klukkan tuttugu mínútur fyrir miðnætti kom hún svo í heiminn. hún lotta. og í dag er hún búin með hálfan áratug af lífi.
þegar hún vaknaði í morgun leit hún niður eftir fótleggjunum á sér, horfði svo á handabökin á sér, snéri sér að mér og sagði: ,, sjáðu, ég er orðin stærri!". ég er svei mér ekki frá því að hún hafi rétt fyrir sér.
sunnudagur, september 02, 2007
afmælið var skemmtilegt. fullt af börnum að hoppa á uppblásinni rennibraut. fullt af fólki að borða, tala og hlæja. prinsessur og hafmeyjur voru lamdar í spað með priki og útúr þeim hrundu hrúgur af sykri dulbúnum í fallegum pappír og plastdóti. kökurnar mínar slógu í gegn og sumir fóru meira að segja með kökusneiðar heim í nesti.
í dag er þreyttur sunnudagur. þeir eru stundum svolítið þreyttir greyin. ég ætla samt að reyna að finna hjá mér orku til að setja á myndasíðuna mína myndir úr afmælinu og kannski einhverju fleiru.
er ég á leið heim? kannski bara.
í dag er þreyttur sunnudagur. þeir eru stundum svolítið þreyttir greyin. ég ætla samt að reyna að finna hjá mér orku til að setja á myndasíðuna mína myndir úr afmælinu og kannski einhverju fleiru.
er ég á leið heim? kannski bara.
laugardagur, september 01, 2007
ein ég sit og baka
inní stóru húsi
enginn kemur að sjá mig
nema hellingur af nágrönnum
hoppaðu upp og lokaðu augunum
bentu í austur
bentu í vestur
bentu á þann sem að þér þykir bestur.
marensinn er flottur, gulrótarkakan brilli og súkkulaðikakan var pís of keik, svo ég leyfi mér aðeins að sletta. þeir sletta kreminu sem eiga það.
í morgun fór ég með tengdamóðurina í zumba tíma. það er svona dans-leikfimistími. við slettum úr klaufunum með hinum klaufunum. þeir sletta klaufunum sem eiga þá. leiðbeinandinn var lítill og brúnn hommi. þessi hommatýpa sem beygir úlnliðinn fram og nýtur sín við að dilla mjöðmunum. mjög skemmtilegur og glaður ungur maður. hann lét okkur dansa merengue, salsa, reggaeton og allskonar fleira skemmtilegt dótarí. og við dilluðum okkur og sveigðum mjaðmir og hendur í allar áttir svo að svitinn lak af okkur og niður á gólf. þeir sletta svitanum sem eiga hann.
tengdamóðirin var svolítið fyndin þar sem henni tókst einhvernvegin alltaf að fara í öfuga átt við alla hina. og svo hló hún, enda glöð mjög.
það var gaman.
fékk mig samt til að hugsa... af hverju hef ég aldrei gert svona með minni eigin móður? en koma tímar og koma ráð. koma líka leikfimi- og danstímar.
inní stóru húsi
enginn kemur að sjá mig
nema hellingur af nágrönnum
hoppaðu upp og lokaðu augunum
bentu í austur
bentu í vestur
bentu á þann sem að þér þykir bestur.
marensinn er flottur, gulrótarkakan brilli og súkkulaðikakan var pís of keik, svo ég leyfi mér aðeins að sletta. þeir sletta kreminu sem eiga það.
í morgun fór ég með tengdamóðurina í zumba tíma. það er svona dans-leikfimistími. við slettum úr klaufunum með hinum klaufunum. þeir sletta klaufunum sem eiga þá. leiðbeinandinn var lítill og brúnn hommi. þessi hommatýpa sem beygir úlnliðinn fram og nýtur sín við að dilla mjöðmunum. mjög skemmtilegur og glaður ungur maður. hann lét okkur dansa merengue, salsa, reggaeton og allskonar fleira skemmtilegt dótarí. og við dilluðum okkur og sveigðum mjaðmir og hendur í allar áttir svo að svitinn lak af okkur og niður á gólf. þeir sletta svitanum sem eiga hann.
tengdamóðirin var svolítið fyndin þar sem henni tókst einhvernvegin alltaf að fara í öfuga átt við alla hina. og svo hló hún, enda glöð mjög.
það var gaman.
fékk mig samt til að hugsa... af hverju hef ég aldrei gert svona með minni eigin móður? en koma tímar og koma ráð. koma líka leikfimi- og danstímar.
föstudagur, ágúst 31, 2007
gerði skúffuköku í dag (fimmtudag), bara til að prófa. hún varð að molum. helvítis gasofnar. ég er samt eiginlega búin að fatta hann. en mikið fjandi er pirrandi að baka ljótar kökur. hún var góð á bragðið, það vantar ekki, en ljótur andskoti.
tengdamóðirin er komin til að hjálpa við afmælisundirbúning. þetta verður stærsta barnaafmæli sem ég hef haldið hingað til. ég er vön kaffisamsætum á milli 3 og 6 en ekki risafjölskylduteitum frá morgni til kvölds. en þetta verður gaman. o sei sei.
nieves kemur að hjálpa mér á morgun. ég ætla að gefa henni ljótu skúffukökuna.
tengdamóðirin er komin til að hjálpa við afmælisundirbúning. þetta verður stærsta barnaafmæli sem ég hef haldið hingað til. ég er vön kaffisamsætum á milli 3 og 6 en ekki risafjölskylduteitum frá morgni til kvölds. en þetta verður gaman. o sei sei.
nieves kemur að hjálpa mér á morgun. ég ætla að gefa henni ljótu skúffukökuna.
fimmtudagur, ágúst 30, 2007
konurnar hérna tala mikið um þær sem þrífa hjá þeim. það er ýmislegt sem þeim líkar ekki, og líki þeim ekki eitthvað eru þær yfirleitt snöggar að losa sig við þrifurnar. sumar vilja að þær búi hjá sér. í flestum húsum er vinnukonuherbergi sem þær útbúa með rúmi, skúffum og litlu sjónvarpi. og eigin baðherbergi.
þrifurnar mega ekki þvælast fyrir. þær mega ekki tala mikið. þær eiga helst að vita fyrirfram hvað þær eiga að gera svo að húsmóðirin þurfi ekki að vera á eftir henni að útskýra eða biðja um hitt og þetta. þær mega ekki vera með fjölskyldumeðlimi á svæðinu, nema í sérstökum tilfellum lítil börn. þær mega ekki fara í burtu nema á sunnudögum. þær mega ekki segja nei. þær mega ekki nota önnur baðherbergi eða sjónvörp en sín eigin. þær verða að þrífa vel. þær verða að elda vel. þær verða að nenna börnunum á heimilinu. þær verða að gera það sem þær eiga að gera þegar þær eiga að gera það. helst áður en einhverjum dettur í hug að þær þurfi að gera það. þær mega ekki koma með gesti og þær strauja mikið. og þær fá 600-900 krónur á dag í laun. 900 þær sem koma og fara. 600 þær sem búa á heimilinu af því að þær fá húsnæði og mat og afnot af þvottabretti til að þvo fötin sín. þvottavélin og þurrkarinn eru fyrir fjölskyldumeðlimi.
ég er með hálfgert allsherjar samviskubit gagnvart þessum konum. eða stelpum, sumar eru ekki nema um 16-17 ára. þessar ungu eru víst góðar af því að þær hlýða vel og eru ekki með fyrirframgefnar hugmyndir...og eiga ekki börn. samviskubitið stafar af því að þetta er hálfgert þrælahald. mér er sagt að þetta sé það eina sem þær geta gert, þær hafi enga menntun og fái hvergi annarstaðar vinnu. nema eitthvað sem er hvort eð er skít-illa borgað. og að þetta sé mannlegra og öruggara en margt annað sem þær gætu lent í. það er samt eitthvað sem stingur mig.
ég ætlaði alltaf að neita aðstoð. svo kom nieves sem sagði mér að þetta væri það eina sem hún kann að gera, að hún þurfi að sjá fyrir börnunum sínum fimm og hvort ég væri svo væn að leyfa henni að vinna fyrir mig. fyrir utan hvað það er gott að fá hana leið mér betur þegar ég sá hvað hún var þakklát fyrir að fá að vinna heima hjá mér. ég borga henni 900 kall svo að ég skemmi ekki harmóníuna í hverfinu með því að vera sú sem spillir vinnukonunum. en ég bið hana ekki um neitt. ég myndi ekki einu sinni kunna við það. hún gerir bara það sem henni finnst hún eiga að gera, stundum stoppa ég hana af þegar mér finnst hún hafa gert of mikið, og ég sendi hana heim með mat sem á hvort eð er eftir að fara til spillis í ísskápnum mínum, föt sem passa ekki lengur á börnin mín og tréliti og dótarí sem flæða útúr barnaherbergjunum hérna en koma sér vel fyrir börnin hennar í skólanum. hún straujar ekki, eldar ekki og kemur með börnin sín með sér þegar hún hefur engan stað fyrir þau. þau eru orðin góðir vinir dóttur minnar og hún verður fúl ef krakkarnir koma ekki með.
mér dettur heldur ekki í hug að kvarta þegar kerlurnar sitja og kvabba yfir ,,sínum" konum. þannig held ég samviskunni minni rólegri. það er samt alltaf eitthvað inni í mér.
þrifurnar mega ekki þvælast fyrir. þær mega ekki tala mikið. þær eiga helst að vita fyrirfram hvað þær eiga að gera svo að húsmóðirin þurfi ekki að vera á eftir henni að útskýra eða biðja um hitt og þetta. þær mega ekki vera með fjölskyldumeðlimi á svæðinu, nema í sérstökum tilfellum lítil börn. þær mega ekki fara í burtu nema á sunnudögum. þær mega ekki segja nei. þær mega ekki nota önnur baðherbergi eða sjónvörp en sín eigin. þær verða að þrífa vel. þær verða að elda vel. þær verða að nenna börnunum á heimilinu. þær verða að gera það sem þær eiga að gera þegar þær eiga að gera það. helst áður en einhverjum dettur í hug að þær þurfi að gera það. þær mega ekki koma með gesti og þær strauja mikið. og þær fá 600-900 krónur á dag í laun. 900 þær sem koma og fara. 600 þær sem búa á heimilinu af því að þær fá húsnæði og mat og afnot af þvottabretti til að þvo fötin sín. þvottavélin og þurrkarinn eru fyrir fjölskyldumeðlimi.
ég er með hálfgert allsherjar samviskubit gagnvart þessum konum. eða stelpum, sumar eru ekki nema um 16-17 ára. þessar ungu eru víst góðar af því að þær hlýða vel og eru ekki með fyrirframgefnar hugmyndir...og eiga ekki börn. samviskubitið stafar af því að þetta er hálfgert þrælahald. mér er sagt að þetta sé það eina sem þær geta gert, þær hafi enga menntun og fái hvergi annarstaðar vinnu. nema eitthvað sem er hvort eð er skít-illa borgað. og að þetta sé mannlegra og öruggara en margt annað sem þær gætu lent í. það er samt eitthvað sem stingur mig.
ég ætlaði alltaf að neita aðstoð. svo kom nieves sem sagði mér að þetta væri það eina sem hún kann að gera, að hún þurfi að sjá fyrir börnunum sínum fimm og hvort ég væri svo væn að leyfa henni að vinna fyrir mig. fyrir utan hvað það er gott að fá hana leið mér betur þegar ég sá hvað hún var þakklát fyrir að fá að vinna heima hjá mér. ég borga henni 900 kall svo að ég skemmi ekki harmóníuna í hverfinu með því að vera sú sem spillir vinnukonunum. en ég bið hana ekki um neitt. ég myndi ekki einu sinni kunna við það. hún gerir bara það sem henni finnst hún eiga að gera, stundum stoppa ég hana af þegar mér finnst hún hafa gert of mikið, og ég sendi hana heim með mat sem á hvort eð er eftir að fara til spillis í ísskápnum mínum, föt sem passa ekki lengur á börnin mín og tréliti og dótarí sem flæða útúr barnaherbergjunum hérna en koma sér vel fyrir börnin hennar í skólanum. hún straujar ekki, eldar ekki og kemur með börnin sín með sér þegar hún hefur engan stað fyrir þau. þau eru orðin góðir vinir dóttur minnar og hún verður fúl ef krakkarnir koma ekki með.
mér dettur heldur ekki í hug að kvarta þegar kerlurnar sitja og kvabba yfir ,,sínum" konum. þannig held ég samviskunni minni rólegri. það er samt alltaf eitthvað inni í mér.
miðvikudagur, ágúst 29, 2007
ég fór í líkamsrækt í fyrsta sinn í langan tíma í morgun. núna á ég erfitt með að fara upp og niður tröppur.
nágrannakonurnar byrjuðu í jóga á sama tíma. þær ætla að fara í jóga daglega. og kannski líka eróbikk tíma. mér skilst að þær segi þetta á hverju hausti en hætti svo að fara eftir nokkrar vikur. mér skilst líka að loreto, þessi sem sofnar þegar hún hlær, prumpi svo mikið í jógatímum að engin hinna nái að einbeita sér. þess vegna fer ég ekki í jóga. ekki af því að hún prumpar, heldur af því að ég er hrædd um að gera það sjálf. og ef einhver prumpar í jógatímum mun ég vera sú fyrsta sem byrjar að hlæja og sú síðasta sem hættir. ég á mjög erfitt með svoleiðis aðstæður.
loreto, þessi sem sofnar og prumpar, segist aldrei prumpa fyrir framan eiginmann sinn og að hann prumpi ekki heldur fyrir framan hana. ég hef heyrt af fleiri svoleiðis hjónaböndum hérna í mexíkó. einn vinur makans fer alltaf inná klósett til að prumpa, svona eins og ónefnd nafna systur minnar frænka gerir á morgnana. einhvernvegin þykir mér það skrýtið. kannski er það bara af því að ég er alin upp við prumpusamkeppnir og ropmeting.
ég er heimilisprumpari. prumpa þar sem ég er afslöppuð og á heimavelli. fer líka eftir félagsskap. rop er fyrsta stig. svo kemur hitt.
það væri nú eiginlega spennandi að rannsaka þetta fyrirbæri, hvort afstaða til prumps sé menningar- eða einstaklingsbundin. hmmm....
ætluðu ekki fleiri að gefa mér kökuuppskriftir?
nágrannakonurnar byrjuðu í jóga á sama tíma. þær ætla að fara í jóga daglega. og kannski líka eróbikk tíma. mér skilst að þær segi þetta á hverju hausti en hætti svo að fara eftir nokkrar vikur. mér skilst líka að loreto, þessi sem sofnar þegar hún hlær, prumpi svo mikið í jógatímum að engin hinna nái að einbeita sér. þess vegna fer ég ekki í jóga. ekki af því að hún prumpar, heldur af því að ég er hrædd um að gera það sjálf. og ef einhver prumpar í jógatímum mun ég vera sú fyrsta sem byrjar að hlæja og sú síðasta sem hættir. ég á mjög erfitt með svoleiðis aðstæður.
loreto, þessi sem sofnar og prumpar, segist aldrei prumpa fyrir framan eiginmann sinn og að hann prumpi ekki heldur fyrir framan hana. ég hef heyrt af fleiri svoleiðis hjónaböndum hérna í mexíkó. einn vinur makans fer alltaf inná klósett til að prumpa, svona eins og ónefnd nafna systur minnar frænka gerir á morgnana. einhvernvegin þykir mér það skrýtið. kannski er það bara af því að ég er alin upp við prumpusamkeppnir og ropmeting.
ég er heimilisprumpari. prumpa þar sem ég er afslöppuð og á heimavelli. fer líka eftir félagsskap. rop er fyrsta stig. svo kemur hitt.
það væri nú eiginlega spennandi að rannsaka þetta fyrirbæri, hvort afstaða til prumps sé menningar- eða einstaklingsbundin. hmmm....
ætluðu ekki fleiri að gefa mér kökuuppskriftir?
þriðjudagur, ágúst 28, 2007
laugardagur, ágúst 25, 2007
erum heima hjá tengdaforeldrunum yfir helgina. makinn með salmonellu. mikið gaman.
hér niðri í tveimur íbúðum búa tvær systur tengdapabbans. þær eru um sjötugt en rífast eins og litlar systur og skella hurðum hvor á aðra. svo tala þær ekki saman í nokkra daga, vikur eða mánuði. þær rífast oftast útaf ketti annarar eða yfir því hvor þeirra sé meiri kerling. ég held að þær tali saman í dag. er samt ekki viss.
púslukerlingarnar og ég fórum saman að borða morgunmat á veitingahúsi í morgun. hérna fara heimavinnandi húsmæður oft saman út að borða á morgnana á meðan indíánakonur þrífa húsin þeirra og börnin eru í skólanum. þar borða þær megrunarmorgunmat, en leggi þær í eitthvað sem er ekki megrunar, tala þær endalaust um það. svo kvarta þær yfir öðrum konum, kennurum barna sinna og gæludýrunum sínum og skiptast á ráðleggingum um heimilishald og barnauppeldi.
ég borða bara eitthvað sem mér finnst gott og hlusta.
áðan var ég dregin inná hárgreiðslustofu. hérna fyrir framan tengdaforeldraheimilið er lítil hárgreiðslustofa sem heitir the world. sem er fyndið af því að starfsfólkið getur ekki borið nafnið fram og svarar þessvegna frekar kjánalega í símann. þau þekkja mig frá fornu fari og um leið og ég birtist var ég dregin inn. hárið á mér litað, sem er fínt því þau gráu voru farin að gægjast fram, og snyrtir endarnir. núna er ég voða sæt.
en dóttirin er að grenja úr þreytu svo ég er farin í bili.
hér niðri í tveimur íbúðum búa tvær systur tengdapabbans. þær eru um sjötugt en rífast eins og litlar systur og skella hurðum hvor á aðra. svo tala þær ekki saman í nokkra daga, vikur eða mánuði. þær rífast oftast útaf ketti annarar eða yfir því hvor þeirra sé meiri kerling. ég held að þær tali saman í dag. er samt ekki viss.
púslukerlingarnar og ég fórum saman að borða morgunmat á veitingahúsi í morgun. hérna fara heimavinnandi húsmæður oft saman út að borða á morgnana á meðan indíánakonur þrífa húsin þeirra og börnin eru í skólanum. þar borða þær megrunarmorgunmat, en leggi þær í eitthvað sem er ekki megrunar, tala þær endalaust um það. svo kvarta þær yfir öðrum konum, kennurum barna sinna og gæludýrunum sínum og skiptast á ráðleggingum um heimilishald og barnauppeldi.
ég borða bara eitthvað sem mér finnst gott og hlusta.
áðan var ég dregin inná hárgreiðslustofu. hérna fyrir framan tengdaforeldraheimilið er lítil hárgreiðslustofa sem heitir the world. sem er fyndið af því að starfsfólkið getur ekki borið nafnið fram og svarar þessvegna frekar kjánalega í símann. þau þekkja mig frá fornu fari og um leið og ég birtist var ég dregin inn. hárið á mér litað, sem er fínt því þau gráu voru farin að gægjast fram, og snyrtir endarnir. núna er ég voða sæt.
en dóttirin er að grenja úr þreytu svo ég er farin í bili.
fimmtudagur, ágúst 23, 2007
fór áðan til javiers tannlæknis. kynþokkafulla aðstoðarstúlkan er horfin og önnur eldri, þéttvaxnari og síður spennandi komin í staðin. og einhverra hluta vegna byrjaði javier allt í einu að segja mér frá börnunum sínum. fékk mig til að hugsa...
en hann skellti amk. krónu yfir ónýta jaxlinn en til þess að koma henni fyrir þurfti hann að ýta tannholdinu vel í burtu. og nú ligg ég og grenja af sársauka. myndi helst vilja sofna og vakna þegar allt væri komið í lag aftur. en ég er ekki syfjuð.
ég sem ætlaði að vera svo úberhress eftir prófin er komin undir sæng og vil ekki tala við neinn. nema ykkur auðvitað...
en á morgun verð ég fín. pottþétt.
systir mín litla er komin yfir hafið til ameríkunnar. núna er hálf familían á íslandi og hinn helmingurinn í vestri. ég er í suðvestri. lóa bara í vestri. vona að hún villist ekki í vestrinu. mexíkanar kalla bandaríkjamenn gringos. bandaríkin kalla þeir gringolandia. það finnst mér hnyttið.
nema hvað... mér er illt.
vinsamlegast haldið áfram að koma með kökuuppskriftirnar. ég ætla nefnilega að baka svo mikið. er að fá um 50 manns í afmæli og það krefst margra kakna.
kakna?
en hann skellti amk. krónu yfir ónýta jaxlinn en til þess að koma henni fyrir þurfti hann að ýta tannholdinu vel í burtu. og nú ligg ég og grenja af sársauka. myndi helst vilja sofna og vakna þegar allt væri komið í lag aftur. en ég er ekki syfjuð.
ég sem ætlaði að vera svo úberhress eftir prófin er komin undir sæng og vil ekki tala við neinn. nema ykkur auðvitað...
en á morgun verð ég fín. pottþétt.
systir mín litla er komin yfir hafið til ameríkunnar. núna er hálf familían á íslandi og hinn helmingurinn í vestri. ég er í suðvestri. lóa bara í vestri. vona að hún villist ekki í vestrinu. mexíkanar kalla bandaríkjamenn gringos. bandaríkin kalla þeir gringolandia. það finnst mér hnyttið.
nema hvað... mér er illt.
vinsamlegast haldið áfram að koma með kökuuppskriftirnar. ég ætla nefnilega að baka svo mikið. er að fá um 50 manns í afmæli og það krefst margra kakna.
kakna?
miðvikudagur, ágúst 22, 2007
JAAAHÚÚÚ! ég er frjáls. ég er frjáls. frjáls eins og fuglinn er, frjáls og ég skemmti mér, ég er frjáls.
prófin búin, gekk bara hreint ágætlega, yrði amk mjög hissa á falli það er víst.
núna ætla ég að láta eins og ég eigi fjölskyldu.
kerlurnar í næsta húsi eru byrjaðar á fjórða 1000 bita púsli. ég er að hugsa um að segja pass.
það er eins og heilu fjalli hafi verið af mér létt.
og það er að koma föstudagur.
lífið gæti ekki verið betra.
svo er ég að fara að undirbúa afmælisveislur afkvæmanna. hugmyndir að kökum? anyone?
prófin búin, gekk bara hreint ágætlega, yrði amk mjög hissa á falli það er víst.
núna ætla ég að láta eins og ég eigi fjölskyldu.
kerlurnar í næsta húsi eru byrjaðar á fjórða 1000 bita púsli. ég er að hugsa um að segja pass.
það er eins og heilu fjalli hafi verið af mér létt.
og það er að koma föstudagur.
lífið gæti ekki verið betra.
svo er ég að fara að undirbúa afmælisveislur afkvæmanna. hugmyndir að kökum? anyone?
þriðjudagur, ágúst 21, 2007
þetta er að koma. í dag er síðasti dagur í próflestri, á morgun er prófið og voilá.
í gær fór ég í fyrra prófið, keyrði ein alla leið í háskólann sem er hér í næsta bæ og ráfaði þar um ganga þar til ég fann veronicu. konuna sem bauðst svo fallega til þess að aðstoða mig við að taka próf. hún reyndist vera um fimmtugt, sennilega rúmlega það, ljóshærð og bláeygð af því að ömmur hennar og afar voru öll þýsk. veronica tók á móti mér með stóru faðmlagi og kossi á kinn eins og hún hefði þekkt mig alla ævi og verið farin að sakna mín. hún kallaði mig elskuna sína, lífið sitt og himininn sinn í hvert sinn er hún sagði eitthvað við mig. hún skellti prófinu á skrifborðið sitt þar sem ég settist, hún settist við tölvuna, kveikti á bítlunum, drakk kaffi og spjallaði í símann og við einhvern á msn. og ég skrifaði. þessar mjög svo heimilislegu aðstæður komu mér í afslappaðan gír ólíkt því sem ég upplifi þegar ég sit í algerri þögn innanum tugi stressaðra nema og manneskja situr fyrir ofan mig og skimar hópinn.
ég er að hugsa um að taka öll mín próf í framtíðinni á skrifstofunni hjá veronicu.
í gær fór ég í fyrra prófið, keyrði ein alla leið í háskólann sem er hér í næsta bæ og ráfaði þar um ganga þar til ég fann veronicu. konuna sem bauðst svo fallega til þess að aðstoða mig við að taka próf. hún reyndist vera um fimmtugt, sennilega rúmlega það, ljóshærð og bláeygð af því að ömmur hennar og afar voru öll þýsk. veronica tók á móti mér með stóru faðmlagi og kossi á kinn eins og hún hefði þekkt mig alla ævi og verið farin að sakna mín. hún kallaði mig elskuna sína, lífið sitt og himininn sinn í hvert sinn er hún sagði eitthvað við mig. hún skellti prófinu á skrifborðið sitt þar sem ég settist, hún settist við tölvuna, kveikti á bítlunum, drakk kaffi og spjallaði í símann og við einhvern á msn. og ég skrifaði. þessar mjög svo heimilislegu aðstæður komu mér í afslappaðan gír ólíkt því sem ég upplifi þegar ég sit í algerri þögn innanum tugi stressaðra nema og manneskja situr fyrir ofan mig og skimar hópinn.
ég er að hugsa um að taka öll mín próf í framtíðinni á skrifstofunni hjá veronicu.
mánudagur, ágúst 20, 2007
laugardagur, ágúst 18, 2007
makinn vaknaði með bullandi hita. þar fór lærdómsfriðurinn. hann liggur í rúminu og dóttirin yfir mér.
mamma komdað púsla, mamma púsla, mamma komdað púsla, maaaaammaaaa....
ég þarf að læra fyrir próf elskan mín.
hvað eru próf?
nú þá fer ég í skóla þar sem einhver passar mig á meðan ég skrifa allt sem ég veit um það sem ég er að lesa núna og svo fæ ég einkunn.
hvað er einkunn?
það er númer sem ég fæ, ég fæ 10 ef ég verð roooosalega dugleg að læra, 8 ef ég er ágætlega dugleg að læra, 5 ef ég er ekkert rosalega dugleg að læra og ég ætla að reyna að fá góða einkunn.
ókey mamma, ég skil.
(þögn)
mamma.
já.
má ég eiga hana?
hana hverja?
einkunnina þína?
já já, þú mátt eiga hana.
frábært, þá ætla ég að setja hana í sparibaukinn minn og fara svo með hana í bankann.
mamma komdað púsla, mamma púsla, mamma komdað púsla, maaaaammaaaa....
ég þarf að læra fyrir próf elskan mín.
hvað eru próf?
nú þá fer ég í skóla þar sem einhver passar mig á meðan ég skrifa allt sem ég veit um það sem ég er að lesa núna og svo fæ ég einkunn.
hvað er einkunn?
það er númer sem ég fæ, ég fæ 10 ef ég verð roooosalega dugleg að læra, 8 ef ég er ágætlega dugleg að læra, 5 ef ég er ekkert rosalega dugleg að læra og ég ætla að reyna að fá góða einkunn.
ókey mamma, ég skil.
(þögn)
mamma.
já.
má ég eiga hana?
hana hverja?
einkunnina þína?
já já, þú mátt eiga hana.
frábært, þá ætla ég að setja hana í sparibaukinn minn og fara svo með hana í bankann.
föstudagur, ágúst 17, 2007
foreldrarnir komnir í leitirnar. ég var við það að hringja í víkingasveitina.
sólin komin undan skýjunum. ég var við það að hringja í veðurstofuna.
sonurinn kominn útúr veikindunum. ég var við það að hringja á sjúkrabíl.
dóttirin komin á lappirnar. ég var við það að hringja uppá slysó.
makinn kominn með fæturna á jörðina. ég var við það að hringja í flugbjörgunarsveitina.
ég komin áfram í próflestrinum. ég var við það að hringja í sálfræðing.
það er aldeilis sem ég hef sparað símtölin í dag. það er eitthvað við blessaða föstudagana sem veitir gleði inní sálartetrin. sérstaklega þegar sólin skín og glaðleg tónlist hljómar í bakgrunni. ég er að hugsa um að slaka á í próflestrinum í dag, halda uppá lífið og tilveruna í staðin. á morgun ætlar svo makinn að fara í bæjarferð með börnin heim til móður sinnar hvar þau munu eyða tíma sínum framá sunnudagskveld og þar af leiðandi gefa mér frið til að lesa og lesa og lesa og lesa í tvo heila daga. brjóst mitt fyllist þakklæti og ró. ró er góð. ró ró ró jor bót djentlí dán ðe strím.
gleðilegan föstudag.
sólin komin undan skýjunum. ég var við það að hringja í veðurstofuna.
sonurinn kominn útúr veikindunum. ég var við það að hringja á sjúkrabíl.
dóttirin komin á lappirnar. ég var við það að hringja uppá slysó.
makinn kominn með fæturna á jörðina. ég var við það að hringja í flugbjörgunarsveitina.
ég komin áfram í próflestrinum. ég var við það að hringja í sálfræðing.
það er aldeilis sem ég hef sparað símtölin í dag. það er eitthvað við blessaða föstudagana sem veitir gleði inní sálartetrin. sérstaklega þegar sólin skín og glaðleg tónlist hljómar í bakgrunni. ég er að hugsa um að slaka á í próflestrinum í dag, halda uppá lífið og tilveruna í staðin. á morgun ætlar svo makinn að fara í bæjarferð með börnin heim til móður sinnar hvar þau munu eyða tíma sínum framá sunnudagskveld og þar af leiðandi gefa mér frið til að lesa og lesa og lesa og lesa í tvo heila daga. brjóst mitt fyllist þakklæti og ró. ró er góð. ró ró ró jor bót djentlí dán ðe strím.
gleðilegan föstudag.
fimmtudagur, ágúst 16, 2007
hér er allt óspennandi í dag. frumburðurinn með hita. síðburðurinn með sárabindi um ökkla eftir óvarlegt rúmhopp í gær. ég að lesa undir próf og makinn að búa til peninga. úti er skítafýla einhverra hluta vegna, sólin falin á bak við ský og ég með ofnæmi fyrir kettinum. ekki alveg uppáhalds dagurinn minn....
ég er að minnsta kosti búin að vökva blómin svo að þau eru kát.
foreldrar mínir virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. ef einhver rekst á par rétt undir og yfir 60 ára, hún lágvaxin í drapplitum og vínrauðum fötum, hann grá-létthærður með derhúfu í sportlegum fötum merktum regatta, þau gætu jafnvel verið með golfkylfur í hönd, þá má viðkomandi endilega biðja þau um að svara tölvupóstinum sínum.
og hafandi sagt það held ég áfram að lesa.
ég er að minnsta kosti búin að vökva blómin svo að þau eru kát.
foreldrar mínir virðast hafa gufað upp af yfirborði jarðar. ef einhver rekst á par rétt undir og yfir 60 ára, hún lágvaxin í drapplitum og vínrauðum fötum, hann grá-létthærður með derhúfu í sportlegum fötum merktum regatta, þau gætu jafnvel verið með golfkylfur í hönd, þá má viðkomandi endilega biðja þau um að svara tölvupóstinum sínum.
og hafandi sagt það held ég áfram að lesa.
þriðjudagur, ágúst 14, 2007
vér erum vaknaðar, búnar með ritgerð og komnar í stuð. stuðið stafar af stanslausri strákslegri stafrænni stútun á stútfullu statífi af ....arg... kóki. ég er búin að drekka svo mikið kók á meðan ég var að skrifa ritgerðina mína að fingur mínir fljúga um lyklaborðið eins og majur á mykjuskán. hugurinn er víðs fjarri eins og harri darri. vekur upp minningar. svei mér þá. veronica á nýjan lítinn svartan labrador sem heitir maja. ég er hin stoltasta af hundinum og mér. sérstaklega mér.
ég var í sveitinni um helgina. kallar með hatta og konur með hár og krakkar með skalla. eitthvað fyrir alla. og blindur hundur. hann var með blindramann til að leiða sig um. ha ha. góður þessi. mikið assgoti borðaði ég ógeðslega mikið af fábjánalega góðum mat. þessar sveitakerlur þær kunna sko að elda. það skal ég segja ykkur. vel upp aldir andskotar. og svo var það karlinn sem átti sveitabýlið. hann erfði það og systir hans dó. þau fæddust í herberginu fyrir ofan innganginn. fjölskyldusaga einhver mikil. karlinn stakk hendinni í vél sem krakki og allt draslið skarst af nema lilliputti stýrimann. sá var svo festur í miðjuna sem krókur og núna er blessaður kallinn með krónískt fokkjú á hendinni. svo kom makinn minn fullur og sagði gimmí fæv. fékk svo harðlífi af eftirsjá. ójá. nú og ég kom heim drullu sullu bullu þreytt og svaf og svaf og svaf og svavar gests, það var nú meiri kallinn... javier stakk uppí harðjaxlinn og nú er kjafturinn á mér í sótthreinsun. steríll andskoti. og svo fór ég að skrifa. drakk sterílt kók úr dós. kók í bauk. baukur fyrir hauk sem lauk sér aldrei af.
já já já... svo segja þeir....
hvernig í fjáranum á ég að ná mér niður til að geta sofnað? kannski með því að skoða myndasíðuna mína. hmmm... kannski er ég bara búin að setja nýjar myndir þangað inn. kannski bara. ertu ekki forvitin?
ef koffín væri nýtt í dag yrði það ábyggilega bannað.
ég var í sveitinni um helgina. kallar með hatta og konur með hár og krakkar með skalla. eitthvað fyrir alla. og blindur hundur. hann var með blindramann til að leiða sig um. ha ha. góður þessi. mikið assgoti borðaði ég ógeðslega mikið af fábjánalega góðum mat. þessar sveitakerlur þær kunna sko að elda. það skal ég segja ykkur. vel upp aldir andskotar. og svo var það karlinn sem átti sveitabýlið. hann erfði það og systir hans dó. þau fæddust í herberginu fyrir ofan innganginn. fjölskyldusaga einhver mikil. karlinn stakk hendinni í vél sem krakki og allt draslið skarst af nema lilliputti stýrimann. sá var svo festur í miðjuna sem krókur og núna er blessaður kallinn með krónískt fokkjú á hendinni. svo kom makinn minn fullur og sagði gimmí fæv. fékk svo harðlífi af eftirsjá. ójá. nú og ég kom heim drullu sullu bullu þreytt og svaf og svaf og svaf og svavar gests, það var nú meiri kallinn... javier stakk uppí harðjaxlinn og nú er kjafturinn á mér í sótthreinsun. steríll andskoti. og svo fór ég að skrifa. drakk sterílt kók úr dós. kók í bauk. baukur fyrir hauk sem lauk sér aldrei af.
já já já... svo segja þeir....
hvernig í fjáranum á ég að ná mér niður til að geta sofnað? kannski með því að skoða myndasíðuna mína. hmmm... kannski er ég bara búin að setja nýjar myndir þangað inn. kannski bara. ertu ekki forvitin?
ef koffín væri nýtt í dag yrði það ábyggilega bannað.
miðvikudagur, ágúst 08, 2007
í dag eiga foreldrar mínir brúðkaupsafmæli ef ég man rétt. til hamingju með það.
dagurinn í dag fór í djúphreinsun heimilisins og tannlæknaferð. ég gafst upp á harðjaxlinum og fór að heimsækja hann javier. hann lagfærði ýmislegt. það var skondið að liggja í stólnum og fylgjast með því hvernig hann horfði rómantísku augnaráði á hana yfir kjaftinn á mér á meðan hann stakk nál ofaní tannrótina mína. mig grunar að hann hafi haldið að ég yrði að loka augunum af sársauka. en ég er hörkutól.
annars er maðurinn drullugóður tannlæknir. og þrisvar sinnum ódýrari en sá sem ég fór til í mexíkóborg. ég sagði nú bara takk fyrir kaffið við hann skal ég segja þér.
og núna á ég að vera að skrifa ritgerð. villtist bara aðeins hingað inn.
bráðum set ég inn myndirnar úr sundlaugunum.
dagurinn í dag fór í djúphreinsun heimilisins og tannlæknaferð. ég gafst upp á harðjaxlinum og fór að heimsækja hann javier. hann lagfærði ýmislegt. það var skondið að liggja í stólnum og fylgjast með því hvernig hann horfði rómantísku augnaráði á hana yfir kjaftinn á mér á meðan hann stakk nál ofaní tannrótina mína. mig grunar að hann hafi haldið að ég yrði að loka augunum af sársauka. en ég er hörkutól.
annars er maðurinn drullugóður tannlæknir. og þrisvar sinnum ódýrari en sá sem ég fór til í mexíkóborg. ég sagði nú bara takk fyrir kaffið við hann skal ég segja þér.
og núna á ég að vera að skrifa ritgerð. villtist bara aðeins hingað inn.
bráðum set ég inn myndirnar úr sundlaugunum.
þriðjudagur, ágúst 07, 2007
jæja, nú erum við skriðin í bæinn eftir 3 daga í hita. merkilegt að það sé hægt að keyra í um 2 tíma og koma sér þannig í allt annað veðurfar. hefur víst eitthvað með hæðina yfir sjávarmáli að gera.
við eyddum þessum dögum okkar við að sulla í sundlaugum, sitja við sundlaugarbakkann, borða og spila dómínó. ansi kósí.
afleiðingarnar eru þreytt börn og brennt bak og bringa. ég sem þóttist hafa verið svo samviskusöm í sólarvörninni.
hótelið sem við vorum á var gömul svona ,,hacienda" í bæ sem heitir cocoyoc. mjög fallegur staður.
en núna erum við semsagt komin heim með nóg af rökum fötum sem eiga að fara í þvottavél, engan mat í ísskápnum, kött sem þarfnast athygli og króníska syfju.
á morgun gerum við okkur svo klár til að fara á fimmtudagsmorgni til tlaxcala á ,,rancho" þar sem við munum að því er mér skilst eyða helginni við að veiða fisk, fara á hestbak og borða góðan mat. og ég verð líka að læra.
sem minnir mig á það....
við eyddum þessum dögum okkar við að sulla í sundlaugum, sitja við sundlaugarbakkann, borða og spila dómínó. ansi kósí.
afleiðingarnar eru þreytt börn og brennt bak og bringa. ég sem þóttist hafa verið svo samviskusöm í sólarvörninni.
hótelið sem við vorum á var gömul svona ,,hacienda" í bæ sem heitir cocoyoc. mjög fallegur staður.
en núna erum við semsagt komin heim með nóg af rökum fötum sem eiga að fara í þvottavél, engan mat í ísskápnum, kött sem þarfnast athygli og króníska syfju.
á morgun gerum við okkur svo klár til að fara á fimmtudagsmorgni til tlaxcala á ,,rancho" þar sem við munum að því er mér skilst eyða helginni við að veiða fisk, fara á hestbak og borða góðan mat. og ég verð líka að læra.
sem minnir mig á það....
sunnudagur, ágúst 05, 2007
nú er laugardagskveld og ég að pakka niður. við erum á leið í pínku ferð til cocoyoc þar sem við munum svamla í sundlaugum og sleikja sólina í 3 daga. undir sólinni mun ég liggja með skólabækur í annarri, bjór í hinni og sólgleraugu á nefi.
svo komum við heim í 2 daga og förum aftur í 4.
en ég læt örugglega heyra frá mér á þriðjudaginn og skelli inn einhverju af myndum.
hasta banana....
svo komum við heim í 2 daga og förum aftur í 4.
en ég læt örugglega heyra frá mér á þriðjudaginn og skelli inn einhverju af myndum.
hasta banana....
föstudagur, ágúst 03, 2007
til er fólk sem er duglegt við að rækta sinn innri mann (gefandi okkur að konur séu líka menn eins og þar stendur).
svo er til fólk sem eru duglegt við að rækta sinn ytri mann.
á íslandi þekki ég góðan slatta af fólki sem er duglegt við bæði. hérna þekki ég líka þannig fólk en þó aðallega fólk sem ræktar sinn ytri mann eða hvorugt.
við hliðina á okkur býr t.d. fjögurra manna fjölskylda sem stolt segir okkur frá því að enginn meðlimur hennar lyftir nokkurntíman bók. hafa ekki áhuga. til hvers að hafa fyrir því þegar það er hægt að sjá myndina?
ég hef ekki enn heyrt samræður um annað en það sem þessi sagði við þessa eftir að hinn sagði hitt útaf því að einhver annar gerði eitthvað voðalega asnalegt/vitlaust/fyndið. konurnar hérna í húsunum eru allar heimavinnandi og lifa ansi passívu lífi. þær eru margar hættar að klæðast öðru en jogginggöllum og sjást gífurlega sjaldan tilhafðar. kannski þegar einhver á afmæli. engin þeirra sem ég þekki stundar nokkurskonar hreyfingu aðra en að ýta kerrum um verslanir. reyndar eru þær langflestar duglegar við að mæta í laser-tímana sína þar sem hárvextinum á fótleggjum, bikinísvæði, handakrikum og yfirvaraskeggi er eytt endanlega. og svo fara þær í jogginggallana yfir hárleysið. karlarnir eru að heiman frá 9-9 því þeir þurfa að vinna svo mikið til að halda herlegheitunum á floti. svo eru þeir í stanslausu stressi yfir því að halda vinnunni því að það eru svo margir um hituna í svona fjölmennu landi.
þetta er millistéttin.
hérna í mexíkó er rosalega mikil stéttskipting. á botninum eru indíánarnir. hér ríkir eiginlega reglan, ,,því meiri mexíkani, því lægri í þjóðfélagsstiganum". indíánarnir vinna flestir frá barnæsku við líkamlegu störfin, að búa til og bera múrsteina, sjá um uppskeru á ökrum og hirða rusl. næst fyrir ofan indíánana eru þeir sem mexíkanar kalla ,,nacos" (nakos). Það er fólk sem býr í borgum, á eitthvað af pening, oft fyrir að keyra leigubíla, strætóa, selja ósmekklegt dót eða ólöglega geisladiska. s.k. nacos hafa litla sem enga menntun, hrikalega klunnalegan smekk (sbr. gaurinn sem ég sá við sundlaug íklæddan níðþröngri bleikri hlébarða sundskýlu). Þeir eru líka subbur sem henda rusli útum bílgluggann og eru alltaf til í að rífast af því að þeir eru í stöðugri vörn gegn öllu og öllum.
svo kemur millistéttin. fólk flest með menntun, margar konur heimavinnandi eftir að börnin fæðast og enda í jogginggöllum. karlarnir vinna mikið. flestir hafa ferðast eitthvað og börnin fara í einkaskóla.
einhverstaðar þarna í kringum millistéttina er ákveðinn hópur fólks sem eru bóhemarnir. fólk sem gefur lítið fyrir efnisleg gæði, les mikið og skapar list. reykir gras og ræðir heimspekileg málefni.
annar hópur fólks sem er ágætlega statt efnahagslega, sennilega efri millistétt, eru svokölluð jarðarber (fresas). það er fólk sem finnst það vera yfir restina hafið, fer í dýrustu skólana, á flottustu bílana og fer bara á staði fyrir fólk sem er ,,nice" eða ,,de la high". þau sletta mikið á ensku því þau eru næstum því of fín til að vera mexíkanar. klæða þjónustustúlkurnar á heimilinu í einkennisbúning og jarðarberjakvenfólkið lætur aldrei sjá sig öðruvísi en óaðfinnanlegar. margir úr þessum hópi vinna við sjónvarp og popptónlist og þessháttar. mikið um brjóstaígræðslur og annarskonar lýtaaðgerðir.
svo er það ríka fólkið. það skiptist í nýríka sem eru yfirleitt nacos sem hafa verið heppnir í viðskiptum, og ríkar fjölskyldur sem muna varla eftir öðru en að vera ríkar, eigendur stórra fyrirtækja eða pólitíkusar. það er fólk sem lítur út eins og frakkar, spánverjar eða eitthvað frá evrópu. jafnvel gyðingar eða frá líbanon. en þau líta ekki út einsog orgínal mexíkanar.
stíllinn í húsum þeirra nýríku er mjög ólíkur stíl þeirra gamalríku.
og svo eru það þeir langríkustu. það eru eiturlyfjabarónarnir. þeir eru ósýnilegir.
svo er til fólk sem eru duglegt við að rækta sinn ytri mann.
á íslandi þekki ég góðan slatta af fólki sem er duglegt við bæði. hérna þekki ég líka þannig fólk en þó aðallega fólk sem ræktar sinn ytri mann eða hvorugt.
við hliðina á okkur býr t.d. fjögurra manna fjölskylda sem stolt segir okkur frá því að enginn meðlimur hennar lyftir nokkurntíman bók. hafa ekki áhuga. til hvers að hafa fyrir því þegar það er hægt að sjá myndina?
ég hef ekki enn heyrt samræður um annað en það sem þessi sagði við þessa eftir að hinn sagði hitt útaf því að einhver annar gerði eitthvað voðalega asnalegt/vitlaust/fyndið. konurnar hérna í húsunum eru allar heimavinnandi og lifa ansi passívu lífi. þær eru margar hættar að klæðast öðru en jogginggöllum og sjást gífurlega sjaldan tilhafðar. kannski þegar einhver á afmæli. engin þeirra sem ég þekki stundar nokkurskonar hreyfingu aðra en að ýta kerrum um verslanir. reyndar eru þær langflestar duglegar við að mæta í laser-tímana sína þar sem hárvextinum á fótleggjum, bikinísvæði, handakrikum og yfirvaraskeggi er eytt endanlega. og svo fara þær í jogginggallana yfir hárleysið. karlarnir eru að heiman frá 9-9 því þeir þurfa að vinna svo mikið til að halda herlegheitunum á floti. svo eru þeir í stanslausu stressi yfir því að halda vinnunni því að það eru svo margir um hituna í svona fjölmennu landi.
þetta er millistéttin.
hérna í mexíkó er rosalega mikil stéttskipting. á botninum eru indíánarnir. hér ríkir eiginlega reglan, ,,því meiri mexíkani, því lægri í þjóðfélagsstiganum". indíánarnir vinna flestir frá barnæsku við líkamlegu störfin, að búa til og bera múrsteina, sjá um uppskeru á ökrum og hirða rusl. næst fyrir ofan indíánana eru þeir sem mexíkanar kalla ,,nacos" (nakos). Það er fólk sem býr í borgum, á eitthvað af pening, oft fyrir að keyra leigubíla, strætóa, selja ósmekklegt dót eða ólöglega geisladiska. s.k. nacos hafa litla sem enga menntun, hrikalega klunnalegan smekk (sbr. gaurinn sem ég sá við sundlaug íklæddan níðþröngri bleikri hlébarða sundskýlu). Þeir eru líka subbur sem henda rusli útum bílgluggann og eru alltaf til í að rífast af því að þeir eru í stöðugri vörn gegn öllu og öllum.
svo kemur millistéttin. fólk flest með menntun, margar konur heimavinnandi eftir að börnin fæðast og enda í jogginggöllum. karlarnir vinna mikið. flestir hafa ferðast eitthvað og börnin fara í einkaskóla.
einhverstaðar þarna í kringum millistéttina er ákveðinn hópur fólks sem eru bóhemarnir. fólk sem gefur lítið fyrir efnisleg gæði, les mikið og skapar list. reykir gras og ræðir heimspekileg málefni.
annar hópur fólks sem er ágætlega statt efnahagslega, sennilega efri millistétt, eru svokölluð jarðarber (fresas). það er fólk sem finnst það vera yfir restina hafið, fer í dýrustu skólana, á flottustu bílana og fer bara á staði fyrir fólk sem er ,,nice" eða ,,de la high". þau sletta mikið á ensku því þau eru næstum því of fín til að vera mexíkanar. klæða þjónustustúlkurnar á heimilinu í einkennisbúning og jarðarberjakvenfólkið lætur aldrei sjá sig öðruvísi en óaðfinnanlegar. margir úr þessum hópi vinna við sjónvarp og popptónlist og þessháttar. mikið um brjóstaígræðslur og annarskonar lýtaaðgerðir.
svo er það ríka fólkið. það skiptist í nýríka sem eru yfirleitt nacos sem hafa verið heppnir í viðskiptum, og ríkar fjölskyldur sem muna varla eftir öðru en að vera ríkar, eigendur stórra fyrirtækja eða pólitíkusar. það er fólk sem lítur út eins og frakkar, spánverjar eða eitthvað frá evrópu. jafnvel gyðingar eða frá líbanon. en þau líta ekki út einsog orgínal mexíkanar.
stíllinn í húsum þeirra nýríku er mjög ólíkur stíl þeirra gamalríku.
og svo eru það þeir langríkustu. það eru eiturlyfjabarónarnir. þeir eru ósýnilegir.
fimmtudagur, ágúst 02, 2007
hún á ammælí dag
hún á ammælí dag
hún á ammælún mamma mín
hún á ammælí dag
húrra húrra húrra húrra!
mamma mín, afmælisbarnið, hefur þann sið að syngja fyrir afmælisbörn. hún syngur þetta lag sem allir syngja, en gerir það við annað lag, öllu háfleygara. ef hún hittir ekki viðkomandi afmælisbarn syngur hún í símann. ef ekki í símann finnur hún leið, það eitt er víst að hún syngur.
ég ætla að syngja fyrir hana í símann. bara venjulega lagið samt. held ég.
fyrst ætla ég að fara að sofa.
hún á ammælí dag
hún á ammælún mamma mín
hún á ammælí dag
húrra húrra húrra húrra!
mamma mín, afmælisbarnið, hefur þann sið að syngja fyrir afmælisbörn. hún syngur þetta lag sem allir syngja, en gerir það við annað lag, öllu háfleygara. ef hún hittir ekki viðkomandi afmælisbarn syngur hún í símann. ef ekki í símann finnur hún leið, það eitt er víst að hún syngur.
ég ætla að syngja fyrir hana í símann. bara venjulega lagið samt. held ég.
fyrst ætla ég að fara að sofa.
miðvikudagur, ágúst 01, 2007
stundum langar mig að vera endalaust á ferðinni. eiga ekkert merkilegt annað en það nauðsynlegasta og þvælast um laus við skuldbindingar. gera bara það sem mig langar að gera. skulda engum neitt.
stundum langar mig að eiga lítið sætt hús með góðum og fínum húsgögnum, fallegu eldhúsi sætum barnaherbergjum og grónum garði. vinna á góðum vinnustað (veit þegar um einn sem hentar mér fullkomlega), og ferðast þegar ég á frí.
yfirleitt er ég einhverstaðar mitt á milli og það getur verið ruglandi.
en vegir liggja til allra átta um leið og hver vegur að heiman er vegurinn heim, enda ekkert fegurra en vorkvöld í reykjavík. og tilvera okkar er undarlegt ferðalag þar sem einn dag úti regnið grætur og næsta dag sól sól skín á mig.
hvað er að þér nú
þig vantar alla trú
ertu eitthvað sár
það streyma niður tár
þett´er ekki neitt
þú getur þessu breytt
æ og skammastu þín nú.
(syngist)
stundum langar mig að eiga lítið sætt hús með góðum og fínum húsgögnum, fallegu eldhúsi sætum barnaherbergjum og grónum garði. vinna á góðum vinnustað (veit þegar um einn sem hentar mér fullkomlega), og ferðast þegar ég á frí.
yfirleitt er ég einhverstaðar mitt á milli og það getur verið ruglandi.
en vegir liggja til allra átta um leið og hver vegur að heiman er vegurinn heim, enda ekkert fegurra en vorkvöld í reykjavík. og tilvera okkar er undarlegt ferðalag þar sem einn dag úti regnið grætur og næsta dag sól sól skín á mig.
hvað er að þér nú
þig vantar alla trú
ertu eitthvað sár
það streyma niður tár
þett´er ekki neitt
þú getur þessu breytt
æ og skammastu þín nú.
(syngist)
þriðjudagur, júlí 31, 2007
á föstudagskvöldið gerðist eitthvað. kannski keyrði einhver á staur. kannski var staurinn fúinn í gegn. kannski var hann étinn af termítum. kannski laust hann elding. hvað svo sem gerðist er málið að símastaur hérna rétt fyrir utan hrundi niður á föstudagskvöldið. og við vorum síma- og internetlaus alla helgina og þangað til í gærkveld. sem frústreraði mig örlítið og vakti þar með eigin grunsemdir um internetfíkn, en annars hafði ég það bara fínt. við familían fórum á rúntinn um höfuðborgina og ég tók myndir og við átum góðan mat og ís og alltmuligt.
og svosem ekkert merkilegt með það...
hér í hverfinu eru samskiptamynstrin farin að þróast úr upphafsæsingnum yfir í eðlilegra magn samskipta. kerlurnar halda áfram að púsla heima hjá hver annarri, karlarnir halda áfram að vinna allan daginn og börnin halda áfram að leika og rífast til skiptis. ég er hinsvegar búin að finna minn passlega skammt sem felst í því að kíkja af og til á púslarana en eyða annars tíma mínum í aðra hluti, s.s. eins og að undirbúa mig fyrir próf og svona.
ég var bara að enda við að átta mig á muninum á því að hafa rafmagn og síma neðanjarðar eða hangandi yfir höfðinu á þér. aldeilis munur.
hvað segir þú annars gott?
og svosem ekkert merkilegt með það...
hér í hverfinu eru samskiptamynstrin farin að þróast úr upphafsæsingnum yfir í eðlilegra magn samskipta. kerlurnar halda áfram að púsla heima hjá hver annarri, karlarnir halda áfram að vinna allan daginn og börnin halda áfram að leika og rífast til skiptis. ég er hinsvegar búin að finna minn passlega skammt sem felst í því að kíkja af og til á púslarana en eyða annars tíma mínum í aðra hluti, s.s. eins og að undirbúa mig fyrir próf og svona.
ég var bara að enda við að átta mig á muninum á því að hafa rafmagn og síma neðanjarðar eða hangandi yfir höfðinu á þér. aldeilis munur.
hvað segir þú annars gott?
laugardagur, júlí 28, 2007
svosem ekki merkileg tannlæknaferð. frumburðurinn fékk gúlann fylltan af málmi og aðstoðarkonan var klædd eins og hún væri á leiðinni í partý. ég er einhvernvegin ekki vön því að aðstoðarkonur á tannlæknastofum séu uppstrílaðar.
javier var hress og gott ef ég sá hann ekki blikka þá stuttu sem brosti blítt á móti.
en það var meira spennandi í fyrra skiptið.
núna eru þrumur og eldingar úti og himnarnir eru að hrynja yfir okkur. á til að gerast seinnipartinn þessa dagana.
ég er farin að keyra um bæinn eins og ég fái borgað fyrir og núna rata ég á amk. 4 staði. og er stolt af.
ég er að hugsa um að slaka á yfir helgina.
sjáumst á mánudaginn ef mér dettur ekkert fleira í hug...
javier var hress og gott ef ég sá hann ekki blikka þá stuttu sem brosti blítt á móti.
en það var meira spennandi í fyrra skiptið.
núna eru þrumur og eldingar úti og himnarnir eru að hrynja yfir okkur. á til að gerast seinnipartinn þessa dagana.
ég er farin að keyra um bæinn eins og ég fái borgað fyrir og núna rata ég á amk. 4 staði. og er stolt af.
ég er að hugsa um að slaka á yfir helgina.
sjáumst á mánudaginn ef mér dettur ekkert fleira í hug...
föstudagur, júlí 27, 2007
það er ennþá fimmtudagur hjá mér. þess vegna er ég ekki enn búin að fara til tannréttingalæknisins. það er á morgun. mañana, eins og þeir segja.
hvað er annars að frétta? allt gott?
jú jú, svosem, allt í besta lagi bara...
erum að hugsa um að skreppa úr bænum um helgina. breyta um umhverfi. vandamálið er bara hver á að gefa skjaldbökunum að eta. týri fær úr sjálfskammtandi matarílátunum.
það minnir mig á brandarann um sjálfvirka skeinarann sem pabbi sagði mér þegar ég var lítil. hehe... sjálfvirkur skeinari.
nágrannakonurnar mínar voru um daginn að tala um skeiningar. kom þá ekki uppúr kafinu að þær kíkja aldrei á klósettpappírinn þegar þær skeina sér. segja að þeim verði óglatt við tilhugsunina. ég spurði í sakleysi mínu hvernig þær vissu þá að þær væru búnar að skeina sér almennilega. þær segjast finna það á áferðinni.
hmmm.... áferðin blekkir stundum hugsaði ég með sjálfri mér en sagði ekkert upphátt til að stressa þær ekki. en ég þykist viss um að þær séu stundum rauðar á rassinum ef þær treysta alltaf bara á áferðina. það er nauðsynlegt að kíkja. alveg óþarfi að vera svona pen í einrúmi á klósettinu.
tengdamóðir mín kúgast ef einhver minnist á hor. hor er bannorð heima hjá henni. og auðvitað kúkur og piss og allt það líka. en hún er voðalega viðkvæm fyrir hor. þess vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að segja henni að ég borðaði hor með bestu lyst alla mína barnæsku og sá ekkert athugavert við athæfið. man meira að segja eftir því að hafa tengt horið beint úr nefinu niður í munn og sogið....ha ha ha ha..... bernskuminningar. ef ég segði tengdamóður minni frá þessu myndi hún sennilega bara gubba um leið. óttaleg viðkvæmni er þetta... reyndar grunar mig að mexíkanar almennt séu haldnir ákveðinni hor-fóbíu. hérna sé ég t.d. aldrei eins og heima á íslandi karla sem sitja í bílunum sínum á rauðu ljósi og bora í nefið eins og þeir fái borgað fyrir það. ég held, svei mér þá, að ég hafi aldrei séð mexíkana eldri en 2ja ára stinga fingri í nös.
skiptir svosem ekki máli.... eða hvað?
hvað er annars að frétta? allt gott?
jú jú, svosem, allt í besta lagi bara...
erum að hugsa um að skreppa úr bænum um helgina. breyta um umhverfi. vandamálið er bara hver á að gefa skjaldbökunum að eta. týri fær úr sjálfskammtandi matarílátunum.
það minnir mig á brandarann um sjálfvirka skeinarann sem pabbi sagði mér þegar ég var lítil. hehe... sjálfvirkur skeinari.
nágrannakonurnar mínar voru um daginn að tala um skeiningar. kom þá ekki uppúr kafinu að þær kíkja aldrei á klósettpappírinn þegar þær skeina sér. segja að þeim verði óglatt við tilhugsunina. ég spurði í sakleysi mínu hvernig þær vissu þá að þær væru búnar að skeina sér almennilega. þær segjast finna það á áferðinni.
hmmm.... áferðin blekkir stundum hugsaði ég með sjálfri mér en sagði ekkert upphátt til að stressa þær ekki. en ég þykist viss um að þær séu stundum rauðar á rassinum ef þær treysta alltaf bara á áferðina. það er nauðsynlegt að kíkja. alveg óþarfi að vera svona pen í einrúmi á klósettinu.
tengdamóðir mín kúgast ef einhver minnist á hor. hor er bannorð heima hjá henni. og auðvitað kúkur og piss og allt það líka. en hún er voðalega viðkvæm fyrir hor. þess vegna hef ég ákveðið að vera ekkert að segja henni að ég borðaði hor með bestu lyst alla mína barnæsku og sá ekkert athugavert við athæfið. man meira að segja eftir því að hafa tengt horið beint úr nefinu niður í munn og sogið....ha ha ha ha..... bernskuminningar. ef ég segði tengdamóður minni frá þessu myndi hún sennilega bara gubba um leið. óttaleg viðkvæmni er þetta... reyndar grunar mig að mexíkanar almennt séu haldnir ákveðinni hor-fóbíu. hérna sé ég t.d. aldrei eins og heima á íslandi karla sem sitja í bílunum sínum á rauðu ljósi og bora í nefið eins og þeir fái borgað fyrir það. ég held, svei mér þá, að ég hafi aldrei séð mexíkana eldri en 2ja ára stinga fingri í nös.
skiptir svosem ekki máli.... eða hvað?
miðvikudagur, júlí 25, 2007
fór með frumburðinn til tannréttingalæknis áðan til að halda áfram þar sem frá var horfið á snorrabraut. sá heppni heitir javier (borið fram havíer). hann er brúnn á brá og með spegilslétt afturgreitt hárið líktist hann mest suðrænni sápuóperustjörnu. hefði ábyggilega fengið hlutverk flagarans sem elskar allar konurnar og kann aldeilis að hvísla í eyru þeirra því sem þær vilja heyra svo að þær kikna í hnjáliðunum.
aðstoðarkonan hans javier er lágvaxin en þó í góðum hlutföllum. hlutföllin atarna mátti vel greina í gegnum níðþröngan gulan stuttermabolinn með glimmerstöfunum yfir barminn og álíka þröngum, ef ekki þrengri brúnar mittisbuxurnar sem sáu til þess að ekki færi framhjá neinum að innanundir þeim væru oggulitlar tannþráðarnærbuxur (kannski við hæfi á tannlæknastofu...).
ég er yfirleitt voða ónæm á strauma í kringum mig. en inni á litlu tannlæknastofunni var eitthvað í loftinu. eitthvað næstum áþreifanlegt.
ég leiddi hugann svosem lítið að því í upphafi, enda upptekin við að horfa uppí frumburðinn minn, en svo var það eitt augnablik að ég sá hvað var í gangi. ég sá hvernig javier laumaðist til að mæla rassinn á aðstoðarstúlkunni út þar sem hún beygði sig fram til að útbúa drulluna sem er notuð til að taka mót af gómum. hún snéri sér við og javier horfði lostafullu augnaráði á glitrandi gulan barminn. tannlæknastofan ilmaði öll af framhjáhaldi tannlæknisins með aðstoðarstúlkunni. einhverstaðar á þessu augnabliki sem það tók fyrir þau að daðra þegjandi og mig að kveikja á perunni leit hún í augun á mér. svipurinn á henni sagði ,,úps!". eftir það passaði hún sig að halda sig frá honum svo að þetta yrði ekki vandræðalegra en það var þegar orðið. ég passaði mig bara að halda augnaráðinu föstu við jaxla sonarins þangað til allt var yfirstaðið.
einhverra hluta vegna leit hún aldrei upp á meðan hún rukkaði mig og gaf mér tíma á föstudaginn.
framhald á föstudaginn...
aðstoðarkonan hans javier er lágvaxin en þó í góðum hlutföllum. hlutföllin atarna mátti vel greina í gegnum níðþröngan gulan stuttermabolinn með glimmerstöfunum yfir barminn og álíka þröngum, ef ekki þrengri brúnar mittisbuxurnar sem sáu til þess að ekki færi framhjá neinum að innanundir þeim væru oggulitlar tannþráðarnærbuxur (kannski við hæfi á tannlæknastofu...).
ég er yfirleitt voða ónæm á strauma í kringum mig. en inni á litlu tannlæknastofunni var eitthvað í loftinu. eitthvað næstum áþreifanlegt.
ég leiddi hugann svosem lítið að því í upphafi, enda upptekin við að horfa uppí frumburðinn minn, en svo var það eitt augnablik að ég sá hvað var í gangi. ég sá hvernig javier laumaðist til að mæla rassinn á aðstoðarstúlkunni út þar sem hún beygði sig fram til að útbúa drulluna sem er notuð til að taka mót af gómum. hún snéri sér við og javier horfði lostafullu augnaráði á glitrandi gulan barminn. tannlæknastofan ilmaði öll af framhjáhaldi tannlæknisins með aðstoðarstúlkunni. einhverstaðar á þessu augnabliki sem það tók fyrir þau að daðra þegjandi og mig að kveikja á perunni leit hún í augun á mér. svipurinn á henni sagði ,,úps!". eftir það passaði hún sig að halda sig frá honum svo að þetta yrði ekki vandræðalegra en það var þegar orðið. ég passaði mig bara að halda augnaráðinu föstu við jaxla sonarins þangað til allt var yfirstaðið.
einhverra hluta vegna leit hún aldrei upp á meðan hún rukkaði mig og gaf mér tíma á föstudaginn.
framhald á föstudaginn...
mánudagur, júlí 23, 2007
þar fór helgin... afspyrnu róleg ef útí það er farið. setti einhverjar myndir af henni inná myndasíðuna mína.... hmmm... jújú... oseisei... jæja.....
annars er ég bara að skrifa ritgerð og lesa slúðurblöð frá því í mars til skiptis. áðan kom haglél úti. hlussuhagl var það heillin. ég er viss um að það er ekki hagl á íslandi núna. aldeilis ekki.
ég er í nágrannafríi. smá pása. það getur verið geðveiluvaldandi að vera alltaf að gera ekkert með fólki. sérstaklega fólki sem er stanslaust að tala um eitthvað sem þú annað hvort veist ekkert um, hefur engan áhuga á eða hefur heyrt áður. sérstaklega fólki sem er talandi allan daginn. sérstaklega fólki sem þú átt hérumbil ekkert sameiginlegt með. sérstaklega fólki sem nennir að eyða heilu eftirmiðdegi í að tala um fjólubláan kúst sem sópar og skúrar á sama tíma og auglýsinguna þar sem kústurinn birtist.
þannig að nú er ég semsagt í pásu. brosi fallega og afþakka pent þegar mér er boðið með í leiðangur í fatahreinsunina og til saumakonunnar sem er að laga skólabúningana.
þær halda að ég sé í fýlu af því að ég nenni ekki öllu. skilja það ekki. fatta ekki persónulegt rými. hérna sýnist mér mottóið vera ,,einu sinni vinkona, alltaf saman vinkona". eða eitthvað svoleiðis.
ég er meira svona kaffihús á fimmtudögum, hagkaup í hádeginu og stundum meira stuð vinkona.
en það skiptir svosem ekki miklu. ég er alltaf á frípassa útaf því að ég er útlendingur. þessir útlendingar eru stundum svo skrýtnir...
annars er ég bara að skrifa ritgerð og lesa slúðurblöð frá því í mars til skiptis. áðan kom haglél úti. hlussuhagl var það heillin. ég er viss um að það er ekki hagl á íslandi núna. aldeilis ekki.
ég er í nágrannafríi. smá pása. það getur verið geðveiluvaldandi að vera alltaf að gera ekkert með fólki. sérstaklega fólki sem er stanslaust að tala um eitthvað sem þú annað hvort veist ekkert um, hefur engan áhuga á eða hefur heyrt áður. sérstaklega fólki sem er talandi allan daginn. sérstaklega fólki sem þú átt hérumbil ekkert sameiginlegt með. sérstaklega fólki sem nennir að eyða heilu eftirmiðdegi í að tala um fjólubláan kúst sem sópar og skúrar á sama tíma og auglýsinguna þar sem kústurinn birtist.
þannig að nú er ég semsagt í pásu. brosi fallega og afþakka pent þegar mér er boðið með í leiðangur í fatahreinsunina og til saumakonunnar sem er að laga skólabúningana.
þær halda að ég sé í fýlu af því að ég nenni ekki öllu. skilja það ekki. fatta ekki persónulegt rými. hérna sýnist mér mottóið vera ,,einu sinni vinkona, alltaf saman vinkona". eða eitthvað svoleiðis.
ég er meira svona kaffihús á fimmtudögum, hagkaup í hádeginu og stundum meira stuð vinkona.
en það skiptir svosem ekki miklu. ég er alltaf á frípassa útaf því að ég er útlendingur. þessir útlendingar eru stundum svo skrýtnir...
föstudagur, júlí 20, 2007
í gærkveld fór ég út að borða með þremur aðþrengdum eiginkonum. ein átti afmæli. við fórum voða fínar á ítalskan veitingastað og fengum okkur góðan mat og aðeins neðaníði. ég held að við höfum verið voða sætar því þjónarnir komu í hópum með tælandi glott á vörum og hálf partinn rifust um að þjóna okkur. eða kannski var það bara af því að það var ekkert annað að gera hjá þeim...
nema hvað
engin kerlanna sem ég var með er ólétt og engin þeirra á nýfætt barn. samt eyddu þær öllum tímanum í að tala um og rifja upp fæðingar og óléttur. mig var farið að gruna að einhver væri ólétt, en svo reyndist semsagt ekki vera. eftir matinn fórum við heim til einnar þeirra að fá okkur aðeins meira neðaníði og þá til allrar hamingju breyttist umræðuefnið. það fór úr óléttum og fæðingum yfir í fjarverandi og furðulega feður. ég gat svosem ekkert sagt um pabba minn þar sem hann stakk ekki af þegar ég var lítil, er ekki með skrýtna sjúkdóma, á ekki börn með öðrum konum sem ég kynntist á fullorðinsaldri (amk. ekki að því er ég veit :), er mér ekki ókunnugur og er ekki ekki alvöru pabbi minn (ég held amk ekki því við erum svo fjári lík).
þannig að ég bara drakk og hlustaði og brosti.
í dag þreif ég húsið mitt til tilbreytingar, eða ekki. og svo henti ég unglingnum óþolandi öfugum út. það þarf mikið til að ég snappi en honum tekst einhvernvegin að vera stanslaust á mörkunum mínum. og í dag fór hann yfir þau. og fór út. og ég meira að segja öskraði á hann. það eru fáir til í þessum heimi sem hafa heyrt mig öskra. og það reiða.
ó já.
nema hvað
engin kerlanna sem ég var með er ólétt og engin þeirra á nýfætt barn. samt eyddu þær öllum tímanum í að tala um og rifja upp fæðingar og óléttur. mig var farið að gruna að einhver væri ólétt, en svo reyndist semsagt ekki vera. eftir matinn fórum við heim til einnar þeirra að fá okkur aðeins meira neðaníði og þá til allrar hamingju breyttist umræðuefnið. það fór úr óléttum og fæðingum yfir í fjarverandi og furðulega feður. ég gat svosem ekkert sagt um pabba minn þar sem hann stakk ekki af þegar ég var lítil, er ekki með skrýtna sjúkdóma, á ekki börn með öðrum konum sem ég kynntist á fullorðinsaldri (amk. ekki að því er ég veit :), er mér ekki ókunnugur og er ekki ekki alvöru pabbi minn (ég held amk ekki því við erum svo fjári lík).
þannig að ég bara drakk og hlustaði og brosti.
í dag þreif ég húsið mitt til tilbreytingar, eða ekki. og svo henti ég unglingnum óþolandi öfugum út. það þarf mikið til að ég snappi en honum tekst einhvernvegin að vera stanslaust á mörkunum mínum. og í dag fór hann yfir þau. og fór út. og ég meira að segja öskraði á hann. það eru fáir til í þessum heimi sem hafa heyrt mig öskra. og það reiða.
ó já.
fimmtudagur, júlí 19, 2007
ég skil ekki hvernig konurnar hérna nenna að vera svona mikið heima hjá sér. þær eru hér um bil alltaf heima. nema þegar þær fara einstaka sinnum saman að borða morgunmat á kaffihúsi. eða fara saman í innkaupaleiðangur. eða fara saman að sækja börnin í skólann eða á sumarnámskeiðin. núna eru öll börnin á sumarnámskeiðum því að þær nenna ekki að hafa þau heima í fríinu. ekki af því að þær eru ekki heima. þær eru víst heima, bara uppteknar við að láta þrífa húsin fyrir sig og púsla og reykja. eftir að ég kom hingað og þær heyrðu allt um hvað ég er vön því að vinna byrjuðu þær að tala voða mikið um að fara nú að gera eitthvað annað. breyta til.
fyrst ætluðu þær að vera brúðkaupsskipuleggjendur. svo sögðu þær að það væri of mikið vesen. svo ætluðu þær að búa til tímarit. það datt uppfyrir. síðast ætluðu þær að verða innanhúshönnuðir. ég held að þær séu búnar að gleyma því líka. þær gleymdu sér nefnilega þegar tvö risastór púsluspil blönduðust saman. núna er aðal stemmingin í því að reyna að skilja þau sundur, fatta hvaða púsl eiga heima hvoru megin. og til þess þarf næði.
þær fáu sem hafa lært eitthvað umfram grunnskóla/framhaldsskóla eru löngu búnar að gleyma því sem þær lærðu. orðnar staðnaðar.
eins gott að passa sig.
fyrst ætluðu þær að vera brúðkaupsskipuleggjendur. svo sögðu þær að það væri of mikið vesen. svo ætluðu þær að búa til tímarit. það datt uppfyrir. síðast ætluðu þær að verða innanhúshönnuðir. ég held að þær séu búnar að gleyma því líka. þær gleymdu sér nefnilega þegar tvö risastór púsluspil blönduðust saman. núna er aðal stemmingin í því að reyna að skilja þau sundur, fatta hvaða púsl eiga heima hvoru megin. og til þess þarf næði.
þær fáu sem hafa lært eitthvað umfram grunnskóla/framhaldsskóla eru löngu búnar að gleyma því sem þær lærðu. orðnar staðnaðar.
eins gott að passa sig.
þriðjudagur, júlí 17, 2007
ég hef átt heima við margar götur. ég ætla að reyna að rifja þær upp í réttri röð.
baldursgata, álftamýri, lundur, þrastarhólar 10, loma alta, laufásvegur 54, dúfnahólar 2, hraunteigur 17, huasteca 311, nönnugata 8(minnir mig), laugavegur, rue de paris 64, la continental, laufásvegur 14, hverfisgata 53, njálsgata 17, klapparstígur 37, avenida tecnológico 798. er ég að gleyma einhverju...?
en þú?
baldursgata, álftamýri, lundur, þrastarhólar 10, loma alta, laufásvegur 54, dúfnahólar 2, hraunteigur 17, huasteca 311, nönnugata 8(minnir mig), laugavegur, rue de paris 64, la continental, laufásvegur 14, hverfisgata 53, njálsgata 17, klapparstígur 37, avenida tecnológico 798. er ég að gleyma einhverju...?
en þú?
mánudagur, júlí 16, 2007
ég held að mig langi til að flytja til frakklands. í litla borg sunnarlega. þar sem ég get sagt bon jour við nágrannana og ávaxtasalann og svona. og ég ætla að verða rosa góð í frönsku. og búa í lítilli íbúð. verst að mér þykir rauðvín vont.
í metepec gengur lífið sinn vanagang. það er hálf þreytandi að vera í fríi. ég hef alltaf verið meira fyrir hina dagana. nema að vakna snemma. ég er b-manneskja. fúnkera best á kvöldin.
ég er að verða hugmyndalaus.... um hvað á ég að skrifa?
í metepec gengur lífið sinn vanagang. það er hálf þreytandi að vera í fríi. ég hef alltaf verið meira fyrir hina dagana. nema að vakna snemma. ég er b-manneskja. fúnkera best á kvöldin.
ég er að verða hugmyndalaus.... um hvað á ég að skrifa?
sunnudagur, júlí 15, 2007
sú fráskilda er víst búin að fá drengina sína aftur. en eiginmaðurinn er búinn að henda henni út úr húsinu hérna og heim til móður sinnar. dóttir mín saknar vinanna sinna.
áðan var hún að vaska upp fyrir mig (í mexíkó tíðkast barnaþrælkun nefnilega í sumum sveitum og þar sem ég er í sveit...). skyndilega heyrði ég læti og skruðninga og þá hafði sú stutta dottið niður á gólf. blóð úr haus og ég fékk gæsahúð. makinn í vinnunni til tilbreytingar svo ég hóaði í svilkonuna sem er líka ein heima eftir að mágurinn fór að sækja óþolandi soninn tveimur vikum of snemma til bandaríkjanna. hann á aldrei eftir að ala þennan skratta upp... bölvaður vitleysingur... en það er önnur saga... innan skamms fylltist húsið mitt af ráðleggjandi nágrönnum, sumir ennþá á náttfötunum með stírur í augum en aðrir baðaðir og fínir. en allir mættir. blóðugt höfuð dótturinnar miðpunktur allrar athygli og hver og einn kom með sínar ráðleggingar um hvað væri best að gera. að lokum tókst okkur að þrífa sárið og kom þá í ljós að það var minna en blóðmagnið sagði til um. svo kom önnur sem klippti plástra niður í eitthvað skrýtið form, sárið var klemmt saman og voilá. dóttirin eins og ný, allir nágrannarnir sáttir og ég þakklát.
og nú erum við öll að fara saman í bíó með börnin að sjá ratatuille eða hvað hún heitir þarna.
ég er hjörð.
áðan var hún að vaska upp fyrir mig (í mexíkó tíðkast barnaþrælkun nefnilega í sumum sveitum og þar sem ég er í sveit...). skyndilega heyrði ég læti og skruðninga og þá hafði sú stutta dottið niður á gólf. blóð úr haus og ég fékk gæsahúð. makinn í vinnunni til tilbreytingar svo ég hóaði í svilkonuna sem er líka ein heima eftir að mágurinn fór að sækja óþolandi soninn tveimur vikum of snemma til bandaríkjanna. hann á aldrei eftir að ala þennan skratta upp... bölvaður vitleysingur... en það er önnur saga... innan skamms fylltist húsið mitt af ráðleggjandi nágrönnum, sumir ennþá á náttfötunum með stírur í augum en aðrir baðaðir og fínir. en allir mættir. blóðugt höfuð dótturinnar miðpunktur allrar athygli og hver og einn kom með sínar ráðleggingar um hvað væri best að gera. að lokum tókst okkur að þrífa sárið og kom þá í ljós að það var minna en blóðmagnið sagði til um. svo kom önnur sem klippti plástra niður í eitthvað skrýtið form, sárið var klemmt saman og voilá. dóttirin eins og ný, allir nágrannarnir sáttir og ég þakklát.
og nú erum við öll að fara saman í bíó með börnin að sjá ratatuille eða hvað hún heitir þarna.
ég er hjörð.
föstudagur, júlí 13, 2007
sú fráskilda fór úr húsi í gær til að forðast rifrildi við eiginmanninn á meðan hann kæmi að heimsækja synina tvo. skildi þá eftir með magos sem er konan sem hefur búið heima hjá henni til að þrífa, elda og sjá um strákana. þegar hún kom heim í gærkveld hafði eiginmaðurinn farið með strákana og magos og nú hefur hún ekki hugmynd hvar þeir eru niðurkomnir. þetta er samt allt eitthvað gruggugt. hún er amk farin með fötin sín heim til móður sinnar og hér stendur húsið autt. fullt af dóti, en autt. það sem hún segir stemmir samt ekki alltaf svo að það verður að passa að skoða allar hliðar málsins.
eiginmaðurinn hélt framhjá en varð svo fúll þegar hún kom heim með kærasta viku eftir að hann fór. hún hefur verið svo upptekin af kærastanum að þjónustustúlkan er næstum búin að sjá um þá ein undanfarið. pabbinn er búinn að vera pirraður og erfiður, en við erum að sjálfsögðu bara búin að fá hennar hlið málsins.
þessi mun að öllum líkindum vinna verðlaunin sem safaríkasta kjaftasaga ársins í þessu hverfi...
en nú er ég að fara á nágrannafund. ætla að sjá hvort mér tekst að ná myndum af einhverjum af söguhetjunum.
eiginmaðurinn hélt framhjá en varð svo fúll þegar hún kom heim með kærasta viku eftir að hann fór. hún hefur verið svo upptekin af kærastanum að þjónustustúlkan er næstum búin að sjá um þá ein undanfarið. pabbinn er búinn að vera pirraður og erfiður, en við erum að sjálfsögðu bara búin að fá hennar hlið málsins.
þessi mun að öllum líkindum vinna verðlaunin sem safaríkasta kjaftasaga ársins í þessu hverfi...
en nú er ég að fara á nágrannafund. ætla að sjá hvort mér tekst að ná myndum af einhverjum af söguhetjunum.
þriðjudagur, júlí 10, 2007
ég þarf að kaupa batterí.
þegar ég verð búin að gera það mun ég tengja myndavélina mína við tölvuna og bregða á leik. ég er sko búin að fá mér síðu þar sem ljósmyndirnar mínar verða til sýnis þeim sem hafa áhuga. núna er ég bara búin að setja 3 inn af því að mig vantar batterí. svo ætla ég að vera dugleg að taka og setja inn. ég ætla að taka myndir af fjölskyldunni minni fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hana, af nágrönnunum fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá þá og af umhverfinu og því sem ég sé á förnum vegi fyrir þá sem hafa áhuga á því. þeir sem hafa ekki áhuga á neinu af áðurnefndu geta bara gert eitthvað annað.
http://www.flickr.com/photos/hryssa/
þegar ég verð búin að gera það mun ég tengja myndavélina mína við tölvuna og bregða á leik. ég er sko búin að fá mér síðu þar sem ljósmyndirnar mínar verða til sýnis þeim sem hafa áhuga. núna er ég bara búin að setja 3 inn af því að mig vantar batterí. svo ætla ég að vera dugleg að taka og setja inn. ég ætla að taka myndir af fjölskyldunni minni fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá hana, af nágrönnunum fyrir þá sem hafa áhuga á að sjá þá og af umhverfinu og því sem ég sé á förnum vegi fyrir þá sem hafa áhuga á því. þeir sem hafa ekki áhuga á neinu af áðurnefndu geta bara gert eitthvað annað.
http://www.flickr.com/photos/hryssa/
áðan settist ég á hvítan plaststól. það væri varla í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann brotnaði undan mér. brotnir stólar eru satt best að segja ekki þægilegir. en það er í lagi með mig, þetta var mjúk lending...
ef þú ert að hugsa að hún hafi verið mjúk af því að ég er með stóran rass þá er það hinn mesti misskilningur. þú getur bara sjálf-ur verið með stóran rass. típískt þú að hugsa eitthvað svona... rassinn á mér er bara mjög fínn þakka þér fyrir. sinnir sínu hlutverki fullkomlega. og það er mun þægilegra að vera með smá rass heldur en að þurfa að sitja á beinunum. og lendingin var mjúk af því að stóllinn bognaði hægt og rólega niður í gólf. og nei, það var ekki af því að ég er svo þung. ertu að segja að ég sé þung? og feit? ha? stólandskotinn var brotinn fyrir. og þetta var bara drasl-stóll. ég er ekkert feit. ég er stórbeinótt. og sterkleg.
hver var að biðja þig um álit hvort eð er?
andskotans vitleysa...
ps. láttu svo ekki eins og þú sért ekki þarna, ég sé þig vel.
ef þú ert að hugsa að hún hafi verið mjúk af því að ég er með stóran rass þá er það hinn mesti misskilningur. þú getur bara sjálf-ur verið með stóran rass. típískt þú að hugsa eitthvað svona... rassinn á mér er bara mjög fínn þakka þér fyrir. sinnir sínu hlutverki fullkomlega. og það er mun þægilegra að vera með smá rass heldur en að þurfa að sitja á beinunum. og lendingin var mjúk af því að stóllinn bognaði hægt og rólega niður í gólf. og nei, það var ekki af því að ég er svo þung. ertu að segja að ég sé þung? og feit? ha? stólandskotinn var brotinn fyrir. og þetta var bara drasl-stóll. ég er ekkert feit. ég er stórbeinótt. og sterkleg.
hver var að biðja þig um álit hvort eð er?
andskotans vitleysa...
ps. láttu svo ekki eins og þú sért ekki þarna, ég sé þig vel.
mánudagur, júlí 09, 2007
týri litli er farinn að aðlagast heimilinu. hann varð reyndar svolítið hissa í dag þegar síðburðurinn kom heim úr sólar- og sundferð með ömmu, afa og litlu frænkunum. þau höfðu nefnilega aldrei hist og hann bjóst sennilega ekki við því að þurfa að vera leikfang líka. en mér sýnist þeim koma vel saman.
í gær var hann horfinn meirihluta dags. ég heyrði ekki múkk og var farin að halda að hann hefði á óútskýranlegan hátt gufað upp úr læstu húsi. svo fann ég hann í gati á undir eldavélinni og asnabárðurinn komst ekki út. ég kallaði út björgunarsveitina og við vorum hér fimm nágrannakonur á hnjánum og maganum í langan tíma að bauka við að fá litla loðna fáráðlinginn undan eldavélinni. rori maður veronicu kom líka og tók næstum alla eldavélina í sundur. sem reyndist svo óþarfi svo að hann varð að setja hana saman aftur.... en ég var honum þakklát því hann er drullu hræddur við ketti. hann höndlar hvaða dýr sem er nema ketti. hinar kerlurnar voru endalaust að klóra í kálfana á honum því þeim þótti svo fyndið að sjá hann hoppa og góla.
rorí er svolítið fyndinn. hann talar alltaf við mann eins og lítið barn. svona gússí gússí. um daginn eftir nokkra áfengisdropa fór ég óvart að herma eftir honum. að honum fjarstöddum. loreto sofnaði úr hlátri og núna í hvert sinn sem rorí heilsar okkur byrja kerlur að tísta úr niðurbældum hlátri.
óþolandi unglingurinn fór í gær til júessei í herskólann sem reyndist eftir allt bara vera sumarbúðir með kajakferðum, hestum og sundi. hann er svo mikil frekja og klikkhaus að núna, á fyrsta degi, er honum að takast að sannfæra pabba sinn um að fara aftur heim á morgun.
við sem vorum farin að hlakka svo til að hvíla okkur á kauða.
í gær var hann horfinn meirihluta dags. ég heyrði ekki múkk og var farin að halda að hann hefði á óútskýranlegan hátt gufað upp úr læstu húsi. svo fann ég hann í gati á undir eldavélinni og asnabárðurinn komst ekki út. ég kallaði út björgunarsveitina og við vorum hér fimm nágrannakonur á hnjánum og maganum í langan tíma að bauka við að fá litla loðna fáráðlinginn undan eldavélinni. rori maður veronicu kom líka og tók næstum alla eldavélina í sundur. sem reyndist svo óþarfi svo að hann varð að setja hana saman aftur.... en ég var honum þakklát því hann er drullu hræddur við ketti. hann höndlar hvaða dýr sem er nema ketti. hinar kerlurnar voru endalaust að klóra í kálfana á honum því þeim þótti svo fyndið að sjá hann hoppa og góla.
rorí er svolítið fyndinn. hann talar alltaf við mann eins og lítið barn. svona gússí gússí. um daginn eftir nokkra áfengisdropa fór ég óvart að herma eftir honum. að honum fjarstöddum. loreto sofnaði úr hlátri og núna í hvert sinn sem rorí heilsar okkur byrja kerlur að tísta úr niðurbældum hlátri.
óþolandi unglingurinn fór í gær til júessei í herskólann sem reyndist eftir allt bara vera sumarbúðir með kajakferðum, hestum og sundi. hann er svo mikil frekja og klikkhaus að núna, á fyrsta degi, er honum að takast að sannfæra pabba sinn um að fara aftur heim á morgun.
við sem vorum farin að hlakka svo til að hvíla okkur á kauða.
föstudagur, júlí 06, 2007
naggrísinn er farinn til annars eiganda. ég held að ég sé með ofnæmi fyrir honum. naggrísir eru svosem ekkert spennandi dýr. gera ekki annað en éta og kúka og hlaupa svo í burtu ef maður vill snerta þá.
en dýrasagan er ekki öll úti enn. í gær átti ég leið framhjá subbulegri gæludýrabúð í subbulegri götu. þar var afgreiðslukonan með búr. í búrinu sat lítill grár kettlingur sem horfði á mig svona eins og stígvélaði kötturinn í shrek gerir. ég stoppaði að forvitnast og komst þá að því að sá litli var búinn að vera í búðinni í nokkurn tíma ásamt systkinum sínum sem öll höfðu verið gefin. hann var sá síðasti og virtist ekkert ætla að ganga út. hún nennti honum ekki lengur og ætlaði að láta svæfa hann.
og ég kom heim með kettling.
núna er bara spurning hvort ég sé líka með ofnæmi fyrir honum... kemur í ljós.
hann heitir týri :) og er voða sætur. bara pínulítið vælinn.
eftir smá stund hittast samstarfsfólk mitt og nemendur í síðustu kvöldmáltíðinni. mér þykir súrt að vera fjarri góðu gamni. það er svo gaman að vera með þessu fólki.
ég verð amk á lækjarbrekku í anda.
en dýrasagan er ekki öll úti enn. í gær átti ég leið framhjá subbulegri gæludýrabúð í subbulegri götu. þar var afgreiðslukonan með búr. í búrinu sat lítill grár kettlingur sem horfði á mig svona eins og stígvélaði kötturinn í shrek gerir. ég stoppaði að forvitnast og komst þá að því að sá litli var búinn að vera í búðinni í nokkurn tíma ásamt systkinum sínum sem öll höfðu verið gefin. hann var sá síðasti og virtist ekkert ætla að ganga út. hún nennti honum ekki lengur og ætlaði að láta svæfa hann.
og ég kom heim með kettling.
núna er bara spurning hvort ég sé líka með ofnæmi fyrir honum... kemur í ljós.
hann heitir týri :) og er voða sætur. bara pínulítið vælinn.
eftir smá stund hittast samstarfsfólk mitt og nemendur í síðustu kvöldmáltíðinni. mér þykir súrt að vera fjarri góðu gamni. það er svo gaman að vera með þessu fólki.
ég verð amk á lækjarbrekku í anda.
fimmtudagur, júlí 05, 2007
í dag er svona afturfótadagur. allt gengur á þeim.
í gærkveld setti ég naggrísinn hana krúsí í risastórt búr til að gleðja hana. í morgun þegar ég vaknaði var hún búin að sparka mat og sagi útum allt gólf. og ég þreif. svo bjó ég mér til svona eggjabrauð sem varð allt ónýtt. einhver setti kókómalt í glasi í ísskápinn. einhver hellti því niður í ísskápnum. og ég þreif. svo ætlaði ég að gera egg fyrir frumburðinn... missti egg í gólfið. og þreif.
á meðan sat litla dóttir veronicu þögul uppi á baði. þegar ég kom upp var baðherbergið á floti. sú litla líka. og búin að pissa í sig. og ég þreif.
ég veit ekki hvort ég þori að gera neitt fleira í dag, þetta lítur ekki vel út með heppnina og svona...
ps. hvað þýðir mala suerte?
í gærkveld setti ég naggrísinn hana krúsí í risastórt búr til að gleðja hana. í morgun þegar ég vaknaði var hún búin að sparka mat og sagi útum allt gólf. og ég þreif. svo bjó ég mér til svona eggjabrauð sem varð allt ónýtt. einhver setti kókómalt í glasi í ísskápinn. einhver hellti því niður í ísskápnum. og ég þreif. svo ætlaði ég að gera egg fyrir frumburðinn... missti egg í gólfið. og þreif.
á meðan sat litla dóttir veronicu þögul uppi á baði. þegar ég kom upp var baðherbergið á floti. sú litla líka. og búin að pissa í sig. og ég þreif.
ég veit ekki hvort ég þori að gera neitt fleira í dag, þetta lítur ekki vel út með heppnina og svona...
ps. hvað þýðir mala suerte?
ég er að horfa á fréttir með öðru auganu.
uppi í sveit hrundi fjallshlíðin yfir rútu. nú þarf að grafa fólkið upp til að geta grafið það. dapurlegt.
annarstaðar uppi í sveit var herinn að eyða mörgum hekturum af maríjúanaekrum.
heima hjá kínverja í mexíkóborg fundust 268 milljón dollarar í hundraðdollaraseðlum. í sama herbergi voru 50 milljón evrur, 200 og eitthvað þúsund pesosar og einhver slatti af jenum. mig grunar að peningarnir hafi verið of óhreinir til að fara í bankann. þeir voru allavega of margir til að passa undir dýnuna.
púsluspilið er búið. það vantar 14 púsl. arg.
ég er ekki enn búin að finna mig í neinni sápuóperu. samt eru ábyggilega um 15 í gangi. þær heita allar mjög mögnuðum nöfnum. listin að elska. tvær konur, einn vegur. faðmaðu mig fast. stjúpmóðirin. svikakvendið. ég elska juan querendón. villihjarta. ást í ræktun.... þetta hljómar allt einhvernvegin væmnara á spænsku.
uppi í sveit hrundi fjallshlíðin yfir rútu. nú þarf að grafa fólkið upp til að geta grafið það. dapurlegt.
annarstaðar uppi í sveit var herinn að eyða mörgum hekturum af maríjúanaekrum.
heima hjá kínverja í mexíkóborg fundust 268 milljón dollarar í hundraðdollaraseðlum. í sama herbergi voru 50 milljón evrur, 200 og eitthvað þúsund pesosar og einhver slatti af jenum. mig grunar að peningarnir hafi verið of óhreinir til að fara í bankann. þeir voru allavega of margir til að passa undir dýnuna.
púsluspilið er búið. það vantar 14 púsl. arg.
ég er ekki enn búin að finna mig í neinni sápuóperu. samt eru ábyggilega um 15 í gangi. þær heita allar mjög mögnuðum nöfnum. listin að elska. tvær konur, einn vegur. faðmaðu mig fast. stjúpmóðirin. svikakvendið. ég elska juan querendón. villihjarta. ást í ræktun.... þetta hljómar allt einhvernvegin væmnara á spænsku.
miðvikudagur, júlí 04, 2007
mér er illt í ónýta jaxlinum. mig langar til tomma tannlæknis. ég treysti einhvernvegin ekki mexíkönskum tannlæknum eftir að bifvélavirkinn dró úr mér endajaxlinn hérna um árið. makinn minn var aðstoðarmaður hans. martröð.
væri einhver til í að stofna söfnunarreikning undir nafninu ,,tannlækninn út"? og svo sendið þið mér vinsamlegast hann tomma hingað út svo að hann geti lagað mig. ég yrði óendanlega þakklát.
væri einhver til í að stofna söfnunarreikning undir nafninu ,,tannlækninn út"? og svo sendið þið mér vinsamlegast hann tomma hingað út svo að hann geti lagað mig. ég yrði óendanlega þakklát.
mánudagur, júlí 02, 2007
hérna er oftast sól á daginn. hitinn fer yfirleitt hærra en á íslandi. samt er sumarið á íslandi einhvernvegin meira spennandi. þegar ég sé að það er hlýtt heima langar mig í sund og að kaupa ís og grilla. hérna koma stundum karlar að slá grasið og þá fyllist ég sumarstemmingu. það er eitthvað við hljóðið í slátturvél.
ég hlusta á bylgjuna í gegnum netið og það heyrist á fólki að það er sumar. alltaf verið að tala um veðrið og svo er fólk voða mikið að óska manni gleðilegs sumars. hérna óskar aldrei neinn gleðilegs sumars og enginn talar neitt sérstaklega um sólina.
mig vantar meira svona sumar sumar.
gleðilegt sumar
ég hlusta á bylgjuna í gegnum netið og það heyrist á fólki að það er sumar. alltaf verið að tala um veðrið og svo er fólk voða mikið að óska manni gleðilegs sumars. hérna óskar aldrei neinn gleðilegs sumars og enginn talar neitt sérstaklega um sólina.
mig vantar meira svona sumar sumar.
gleðilegt sumar
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)